Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.02.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.02.1997, Blaðsíða 1
> ) ? Eftirminnilega gott BRAGA KAFEI íslenskt og ilmandi nýtt LIFIÐ I LANDINU Fimmtudagur 27. febrúar 1997 - 80. og 81. árgangur - 40. tölublað Eftirminnilega gott BRAGÁ KAFEi - íslenskt og ilmandi nýtt THE BOYS SAKNA VINA OG VEÐURS TÖffararnir úr The Boys, Húnar og Arnar Halldórs- synir, sem gerðu garðinn frægan í Noregi fyrir nokkrum árum, eru fluttir heim til ís- lands, hættir að gefa út plötur undir nafninu The Boys og sest- ir á skólabekk. Rúnar og Arnar búa ásamt móður sinni í blokk í Ljósheimunum í Reykjavík. Rúnar, sem er 16 ára, stundar nám í Menntaskólanum við Sund en Arnar, sem er nýorð- inn 15 ára, er í m'unda bekk í Vogaskóla og tekur tíunda bekkinn á næsta ári. Báðir eru þeir orðnir metnaðarfullir skólanemendur á íslandi, Rún- ar stefnir ótrauður á stúdentinn frá MS og Arnar líka með tíð og tíma. Rúnar og Arnar iluttu til fs- lands síðasta haust eftir að for- eldrar þeirra, Eyrún Antons- dóttir lyfjatæknir og Halldór Kristinsson tónlistarmaður, skildu en þá höfðu þeir búið í Noregi alla sína ævi. Þeir tala góða íslensku þó að auðvitað heyrist á máli þeirra að þeir hafa ekki alist upp hér á landi. Rúnar segir að þeir kunrn auð- vitað málið því að þeir hafi vit- anlega komið hingað til lands með foreldrum sínum áður. Það sé þó eriitt fyrir þá að lesa og skrifa íslenskuna. Bræðurnir eru ánægðir með flutninginn til íslands. Þeim flnnst mjög gaman að kynnast jafnöldrum sínum á íslandi og hefur gengið „rosavel" að sam- lagast þjóðfélaginu. Skemmtilegra félagslíf hér „Það er miklu skemmtilegra hérna. Hér er okkar húmor og svo er miklu meira að ske hérna í félagslífinu. Krakkar í Noregi hanga bara heima og horfa á vídeó. Krakkar hér eru svo mikið úti og það er mikið félagslíf í skólanum. Vinir mínir í menntaskólanum í Noregi hafa bara haft eitt ball á þessu skólaári en við höfum haft hell- ing af böllum hér,“ segir Rúnar og það er greinilegt að bræðr- unum er skemmtanaiífið ofar- lega í huga enda fylgir það víst aldrinum. Rúnar og Arnar gáfu út þrjár plötur meðan þeir komu fram undir nafninu The Boys, sú síð- asta var gefin út í Noregi í hitti- fyrra. Þeir segjast lftið sakna þessa tfma, jafnvel þótt stelp- m-nar hafi verið skotnar í þeim og skrifað þeim ástarbróf í stór- um stíl. Rúnar segir að þeir séu ekki vaxnir upp úr The Boys ævlntýrinu, þeir hafi verið orðnir leiðir og Arnar bætir við: „time to go on" sem útleggst líklega eitthvað á þá leið að tími hafi verið kominn til að takast á við önnur verkefni. - Hafið þið þá ekkert haldið áfram að sínna tónlistinni? Leita að æfingaplássi „Við erum í hljómsveit hérna með tveimur vinum okkar að spila allt öðruvísi músík," segja bræðurnir og eiga í erfiðleikum með að útskýra hvernig tónlist þeir spila enda er hljómsveitin víst nýstofnuð. Arnar spilar á bassa, vinur hans á gítar, Rún- ar spilar líka á gítar og vinur hans á trommur. Hljómsveitin er að leita að æfingaplássi og að sjálfsögðu ætlar hún sér stóra hluti þó að enn hafi hljómsveitarmeðlimir ekki get- að spilað og æft allir saman vegna húsnæðisleysis. Bræðurnir eru báðir komnir í tónlistarskóla og farnir að læra músík í fyrsta skipti á æv- inni, í einkatímum og samspili þó að þeir séu löngu farnir að semja sína eigin tónlist. „Við höfum aldrei áður verið í tón- listarskóla. Kærasti mömmu gaf okkur tíma í Nýja músíkskólan- um. Við lærum rosalega mikið á þessu og erum með góða kenn- ara," segir Arnar. „Það er miklu skemmtilegra hérna. Hér er okkar húmor og svo er miklu meira að ske hérna i félagslífinu. Krakkar I Noregi hanga bara heima og horfa á vídeó. Krakkar hér eru svo mikið úti og það er mikið félagslff i skólanum," segja bræðurnir úr The Boys, Rúnar og Arnar Halldórssynir. Rúnar er kominn í MS og Arnar er í niunda bekk ( Vogaskóla. Mynd: Hílmar Hér til frambúðar Nám bræðranna á íslandi geng- ur mjög vel þó að skólakerfið, skólarnir og kennararnir í Nor- egi hafi verið mun strangari en hér. Rúnar segir þó að þetta sé svoh'tið misjafnt, sumir kenn- arar á íslandi séu mjög strang- ir. Þeir segjast einskis sakna frá Noregi nema vina sinna og veð- ursins. Það hafi verið allt öðru- vísi veður úti í Noregi, veturinn miklu betri og sumrin líka. Tuttugu stiga frost á veturna og 40 stiga hiti á sumrin. „Okkur langar samt til að vera hérna á fslandi til frambúðar en við sjáum bara til,“ segir Rúnar. Gaman að ævin- týrinu Það er greinilegt að frægðin í The Boys hefur haft h'til áhrif á strákana enda virðast þeir ekki hafa talið sjálfa sig neitt fræga þó að þeir hafi valdið heilmiklu uppþoti og fengið mikla athygli úti. Þeir segjast aldrei hafa tekið eftir neinni frægð í heimabæ sínum, Pors- grunn í Skelsvik í Suður-Noregi, um tveggja klukkustunda akst- ur frá Osló, enda hafi enginn haft neitt sérstaklega orð á þvf og þeir bara lifað sínu venju- bundna lífi. Það hlýtur þó að hafa verið gaman að gefa út plötur á jafn- stórum markaði og í Noregi og skemmtilegt ævintýri fyrir unga stráka að vera vinsæll þar og fá ástarbréf frá stelpum. Og svo er aldrei að vita nema reynslan úr The Boys komi þeim til góða í nýju hljómsveit- inni. -GHS

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.