Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Síða 19

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.03.1997, Síða 19
Laugardagur 1. mars 1997 - 31 jDcxgur-©ntírat Umsjónarmaður Magnús Geir Guðmundsson IVIoel Að stunda pilluát er ekki verra en að drekka te,“ er nokkurn veginn það sem Noel Gallagher, gítarleikari og leiðtogi Oasis, lét hafa eftir sér á dögunum og hefur valdið enn einu írafárinu í kringum þessi bresku poppgoð. Hversu illa sem þetta nú hljómar með tilliti til æskunnar, sem menn óttast að taki þetta bókstaflega, svo ekki sé nú meira sagt, er þó út af fyrir sig hægt að leið gild rök að því að þetta sé samt rétt, að minnsta kosti og þá ekki Friðrik Karlsson, sem nú er að gera það gott í landi Engilsaxa, var útnefndur gítarleikari ársins 1996. Helstu stað- hvað síst hér á landi, er það nefnilega lífsspursmál fyrir marga að gleypa pillur í „massavís" svo þeir geti haldið sér gangandi. Það getur því vel verið að of mikið sé gert úr þessum orðum poppstjörnunn- ar, þau tekin of bókstaflega, þó menn eins og hann verði auð- vitað að hafa sín takmörk eins og aðrir. E.t.v. kann það svo líka að vera rétt að Gallagher hafi bara verið að segja þetta til að hrella keppinauta sína í Blur. Hann lét þau orð einmitt falla á sama tíma og nýja lagið þeirra, Be- etlbum, fór rakleiðis á toppinn í Bretlandi. Náði hann með þessari yfirlýsingu alveg að skyggja á þenn- an árangur Blur. Þessu halda margir fram, en þetta kann samt bara að hafa verið tilviljun. Og raunar má fullyrða að svo hafi bara verið, því þegar grannt er skoðað féllu þessi orð í kjölfar þess að Brian Harvey söngvara East 17 var sparkað vegna ummæla og neyslu eiturlyíja (nánar tiltekið E-pillunnar) Hefur Gallagher, sem líka hefur verið þekktur fyrir óheilbrigðan lifnað, því Noel Gallagher leiðtogi Oasis hefur enn einu sinni tekist að valda ókyrrð í bresku pressunni. öðrum þræði verið að gefa íjöl- miðlunum langt nef, ef að líkum lætur. Annars er það af Noel, Liam bróður hans og félögum þeirra í Oasis að segja, að þeir vinna nú að krafti að nýju plötunni. Ein 15 lög hafa verið tekin upp, en gert er ráð fyrir að platan inni- haldi 12. reyndir hátíðar Eins og sjálfsagt ílestum er kunnugt voru íslensku tónlistarverðlaunin afhent fyrir rúmri viku í hófi á Hótel Borg. Var allt í allt um 17 flokka að ræða sem verðlaun voru veitt fyrir auk þess sem á dagskrá voru skemmtiatriði og afhending viðurkenninga fyrir söluhæstu plötur ársins 1996. Þær plötur sem afgerandi mest seldust voru Merman með Emilíönu Torrini, sem seldist í um 11 þúsund eintökum og Strumpajól, sem fóru í rúmum mu þúsund eintökum. Hvað svo verðlaunahafana snertir kom fátt á óvart, nema hvað að fé- lögunum þremur í Botnleðju var hampað meir en ef til vill sumir höfðu búist við.Fengu þeir víst þrenn verðlaun, sem hljómsveit ársins, fyrir bestu plötu ársins, Fólk er fífl og fyrir lag ársins, Hausverkun. Er tríó- ið unga úr Hafnarfirðinum vel að þessum verðlaunum komið. Það var svo líka nokkuð ánægjulegt að Anna Halldórs- dóttir var útnefnd sem Bjart- asta vonin fyrir fyrstu plötuna sína, Villtir morgnar, þó reynd- ar megi segja að þessi fokkur sé nokkuð afstæður. Annars skiptust verðlaimin að öðru leyti þannig, að Friðrik Karlsson var útnefndur gítar- leikari ársins og rauf þar með „sigurgöngu“ Guðmundar Pét- urssonar sem hafði hreppt þennan titil í öll fyrri skiptin þrjú. Félagar Friðriks í Mezzo- forte, Gunnlaugur Briem trommari, Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari og Óskar Guðjónsson saxafónleikari nældu svo líka í verðlaunin í sínum flokkum, þannig að Mezzoforte var eiginlega líka hljómsveit ársins rétt eins og ungu