Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.02.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.02.1997, Blaðsíða 5
IDagur-QImTmrt Fimmtudagur 27. febrúar 1997 -17 VIÐTAL DAGSINS Rökhyggja en ekki tilfummgar Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar HÍ. „Munum taka á ýmsum pólitískum og hagrœnum þáttum, sem skipta máli í umrœöunni hvort ís- lendingar eigi að hejja hvalveiðar að nýju, “ seg- ir Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarút- vegsstofnunar HÍ. Stofn- unin stendur nk. laugar- dag jýrir ráðstejhu um hvalveiðimál Hvalveiðar í Norðurhöfum frá hagrænu og póhtísku sjónarmiði, er yfirskrift alþjóðlegrar ráðstefnu um hval- veiðimál, sem haldin verður í Reykjavík næstkomandi laugar- dag. Það eru Sjávarútvegsstofn- un Háskóla íslands og High North Alliance, regnhlífarsam- tök þeirra sem aðhyllast sjálf- bæra nýtingu sjávarspendýra, sem standa að ráðstefnu þess- ari, sem verður á Hótel Loft- leiðum. „Við munum taka á ýmsum pólítískum og hagræn- um þáttum, sem skipta máli þegar menn gera upp hug sinn um það hvort íslendingar eigi að hefja hvalveiðar á nýjan leik og þá með hvaða hætti,“ sagði Guðrún Pétursdóttir, forstöðu- maður Sjávarútvegsstofunar HÍ, í samtali við Dag-Tímann. Dýravernd og við- skiptafrelsi „Meðal þess sem við tökum fyr- ir eru spurningar um hvernig samrýmast alþjóðalög og sam- þykkir er lúta að vernd dýra annars vegar og hins vegar frelsi í viðskiptum. Einnig velt- um við upp þeirri spurningu hvaða áhrif viðskiptahindranir og aðgerðir svonefndra nátt- úruverndarsinna hafi á útflutn- ing hvalveiðiþjóða," segir Guð- rún Pétursdóttir, aðspurð um ráðstefnu þessa. Af hálfu ís- lendinga mun Jóhann Sigur- jónsson, sjávarlíffræðingur og sendiherra, ræða um hvala- stofna í Norðurhöfum og sjálf- bæra nýtingu auðlinda. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, íjallar síðan um möguleg áhrif hvalveiða á ís- lenskt efnahagsk'f. Erlendir framsögumenn verða íjölmarg- ir, koma víða að, og ræða ýmsa þætti málsins. „Ég vonast til þess að um- ræður um hvalveiðar hér á landi komist í ríkari mæli á grundvöll rökhyggju en tilfinn- inga. Ég vona að ráðstefnan verði okkar veganesti til slíkra umræðna,” segir Guðrún Pét- ursdóttir, og hún heldur áfram: Tveir meginpólar „Það má segja hér séu tveir meginpólar í umræðum um hvalveiðar. Annars vegar byggja menn afstöðu sína til hvalveiða á því að íslendingar eigi að ráða því sjálfir hvernig þeir nýta sínar auðlindir. Hins vegar eru þeir sem byggja skoðun sína einkum á því að hvalveiðar geti skaðað útflutn- ingsmarkaði okkar. Það hefur meðal annars verið bent á að í Þýskalandi eru umhverfis- verndarsjónarmið mjög ríkj- andi, þau eru ekki rekin af fá- mennum öfgahópum, heldur er þjóðin öll orðin afar meðvituð um náttúruvernd. Þessa stað- reynd og margar fleiri verðum við að hafa í huga.