Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.02.1997, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.02.1997, Blaðsíða 15
IDagur-'ðlmtmn Fimmtudagur 27. febrúar 1997 - 27 SKEMMTUN Krístján Edelstein spilar á gítar, Kristján Jónsson spilar á bassa og Pétur Hallgrímsson á mandólín og gítar. Viskýið í (suitu)krukkunni Hljómsveitin PKK verður á Pollinum fimmtudags-, föstudags- og laugar- dagskvöld. Ætli liggi beint við að þessi akureyrska hljómsveit með írska ívafinu taki þátt í daðurshelgi af svo mikilli þraut- seigju? „Við vitum það nú ekki, en við spilum oft á Pollinum og vorum beðnir um að vera um þessa helgi, ætli það sé ekki að- al ástæðan." Sem sagt, hógværir piltar í þessari ársgömlu hljómsveit. Þeir tveir meðlimir sem blaðið náði í, Pétur Hallgrímsson og Kristján Jónsson, voru áður í Rokkbandinu sem þeir segja að hafi verið svona einskis lands grúbba, og skilji nú hver sem skilið getur. Og svo bæta þeir við að þeir hafi nú aldrei náð neinni frægð í því bandi. Það var þá, nú eru þeir Pétur, Krist- ján og Kristján Edelstein þekkt- ir menn og aðallega fyrir írsku tónlistina. „Við spilum auðvitað alls konar músík en írska tón- listin passar vel við þá staði sem við spilum aðallega á. Við gáfum út disk fyrir jól og á hon- um voru eingöngu írsk lög. - En ætli þetta hafi ekki komið þann- ig til að systir konunnar minnar gaf mér mandóhn og ég fór að gutla á það,“ segir Pétur. Eru þið ánœgðir með nafnið? „Við pældum htið í því í byrj- un, fyrst var það PK eða réttara sagt SPK, Sigfús, Pétur og Krist- ján. Þegar Fúsi fór suður og Kalli Olgeirsson kom inn varð þetta PKK og þegar hann hætti hélt Krissi K-inu.“ Hvaða er vinsœlasta lagið ykkar? „Æth það só ekki Tell me ma, sem er svona barnagæla. Það er mest spilað.“ - En strákarn- inr halda sjálfir mest upp á Eileen Óg og Raggle Taggle Gipsy. Er ekkert slæmt að enginn spilar á trommur? „Nei, það er voðalega gott. Á pöbbunum skiptir það Utlu en þegar við höfum spilað á böll- um höfum við stxmdum fengið trommara með okkur.“ -mar ‘Daóiirfielgi á ‘Pallimim fimmtudag^, fá&tadag &g lattgmrdag 'lftiiirjrá hæi u Það gengur enginn burtu Herbert Guðmundsson verður í Sjallanum á föstudagskvöldið ásamt hljómsveitinni Hunang, þarf að segja meira um það? Snörurnar, þær Guðrún Gunnarsdóttir, Eva Ásrún Albertsdóttir og Erna Þórarinsdóttir syngja og daðra undir borðhaldi á Hótel KEA á laugardags- kvöldið. 20% afsláttur af öllum skóm 27. febrúar til 1. mars CtlOISf B»YOIJNGe Langur laugardagur Opið frá kl. 10-16 K&Z Hafnarstræti 91 • Sími 461 3399

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.