Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Qupperneq 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Qupperneq 8
20 - Fimmtudagur 3. apríl 1997 Jkgur-©nrám Ferðabændur í Fellabæ Mannltf d Austur- landi er í m 'örgum litum. Blaðamaður Dags-Timans fórd fleygiferð í gegnum Austfirðingafjórð- ung d skírdag. Fyrir utan að skoða fjóll ogfirði var sjónum ekki síður beint að fólkinu. Fólkið er firnindunum sterk- ara — einsog segirfrd hér og nú. Hér voru sautján gestir í nótt, en í það heila getum við hýst 40 manns. Það er talsvert af ferðafólki hér um þetta leyti árs, ekki síst fólk sem kemur til að vera við fermningar, en núna er verið að ferma í Egils- staðakirkju og eins í Áskirkju í Fellabæ. Margir komá hingað austur vil að vera við þær, sagði Þórunn Sigurðardóttir á Skipa- læk í Fellabæ. Hún og Grétar Brynjólfsson, eiginmaður henn- ar, reka bændagistingu og eru býsna umsvifamikil á þeim vett- vangi. Það er mikið bókað hér í sumar, segir Þórunn. Aðspurð segir hún að margir hafi veit fyrir sér bæjarnafninu Skipa- læk, en býlið er byggt út úr landi Ekkjufells. Nafnið er dregið af því að í mýrinni hér fyrir ofan bæinn er kelda og lækur frá henni fellur hér fram í Lagarfljót. Við þann lækjarós eru síðan gamlir ferjusteinar - þar sem var lægi ferjuskipa sem gengu yfir Lagarfljót, áður en það var brúað, segir hún. Á fiskhjölliim við Stöðvaríjörð Á fiskhjölfunum, sem standa skammt utan við kauptúnið við Stöðvarfjörð, hittum við þá Tómas Björnsson og Óiaf Gutt- ormsson, starfsmenn Gunnars- tinds. Þeir voru í sannköUuðum víkingaham að hengja upp þorkshausa, þegar við hittum þá. Nígeríumarkaður kallar. Bolfiskvinnslan er núna að fara aftur af stað, en hún hefur legið í láginni síðan í september. Það hefur ekkert verið fryst síðan þá, það er mikið búið að vera í loðnu, segir Ólafur Guttorms- son. Hann er heimamaður á Stöðvarfirði, og hefur búið þar alla sína tíð. Tómas er hinsveg- ar aðfluttur frá Austurlöndum Qær, en móðir hans býr með Birni Guðmunssyni, sem stýrir útibúi Landsbankans á staðn- um. „Það er algjört lágmark að greiða fólki 70 þús. kr. iaun á mánuði. Minna má það ekki vera. Nei, ég geri ekki ráð fyrir því að mitt atkvæði verði þungt á metunum þegar fólk segir álit sitt á þessum samningum," seg- ir hann.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.