Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.02.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.02.1997, Blaðsíða 4
16 - Fimmtudagur 27. febrúar 1997 * ^Dagur-ÍEmrám UMB ÚÐALAU S T Hello Dolly Þegar upp verður stað- ið með slíku áfram- haldi verða lithrigði íslenska sauðfjár- stofnsins sýnu meiri en fjölbreytni í and- legu atgervi þjóðarinnar. þegar Stöð 3 rann niður kok Stöðvar 2. Formaður stjórnar íslenska útvarpsfélagsins gaf út yfirlýsingu um að með sanm- ingunum hefðu menn keypt sér frið á ljósvakamarkaðnum og peningum fyrirtækjanna væri betur varið við sköpun íslenks dagskrárefnis heldur en í grimmúðlegri baráttu tveggja íjölmiðlarisa. í framhjáhlaupi minnti hann á að 250 þúsund manna markaður þjónaði ekki hagsmunum þriggja sjónvarps- stöðva. í einfeldni minni hélt ég að sjónvarpsstöðvarnar ættu að þjóna markaðmun. Þorbjörn Broddason benti á að svipaðar yfirlýsingar hefðu litið dagsins Ijós þegar Sýn hvarf í gin Stöðv- ar 2 um árið. Lítið bólar hins ur veki því- líka eftirtekt og skyldi engan undra. Staða vísindanna kallar á viðbrögð um siðferðilegan rétt manna til að ráðskast með sköpunarverkið og er sú umræða hafin og sér ekki fyrir endann á. Einhvernveginn býst maður við að fréttin veki meiri við- brögð hér á landi þar sem hagsmunir sauðkindar hafa verið settir ofar hags- munum manna um langt skeið. f fréttum vikunnar bar þó ekki síður á annarri einrækt. Nefnilega einrækt á öldum ljós- vakans. Sameining er varla rétta orðið inn þann atburð vegar á vönduðu innlendu dag- skrárefni, hvorki hjá Ríkissjón- varpinu né Stöð 2. Manni finnst óneitanlega að það standi frem- ur upp á Ríkissjónvarpið að sýna metnað í þessu efni, en Stöð 2, enda ólíkar for- sendur fyrir tilvist þeirra. Hitt er svo annað að ís- lenska útvarps- fé- Ragnhildur Vigfúsdóttir skrifar Þær fréttir hafa borist utan úr heimi að skoskum vís- indamönnum hafi tekist að einrækta á og hefur afkvæmi vísindamannanna - það er varla hægt að tala um lambið sem afkvæmi ærinnar - verið gefið nafnið Dolly. Þetta eru auðvitað miklar fréttir og þó ýmis afbrigði lamba hafi verið tíunduð í eldri annálum ís- lenskum er langt um liðið að sauð- burð- lagið mætti hafa meiri metnað fyrir hönd menningar og fræðslu en raun er á. Hitt er þyngra en tárum taki hve illa Ríkissjónvarpið sinnir menning- arhlutverki sínu. Auðvitað má að nokkru leyti rekja það ástand til ráðamanna og fjár- hagsramma stofnunarinnar, en yfirmenn stofnunarinnar sjálfrar eiga líka sinn hlut að máli. Menningarleg einrækt Sú menningarlega einrækt sem fer fram á öldum ljósvakans er áhyggjuefni. Á útvarpsrásunum ijasa ómálga börn á öllum aldri milli dægurlaga og tilkynna okkur í tíma og ótíma hvað klukkan er og hvað þau ætli að fylgja okkur lengi - en segja aldrei hvert - og í sjónvarpi er slagkraftslaus yfirborðs- og meðalmennska allsráðandi. Shk einrækt skapar að lokum stóran hóp sem allur hugsar jafn lítið og lætur gagnrýnislaust hvað eina yfir sig ganga og skiptir þá litlu hversu vel menn eru skap- aðir hvort sem skoskir vísinda- menn eiga þar einhvern hlut að máli eða ekki. Þegar upp verð- ur staðið með shku áframhaldi verða litbrigði íslenska sauð- fjárstofnsins sýnu meiri en fjöl- breytni í andlegu atgervi þjóð- arinnar. Þegar þjóðin verður svo spurð um afstöðu sína til ástands mála verður svarað einum rómi: me. Menntamenn á Saga class Garri horfir ekki mikið á sjónvarp og helst ekki á auglýsingar. Þó verður ekki hjá því komist að hann sjái einhverja lækna og önnur fyrirmenni koma fram í auglýsingatímum og tala um hversu mikilvægt það væri fyrir þá að spara tíma og fjármuni. Alhr geta svo sem tekið undir það en Garri vissi ekki, frekar en aðrir, um hvað málið snerist. Skýring- in kom svo í heilsíðuauglýs- ingu í Moggan- um í vikunni þegar í ljós kom að allir þessir ábúðamiklu læknar voru að spara tíma og peninga með því að fljúga á Saga Class hjá Flugleiðum. Fyrstir og fremstir Satt að segja á Garri erfitt með að skilja röksemda- færsluna í þessu hjá læknun- um en þeir eru auðvitað bara að segja einhverjar ákveðnar setningar til að drýgja hjá sér kaupið til að sleppa við að þurfa að flýja land eins og alhr hinir lang- skólagengnu menntamenn- irnir. En það að spara tíma með því að fara með Saga Class ræðst þá væntanlega af því að Saga Class sætin eru fremst í flugvéhnni og því á undan almenningnum á staðinn. Peningahliðin hins vegar er svo flókin að Garri treystir sér ekki í að velta henni mikið fyrir sér. En sú staðreynd ein og sér að sérfræðimenntaðir læknar þurfi að grípa th þess að leika í auglýsingaseríum fyrir Flugleiðir til þess að hafa í sig og á segir margt um stöðu sérfræðinga í land- inu. Frá Sjúkrahúsi Reykja- vikur heyrist að heila- og taugalæknar séu í tuga tah að íhuga brottför frá land- inu. Þeir munu væntanlega fara á Saga Class. Og síðan kemur í ljós að það vih eng- inn verða skurðlæknir á ís- landi og samkvæmt sjón- varpsfréttum í fyrrakvöld eru þeir nú komnir í útrým- ingarhættu vegna lélegs að- búnaðar og lágra launa. Þeir munu væntanlega líka flytja út í tugatah - á Saga Class. Spurning um nýliðun Það er að sjálfsöðgu fuh ástæða th að hafa áhyggjur af þessu, ekki síst í ljósi þess að htl- ar horfur eru á því að íslensk ungmenni muni sækja í langskólanám af neinu tagi eftir að Hag- fræðistofnun H.í. er búin að sýna fram á að miklu ábata- samara er að sleppa sem mestri skólagöngu. Niður- staðan er því sú að þeir langskólagengnu menn sem th staðar eru virðast í stór- um hópum vera að flýja land á Saga Class. Nýliðun menntamanna er engin og þeir menntamenn sem eru við það að klára sitt nám ílendast í útlöndum en koma ekki heim. En það er ein von. Hingað hafa verið að koma gestir að utan, sem þó hafa ekki kom- ið með Saga Class heldur bananasendingum. Sam- kvæmt Degi-Tímanum í gær kom einmitt froskur með bananasendingu th verslun- armiðstöðvarinnar Sunnu- hhðar á Akureyri. Það er líka ljóst af fréttinni að þessi froskur er enn ókysstur af ungmey. Þarna er vissulega von á að bæta úr ófremdar- ástandi í nýliðun mennta- manna. Kannski breytist þessi froskur í menntamann verði hann kysstur. Garri

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.