Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.03.1997, Side 9
Þriðjudagur 11. márs 1997 -9
iDagur-®tmtitn
Halldór
Eyjólfsson
áhugamaður um
umhverfis-
og samgöngumál
skrifar
Vegir um hálendið
Framtíðarsýn: Miðhálendisvegur uppbyggður meðfram háspennulínu milli suður- og austurlands ásamt línutengingu til Akureyrar og
vegi til Mývatns í upphafi næstu aldar.
Þjórsárbrúin úrelt
Fljótlega þarf að byggja nýja
2ja akreina brú yfir Þjórsá og
velja nýtt brúarstæði, með tilliti
til hraðbrautar um suður-
ströndina allt til Austurlands.
Núverandi brú er á hættu-svæði
Suðurlandsskjálfta, einnig fjölg-
ar slysum og umferðartöfum á
og við brúna árlega, enda eykst
umferðarhraðinn með hverjum
áratug og þungaflutningavagn-
ar stækka ört. Þetta brúarstæði
hefur vafalaust tahst hagkvæmt
árið 1895, og við hæfi hest-
vagna. Brekkur, blindhæðir og
beygjur henta ekki nútímanum.
Skyggnst til næstu
aldar. Fækkar beygj-
um og breikka brýr?
Þessi þrönga brú var reist 1949
og hún þjónar Rangæingum,
Skaftfellingum og Sunnmýling-
um allt austur á Hérað ásamt
almennri Hringvegarumferð.
Þetta er eina brúin á þessu 230
km langa fljóti, sem klýfur
byggðirnar ofan úr Þjórsárdal
og til sjávar, að undantekinni
virkjanabrú inn á afrétti. Nú-
verandi brú gæti annað innan-
héraðs umferð í náinni framtíð,
svo sem póst- og mjólkurflutn-
ingum ásamt skóla- og áætlun-
arbílum.
Víkingasveit
Vegagerðar
Oftast er talað um 2 brúar-
stæði, það efra við Þjórsárholt,
en á því svæði eru 2 - 3 virkj-
anaáform, með tilheyrandi brú-
argerð, ótímasett. Hitt brúar-
stæðið er við Rauðavatn, ofan
Fljótshóla austur í Háfsnes. Þar
munu aðstæður svipaðar og við
Óseyrarbrú, Markarfljót, Kúða-
fljót og Fjallsá, en þjóðvegir eru
komnir beggja vegna, nr. 305
og 275, en brúna vantar. Nú er
ekki lengur um vorflóð í Þjórsá
að ræða, því uppistöðulón raf-
orkuvera taka við þeim, en það
hefur auðveldað mönnum vinnu
við brúargerð þegar hægt er að
veita vatninu frá á meðan und-
irstöðustólpar eru reknir niður
og gengið er frá grjótvörn á
leiðigarða á þurru. Það sannað-
ist við brúargerð á Skeiðarár-
sandi í haust, að í brúarvinnu-
flokkum Vegagerðarinnar eru
vel þjálfaðir verkkunnáttumenn
með stórvirkan tækjabúnað og
nefnast þeh nú víkingasveit
Vegagerðar, sbr. víkingasveit
Landsvirkjunar (línumenn) og
víkingasveit lögreglunnar.
Veikir
hlekkir á Hringvegi
Þessa tækni ætti að nota við
brúargerð á Þjórsá sem fyrst,
opnist augu Samgöngmnála-
ráðuneytisins á þeim veika
hlekk á Hringveginum, sem ein
EINBREIÐ BRÚ á Þjórsá er.
Undarlegt andvaraleysi viðkom-
andi ráðuneytis og/eða þing-
manna Suður- og Austurlands
um framtíðarveghnu milli
Faxaflóasvæðis og Fljótsdals-
héraðs með suðurströndinni
hefur taíið skipulagsmál í við-
komandi héruðum og gert þau
ómarkviss sbr. þjóðvegur 1 í
gegnum miðbæjarkjarna Sel-
fossbæjar,
með
gerðu
hringtorgi
ásamt trjá-
gróðri og
blómabeð-
um í gamla
þjóðvegar-
stæðinu,
sbr. Borgar-
nes, Mos-
fellsbæ og
víðar. Með
svona
skipulags-
leysi skap-
ast umferð-
artafir og
slysahætta,
því ekki fer
saman akst-
ur barna-
vagna,
gangandi
fólks
akstur
stórra ílutn-
ingavagna.
Það þjónar
ekki nútíð
að þjóðvegir
séu lagðir
eftir heim-
reiðum og
hlöðum
nærliggj-
andi bæja.
Þó má sjá
slíka hand-
vömm í einstaka byggðarlagi
þar sem verið er að leggja nið-
urgrafna og hlykkjótta vegi, líkt
og gert var fyrir 100 árum.
Hraðbraut
Á dögunum gerði
farþegi í bíl á leið-
inni frá Síðu að Sel-
fossi sér til dundurs
að telja brýrnar á
þessari leið, ein-
breiðar og tvíbreið-
ar. Brýrnar voru 28,
af þeim voru
20 einbreiðar.
til Hornafjarðar
Með nútímaflutningatækni þarf
endurbætta vegi og tvíbreiðar
brýr, einnig jarðgöng, sórstak-
lega í Reynisfjall, en Óskar í
Vík, þingmaður Skaftfellinga
gerði tillögur þar um, ásamt
bátahöfn þar og tilheyrandi
vegtengingum.
