Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.02.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.02.1997, Blaðsíða 10
22 - Fimmtudagur 27. febrúar 1997 JUtgur-'ðJímóm U T I V I S T Daðrað Sú nýbreytni verður á Skíðasvæðinu í Illiðaríjalli, ofan við Akureyri, á Dek- urdögum og daðurhelgi að þar verður opið frá kl. 21 og fram til miðnættis á föstudagskvöld. „Með þessu ætlum við að gefa fólki tækifæri til að daðra við snjóinn og ekki síður við hvert annað,“ segir ívar Sigmunds- son, forstöðumaður Skíðastaða. Snjóbrettamenn mun leika lausum hala í Mlfðaríjalli á Dek- urdögum og daðurhelgi. Á laug- ardaginn er boðið uppá það sem heitir Border kross á máli við snj brettamanna og á sunnudaginn uppá það sem sömu menn kalla Big jumb. „Síðan verðum við með leik- tæki fyrir börnin hér í snjónum, svo sem vegasölt og rólur og sitthvað fleira. Allar aðstæður til skíðaiðkunar eru hinar ákjósanlegustu í Hlíðarfjalli þessa dagana,“ segir ívar. Hann bætir því við að einnig verði boðið uppá daðurkort í Hlíðar- ljalli um helgina. Þar er átt við að hægt er að kaupa tvö kort í fjallið, til dæmis dags- eða helg- arkort, á verði eins korts. -sbs. / • oinn Ivar Sigmundsson í Hlíðarfjalli. „Tækifæri til að daðra við snjóinn." Mynd: GS Snjóbrettaleikur er engu líkur. Mynd: GS HeiUandi dufl á snjóbrettum Snjóbrettamenn leika laus- um hala í Hlíðarfjalli um helgina. Þar verður kl. 13 á laugardag efnt til keppni í því sem kallast Border cross, en þar keppa brettamenn í því að renna sér um hlykkjóttar braut- ir og fara í gegnum ýmsar þrautir. Fjórir renna sér í senn, en búist er við að keppendur verði 60 til 70 talsins. Álíka margir keppa í Big jump á sunnudaginn. Þar er keppend- um gert að stökkva hæð sína og „Leikur á snjóbrettum vaxandi íþrótt, “ segir Sigurður Jósefsson, sem verður mótsstjóri í Hlíðarfjalli um helgina. vel það af háum brettum sem komið hefur verið upp í Hlíðar- fjalli. „Ég kynntist snjóbrettunum fyrst fyrir þremur árum. Áður var ég mikið á skíðum, en heill- aðist alveg af brettunum," segir Sigurður Jósefsson, sem verður mótsstjóri í Hlíðarijalli um helg- ina. „Leikur á snjóbrettum er mjög vaxandi íþrótt. Þetta byrj- aði fyrst hér á Akureyri fyrir um fjórum til fimm árum og síðan hefur verið sífelld aukn- ing í þessu. Já, það er auðvitað rómantík í þessu, viðbótar dað- ur, dufl og dekur,“ segir Sigurð- ur. -sbs. Mynd: JHF. Á hálum ís Skautar í ferðatöskuna. Það er nokkuð sem ekki má gleymast þegar fólk leggur leið sína norður til Akureyrar um helgina. Skautasvellið í Innbænum er opið á morgun, föstudag frá kl. 19 til 21 og laugar- dag og sunnudag milli kl. 13 og 16. Síðan er eitt sem ekki heldur má gleymast, að leita liðveislu Sumarliða, þess sem er fullur og fúll á móti. Hann tekur að sér að skerpa skauta og það er eins gott að þeir bíti þegar farið er á svellið. Ella er fólk á hálum ís. Rómantískir vélsleðar að er viss rómantík í vél- sleðaakstri einsog öðru,“ segir Gunnar Hákonar- son, formaður Kappaksturs- klúbbs Akureyrar. Á laugardag kl. 13 verður efnt til æfinga- móts í Snow-cross í vélsleða- akstri í Ólafsfirði. Jafnframt stendur gestum og gangandi til boða að bregða sér í sleðaferð. Gunnar Hákonarson á von á því að keppendur á mótinu í Ól- afsfirði verði á bilinu 30 til 40. Keppnin fer þannig fram að 20 vélsleðamenn aka í einni braut og sá sigrar sem fyrstur kemur í mark. Að taka þátt í þessu er vinsælt meðal vélsleðamanna. „Fólki stendur síðan til boða að taka á rás undir öruggra manna leiðsögn,“ segir Gunnar. Umboðsfyrirtæki verða með kynningar á vélsleðum og ein- mitt þeim sleðum stendur fólki til boða að aka. -sbs. Almenningi stendur til boða að prófa vélsleða að keppni lokinni. Mynd: JHF

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.