“ Guðrún Pétursdóttir vill sem forstöðumaður Sjávarútvegs- stofnunar Háskóla íslands ekki taka afstöðu til hvalveiða. „Ég vil sem vísindamaður fyrst og fremst búa svo um hnúta að umræðan geti verið á grund- velli jafnréttis og röksemda," segir hún. Og Guðrún sjálf vill ekki heldur kveða uppúr með sínar persónulegu skoðanir. „Þær hef ég út af fyrir mig og segi þær aðeins við eldhúsborð- ið heima." -sbs. Tilgangslitlar tölur Insiólfsson á er búið að birta niður- stöður úr samræmdum prófum grunnskóla sl. fjögur ár. Og nú vita allir hvaða skólar eru góðir og hvaða skól- ar eru vondir. Eða hvað? Er þetta e.t.v. ekki alveg svona einfalt? Það kemur í ljós að mismun- ur á þessum einkunnum er ótrúlega mikill milli skóla. En það vefst fyrir mönnum að skýra hvers vegna hæstu ein- kunnir geta allt að einu verið í fámennum skóla úti í sveit eins og í stórum skóla í Reykjavík. Og skóli, sem var með góðar einkunnir í fyrra, getur hrapað niður úr öllu valdi í ár. Minn skóli kom vel út á síð- asta prófi. Vel ofan við meðaltal og telst þar með „góður skóli“ eftir hinum einfalda mæh- kvarða. Einhver sem var dug- legur að telja sagði mér að hann hefði verið í 24. sæti yfir landið. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti. Samsvarandi tölur frá 1992 hefðu hins vegar sett hann í 100. sæti eða enn neðar. Þar af leiðandi hefur hann þá verið „vondur skóli“. Sá sem skoðar svona tölur og veit ekkert hvað liggur að baki getur vel hugsað sem svo: „Sjá- ið þið bara Grenivíkurskóla. Sá hefur aldeilis tekið sig á síðustu tvö árin.“ Hafi einhver ályktað sem svo þá er sú niðurstaða því miður kolvitlaus. Ef íslenska landsliðið í fót- bolta stekkur á einu ári úr 70. sæti upp í það 40. á heimslist- anum eru það nokkuð óræk merki þess að okkar mönnum sé að fara fram í fótbolta. En þegar Grenivíkurskóh fer úr Þegar Grenivíkurskóli fer úr 124. sœti (eða hvað það nú var) á samrœmdu prófi upp í það 24. (eða hvað það nú var) þá þarf samt ekki að vera að skólinn sé hótinu betri núna en hann var. 124. sæti (eða hvað það nú var) á samræmdu prófi upp í það 24. (eða hvað það nú var) þá þarf samt ekki að vera að skól- inn sé hótinu betri núna en hann var. Hvað er þá að gera með þessar tölur? Nákvæmlega ekki neitt. Að vísu geta skólar fundið í þeim vísbendingar um hvernig nemendur í einum árgangi standa í fjórum námsgreinum miðað við jafnaldra sína í öðr- um skólum. Annað er það ekki. Almenningur sem fær engar aðrar upplýsingar um skólann getur velt þessum tölum fyrir sér fram og aftur án þess að vera nokkru nær. Þegar spurt er hvort skóli sé góður eða vondur er svarið ekki að finna í meðaltali einkunna f ijórum námsgreinum hjá einum árgangi. Menntun sést ekki nema að litlu leyti á einkunn- um. Miklu nær væri að spyrja hvernig nemendum hafi liðið í skólanum. Hvort þeir hafi kom- ið þaðan út heilir eða brotnir. Hvernig þeir hafi lært að nota þá hæfileika sem þeir eru búnir. Ilvernig þeir séu undir það búnir að takast á við fullorðins- árin sem bíða handan við horn- ið. Úr Ijórum einkunnum er svo sáralítið hægt að sjá af öhu þessu. Þrátt fyrir þetta er svo sem í lagi að birta tölur sem þessar í íjölmiðlum fyrst yfirvöldum ber skylda til þess. En þá ber líka að undirstrika um leið hversu upplýsingagildi þeirra er óskap- lega fáfengilegt. Og hvers vegna er verið að gera birtingu svona talna að skyldu? Það liggur hreint ekki í augum uppi. Ekki er það gert fyrir skólana. Þeim eru sendar niðurstöðurnar sérstaklega í þykkri bók. Ekki er það gert fyrir forvitinn almenning því að þær segja honum hér um bil ekkert. Ekki er það gert fyrir stjórnvöld því að þau hafa að- gang að öllu þessu án þess að lesa það í blöðunum. Þar með er eiginlega ekki nema ein ástæða eftir: Af því bara. Og það er nú það.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.