Verður nýjum
vinnubrögðum beitt í
vegstæðisvali?
Eykst ökuhraði?
Nú þarf brú á Þjórsá, Hólmsá
neðan Djúpóss og Hornaíjarð-
arfljót um Skógey, sunnan flug-
vallar. Einnig þarf jarðgöng,
syðst í Reynisíjalli, undir Al-
mannaskarð í Skarðsdal og inn
af Berufirði undir Exi í Suður-
dal. Einhverjir óvissuþættir
munu vera á þessum slóðum,
en staðkunnugir telja þessa
framkvæmd nauðsynlega í
framtíð. Líklega verður
Þrengslavegur og Ölfusárbrú
vestan Eyrarbakka framtíðar-
veglína um Suðurland, með
sjávarsíðunni austur til Horna-
Ijarðar og síðar að Egilsstöðum
á Héraði. Veglínu þarf að
breyta við Þykkvabæ og í Mýr-
dal.
Bið verði á hálendis-
vegi norðan jökla
Ótrúlegt er að þjóðin hafi fjár-
magn til að gera heilsársveg
norðan jökla meðan verið er að
ljúka við og endurbæta hring-
veginn, en atvinnulífið kallar
stíft eftir hraðbrautum vegna
þungaflutninga.
Kort
Það mun örugglega koma vegur
frá Mývatni beint suður sanda
til Suðurlands. Hliðarvegur
verður frá efstu drögum Sand-
múladalsár til Austurlands
sunnan Dyngjufjalla en norðan
Vaðöldu, um nýja brú á Jökulsá
á Fjöllum við Upptippinga, og
þaðan norðan FögruQalla en
sunnan Hvannstóðsijalla að
Laugafelli. Þar er komið á upp-
hleyptan veg, og er þá greiðfært
til Egilsstaða og bærileg slóð
suður að Snæfelli. Það verður
ekki reynt að tímasetja þessa
vegi, en hitt er líklegt að stað-
setning sé í nánd, varla verður
malbikað fyrr en eftir árið 2020
- 30. Meirihluti umrædds veg-
stæðis er sléttlent, mest sandar,
möl og hraun. 4 aðilar þurfa að
koma að staðsetningunni, svo
að hægri höndin viti hvað sú
vinstri er að gera og peningum
sé ekki eytt að óþörfu eins og
gerst hefur.
Einn hálendisvegur
milli Mývatns og
Rangárþings
Einn hálendisvegur milli Mý-
vatns og Rangárþings, með
tengingu til Austurlands við
Sandmúladalsárupptök, en ekki
þrír eins og nú horfir.
Æskilegt samráð viðkdmandi
stofnana verði haft um framan-
Það mun örugglega
koma vegur frá Mý-
vatni beint suður
sanda til Suður-
lands. Hliðarvegur
verður til
Austurlands.
greindan hálendisveg.
1. Línuvegur sem þarf að vera
fær flutningabflum á bygg-
ingartíma viðkomandi raf-
línu, svo og jeppafær allt ár-
ið til eftirlits og viðhalds.
2. Vegagerðin komi að vega-
lagningunni með tilliti til
framtíðarþjóðvegar, en fjall-
vegasjóður annist árlegt við-
hald og merkingar.
3. Sýslumenn eða hreppstjórar
viðkomandi afrétta gæta
þess að rétt sé staðið að
framkvæmdum og gróður-
lönd bætt ef þau spillast.
4. Skipulagsnefnd rfldsins eða
viðkomandi héraða verði
ráðgefandi.
Þeir vegslóðar sem myndast
hafa á undanförnum áratugum
í óbyggðum við rannsóknar-
ferðir og smalamennskur verði
merktir á kortum en ekki hefl-
aðir. Framangreindir ijallvegir
(línuvegir) þurfa að liggja sem
næst línunum svo möstrin virki
sem vegvísar í dimmviðri og
það er einnig kostur þegar
myndatökumenn vilja ekki hafa
möstur í myndefninu.
Skaftfellingur skrifar í
Dagskrána 5/12 1996
Á dögunum gerði farþegi í bfl á
leiðinni frá Fossi á Síðu að Sel-
fossi sér til dundurs að telja
brýrnar á þessari leið, einbreið-
ar og tvíbreiðar. Það var dimm-
viðri og þoka svo talningin er
kannske ekki alveg örugg en
brýrnar töldust vera 28, og
talningu hætt við Þjórsá. Af
þeim voru 20 einbreiðar. Á
þessari leið eru mörg stór
vatnsföll. Þetta er ca 250 km
þægileg leið og einu brekkurnar
eru við Vík. Vegurinn er góður,
hvergi þarf að slá af löglegum
hraða nema í gegnum Vík,
Hvolsvöll, Hellu og við einföldu
brýrnar. Menn eru sammála um
að brýrnar þarf að breikka,
sem er bæði mikið verk og dýrt.
Það þyrfti líka að leggja þjóðveg
nr. 1 utan við Hvolsvöll og þjóð-
vegurinn er utan við þéttbýhð á
Hellu. Þar ætti ekki að þurfa að
minnka hraðann að mati lang-
ferðamanna, nema þá fáu daga
sem hestamannamót eða aðrar
stórsamkomur eru á Gadd-
staðaflötum. Hella og Hvolsvöll-
ur eiga ekki að fá að vaxa yfir
þjóðveg nr. 1 eins og gerst hef-
ur á Selfossi og víðar.