Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 03.04.1997, Blaðsíða 10
22 - Fimmtudagur 3. apríl 1997 lOagur-Œhmrat RADDIR FOLKSINS Frd lesendum... Heimilisfimgið er: Dagnr-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58, 602 Akureyri Heilbrigðisumræða undir rós Umræða sú er fram fór í Ríkissjónvarpinu sunnu- daginn 16. mars um heil- brigðismál var vægast sagt af- skaplega einlit, enda heilbrigð- isráðerra með íimm aðstoðar- menn í ráðuneytinu, er tóku að sjálfsögðu aðeins upp sparnað- arhanskana er nú eru notaðir. Ilópur lækna var mættur, hluti af landsbyggðinni og hluti úr Reykjavík, einnig tveir hjúkrun- arfræðingar að virtist. Engan sérstakan fulltrúa neytenda, sjúklinga, var að sjá í þætti þessum, utan verkalýðsleiðtog- ann af Austijörðum, heimspek- inginn úr Reykjavík, og fulltrúa Iláskólans á Akureyri. Stjórnmálamenn köstuðu síðan prósentusjónarmiðum og milljónatölum fram og til baka í umræðunni, þannig að fáir færðust nær kjarna málsins fyr- ir vikið. Hin vasklega framganga Húsavíkurlæknisins í pallborði var svo sannarlega til þess að hrópa húrra fyrir, því hann reyndi að draga þær stað- reyndir fram að ef gæði þjón- ustunnar eigi að vera áfram, þá verður sparnaði að linna. Hann kom einnig inn á hina nauðsyn- legu skoðun mála í víðu sam- hengi, sem er uppbygging heilsugæslu almennt í landinu. Samtökin Lífsvog hafa einkum og sér í lagi talið skort Reykvík- inga á heimilislæknum og notk- un grunnheiisugæslu almennt á höfuðborgarsvæðinu eitt af vandamálum heilbrigðisþjón- ustu, er ekki hefur tekist að leysa. Það kann nefnilega að muna okkur skattborgara nokkrum krónum hvort leitað er til sér- fræðings eða heimilislæknis með heilsuvandamál. Sérfræð- ingurinn leysir að sjálfsögðu vandamál sjúklingsins, en það kostar meira, af því hann er sérfræðingur. Ef sjúklingur er ekki með heimilislækni kemur enginn til með að halda utan um hans heildarsjúkrasögu, þannig að sá hinn sami gæti þurft að leita til margra lækna til þess að fá heildaryflrlit sinn- ar leitunar í heilbrigðiskerfið. Ef sjúklingur hefur heimilis- lækni ber sérfræðingi að senda heimilislækni afrit af hverri þeirri aðgerð er hann fram- kvæmir á sjúklingnum. Aðgang- ur að upplýsingum sem slíkum á einum stað getur verið mjög mikilvægur í neyðartilvikum. Heimilislæknirinn gegnir því lykilhlutverki heilbrigðisþjón- ustunnar, og með öllu óskiljan- legt að hluti Reykvíkinga sé án þeirrar þjónustu. Landsbyggðin situr allsendis ekki við sama borð hvað varðar aðgang að sérfræðingum, líkt og fólk á höfuðborgarsvæðinu, einfald- lega vegna þess að sérfræðing- ar starfa í litlum mæli úti á landi, í hinum einstöku sér- fræðigreinum. Eftir því sem einn yfirlæknir sagði í þætti þessum kemst sá hinn sami ekki út á land nema með sitt eigið aðstoðarfólk, að virðist. Það mætti kannski nota þyrlur, líkt og fyrrverandi ráðherra nefndi, til þess að flytja sér- fræðingahópinn út á land í stað þess að flytja alla landsbyggð- ina í hina sérhæfðu Reykjavík. F.h. Lífsvogar, Guðrún M. Óskarsdóttir Ásdís Frímannsdóttir. Tímabær reiðhaUarsýníng H E S T A R t við Baldvin Ara. ð jjessu sinnu lx-ims»kja HP5T.