mennirnir í Botnleðju. Bassaleikari ársins var hins vegar Eiður Arnarson, sem er nú í hinni endurreistu Todmo- bile. Textahöfundur ársins var Megas og Stefán Hilmarsson, Friðrik Sturluson og Máni Svav- arsson fengu svo viðurkenning- una saman sem lagahöfundar ársins. Emih'ana var einn gang- inn enn valin söngkona ársins og Bjarni Arason söngvari árs- ins, sem kannski líka kemur nokkuð á óvart, en er fyllilega verðskuldað. „Gamli skalla- popparinn" Gunnar Þórðarson var svo heiðraður sérstaklega fyrir framlag sitt til íslenskrar popptónlistarsögu. Þannig var það nú í stórum dráttum hjá mörgum af popp- urum þessa lands, á hinni óop- inberu árshátíð þeirra. 4 ii liJntA AÁLÍUÁií i iúáá U,i i íÍAÁaÍÍ Máí á . L.ii.t . ,i í|La i 1 ° n 1 wiínWHili • Hlutirnir með Gus gus hópinn ganga eins og í sögu og virðist nú fátt geta komið í veg fyrir að hann verði næsta frægðarfyrir- bæri íslensku þjóðar- innar á heimsvísu. Smáskífan með laginu Believe kom út 17. febrúar og hefur verið að fá jákvæða dóma og nú er svo komin dag- setning á útgáfu fyrstu stóru plötunnar. Kem- ur hún út hjá 4AD í Bretlandi 7. apríl og svo í framhaldinu víðar um heim í dreifingu hjá risum á borð við Warner Brot- hers og Virgin. • Eftir um tveggja ára undir- búning, m.a. fólginn í mótun á stíl með fjölda tónleika, er nú fyrrum bassaleikari Nirvana, Krist Novoselic, loksins tilbúinn að gefa út fyrstu plötuna með hljómsveitinni sinni, Sweet 75. Mun platan bera heitið, Dogs og kemur hún út snemma í mai á vegum útgáfurisans Geffen, sem hafði Nirvana líka á sínum snærum. Það er hinbs vegar ekki á hreinu hvert Novoselic og félagar stefna tónlistarlega á plötunni, en þó er vitað að það verður öðruvísi en fyrrum félagi hans, Dave Grohl og hans kumpánar eru að fást við í Foo Fighters. Það á Novoselic hins vegar sameiginlegt með Suede. Koma ekki til fslands, í bili að minnsta kosti. Grohl nú, að hann skiptir um hlutverk með Sweet 7t, spilar ekki á bassa eins og með Nir- vana, heldur á gítar eins og Grohl með FF. • Undanfarnar vikur hefur það legið í loftinu, að ein af helstu gítarpoppsveitum Breta á síð- ustu árum, Suede, kæmi hing- að til land einhvern tímann í kringum páskana og héldi hér tónleika. Nú er aftur á móti orðið ljóst að af því verður ekki, í það minnsta í þetta skiptið. Önnur þekkt nöfn eru samt á hinn bóginn í umræð- unni, t.d. Liverpoolsveitin hressilega Boo Radleys auk þess sem búist er við að Pro- digy komi hingað enn eitt skiptið. (í það fjórða, ef rétt er munað) Svo hefur blessaður drengurinn hann Damon Al- barn söngvari Blur lýst yfir vilja að halda aftur tónleika hér í sumar, en það ræðst víst af því hvernig sveit- inni gengur í væntan- legri Bandaríkjaför. • Bandaríska rokk- sveitin Collective So- ul, sem á meistara- legan hátt hefur sam- einað kröftugt og melódiskt rokk og þjóðlagaáhrif á tveimur fyrri plötum sínum, Hints... og Collective soul, sendir nú frá sér sína þriðju plötu 10. mars. Mun hún bera titilinn Deciplined Breakdown. • Það er gömul saga og ný að poppheimurinn getur leikið menn grátt og það er eitt að verða ríkur og frægur og ann- að að standa undir því. Þetta sannast nú enn og aftur á söngvaranum Brian Harvey, sem nú á ekki sjö dagana sæla. Fyrrir nokkrum vikum var honum fyrst vikið úr hljóm- sveitinni sinni vinsælu, East 17, sem hann hefur verið með um árabil við miklar vinsældir, vegna eiturlyfjaneyslu og nú fyrir skömmu bættist svo grátt ofan á svart hjá honum er hann ásamt fleirum gekk í skrokk á ljósmyndara einum fyrir utan skemmtistað í Lond- on. Var hann handtekinn skömmu síðar og á yfir höfði sér þunga refsingu.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.