\M(VT Halilvia Ara .(luðlawgjwwi * Akurcyri mn rekur. ásnmt hróður \ri fódur. inikla luwuwni- |>,>ir hafa tuí nýioklð wó að i histhú* fvTlr 45 hesta hauuhúsi «8 reiðakenun* utn það hil að komast und- k írssnr hyggingar hnfa í lUiðurlwUÍ þar sem yngri húsivbytóðín er á Akureyri. ð em uríán mórg nr 9io*» ín Ari skipaM s#r t Gokk ttu kiutpa londatns. H»m> • vnríö stórU-kur i>aAí i ngakeppmtm og i sýningum dugripa Par rfa* hát» uófn «« Gafad frá Sauðárkráki var hiMt dírmda kynhóu- sið á síðasta nrí. Prúður frá •a-Asl. Ilrafntlnna frá 0*Wk, , frá pverá ■■V. flelrl o« fldrí tarfsemln heíur snrtám sam- erið nð f*m úi kvíarnar því i<r okkl oingöngu umtlA ad ningu og þJÁIfun heldur er asahi st»r hluti surfsom- »r o« »mi eru rasktunarniálin tin fi fulla r«*rð. I’t’lr feðgar t jftrftitta Eíri-Hnuðalak; í •gáidal þ«r seut þefr > „íaur stóðmorar. 1 stótnnu «ar 1. verðlauna hryssuttum Kannskl fáum vW afl sjá kapp- itnn á vt»r*jfnlnfftil>nl þar. f>á tr Ijósvakl, frirljós foll á 5. vottir tttwian Kjarval. f þjálfun. 1‘csst hestur var sýndur Ira vetra i fvrra ojt ftír vol af *tað «» mi þrwsknst v«l og mlkd viíUttr á hotumt. Han« sigrnði nyverio a vetraríeikum í Ityjaflrftl. klóðtr i.jósvaka er Kvik;. frá Urú.t «tm cr untlan Kvtk.ii frti GrðnrgiU og Orrt. frá U6skuldMti»ðum *m vnr f báðar irttir af Sauðárkröks- hrttssum. W <* móálédtur f.tll Hegri fr.i Ghrslbw í Skaganrðt undnn tVeigl ftá Hugumyri op og Kolfinnu 3783 frá vn hún er móðlr **ðí»K*ú»s Sol- va frá l>la-sih.it swn Cunnnr Arn- arsott sýndl á síttum limn. hetta or mjðg ofiúk gur fnli olns og hann á kyn tíi flfsi frá Ettglmyn. utuhtn Ptílstjörnu frá Nosi i Aðal- dal tig Safir frá Viövik er f þjáll- un hjá tlaW'ln- OW cr tnlkil klárhoslstýpa. Máðlr hans vaklí á sfnum tinta nsikla athygli á lattdsmóttnu á Vlndhelmamehtm 1990 en tmn f«r þá f 1. vcrðlaun. Mjög góö tölthrysst, Undan Saftr Irá Vlðvfk oru nú nð ktmm ftam á sjómtrsvlði hiipur ttí brátVfnl- legitm irjppmn. S.tfir e.r som ktmnugi or nlbróðlr Vlðars fra V'tftvfk uttdan Hrafnl frá Holhe HESTA- Ma^ar efniOjoaiJM £& S SSS S ’JSSS - £ *S-“LÍ=* ncfndt natnvtn u. “iaffrsdólttirinn Nntfð fró Oa'U . Svarfnðardal. Móðir hrimivr er Franitíð frá f»*B. I'ossi hrjssa hoíur b*ði tniktnn fótnburð og , snian upp « *>" ..... ,-ii Haldvin Ari liefur nstunt Slg- urbirni Bárðarsynl vrlð hvttð drígsiur Á þolm markaðl. Hann or* hjartsýim á s*iht Jinngað on skyldufyrlrtækí og upphygging- ln f fullum gangi. Kn það k<»m fratn nð fyrir þá *etu sUka nt- vfnnu etunda þi *ó .ihjekvít'tui- logt að kmna sór upp nðstSou lil imiiþjnifun.ir. Helðskonunan sft Hestamót, Kára Arnórs- sonar í Degi-Tímanum er einn af þessum föstu punktum í tilverunni þar sem hægt er að hrista af sér gráma hversdagsins og gleyma sér í hugleiðingum um íslenska hest- inn. Þetta framtak Kára og Dags-Tímans er vert að lofa og er því hér með komið á fram- færi. Reyndar er ástæðan fyrir þessu greinarkorni sú að mér þótti umfjöllun Kára um sýn- ingu Féiags tamningamanna sem haldin var helgina 21.-23. mars s.l. ekki sanngjörn. í byrjun umfjöllunar sinnar hefur Kári á orði að sýningin hafi að þessu sinni verið óvenju snemma og að sum hrossanna hafi ekki náð því útliti sem best hæfir til sýninga. Hvað tíma- setninguna áhrærir er það að segja að margir sækjast eftir því að halda sýningar í reiðhöll- inni og flestir á sama tíma. Því er verið að reyna að teygja á því eins og kostur er til að koma sem flestum sýningum að, því áhugi hestamanna á sýningahaldi í höllinni er mikill. Þess vegna er mikilvægt að blaðamenn og gangrýnendur þessara sýninga séu ekki að hafa á orði með neikvæðum hætti atriði eins og hárafar hrossanna í mars, sem enginn getur orðið við, nema kannski Guð almáttugur. Það er ekki meira en hálfur mánuð- ur liðinn frá hestasýningu á Reykj avíkurtj örn þar sem hrossin voru öll kafloðin og þótti engum nein goðgá. Von- andi verður slíkt tjarnarmót árviss viðburður og von- andi verða vetra- sýningar í reið- höllinni sem flest- ar í framtíðinni. Þá vona ég líka að íslenski hesturinn verði áfram í sín- um vetrarhárum því það hæfir honum svo sannarlega vel á þessum árstíma. Annað sem ég vil mæla á móti í umfjöllun Kára um sýn- inguna, er sú ábending hans til FT að í stað þess að vera með sjálfstæða sýningu eigi þeir frekar að koma fram með atriði á sýningum hjá öðrum s.s. Fáksmönnum og norðan- og sunnanmönnum. Sýningar í reiðhöllinni eru alltaf að þróast og því eiga áhugasamir gagn- rýnendur eins og Kári ekki að vera með tilburði til að njörva framsækið skapandi starf niður í eitthvað óumbreytanlegt sem þó á sér ekki lengri sögu en ör- fá ár. Sýning eins og sú sem Fé- lag tamningamanna stóð fyrir er ekki bara sýning á tamningu. Hún er líka mikilvæg auglýsing fyrir unga knapa sem báru þessa sýningu uppi. Á annað þúsund manns sótti sýninguna um helgina og á ég svo sannar- lega von á því að hinir ungu og efnilegu knapar sem þarna sýndu, komi til með að fá tilboð frá þeim sem sóttu sýninguna með það í huga að velja sér góðan tamningamann. Að lokum vil ég þakka Félagi tamningamanna fyrir vandaða og snurðulausa sýningu um leið og ég bið þá velkomna í húsið aftur, hvort sem það verður í haust eða næsta vetur. Kær kveðja, Óskar Bergsson, formaður rekstrarstjórnar Reiðhallarinnar. Tvíþýða Hér víkingar berjast med bliknandi móð og brosin á andlit þeir þvinga. Nú lifir hér andfúl og úrkynjuð þjóð svo ástsjúk að hún er að springa, hún nöldrar um kaupmútt og kreppu hvern ■ dag og kirkju sem andskotinn stjórnar. Hér góðœristuggan mun tryggja þeim hag sem tútna er múgurinn fórnar. Hér leika sér auðmenn með úttroðinn sjóð, þeir öreigum daglega farga. Og svo er hér önnur og enn verri þjóð sem aldrei mun takast að bjarga, því hún hefur bölvanlegt baráttuþrek sem byggir á þörfum hins ríka og reyndar er samviskan svört eins og blek og siðblindan hún er þar líka. Já. lijðu í allsnægtum íslenska þjóð og áfram ífor máttu sulla. Og lijðu með þrœlslund sem þér finnsl svo góð og þingmenn sem Ijúga þig fulla. Pvi víst er að seint verður samviskan hvít og siðblindan aldrei mun víkja. Já, aum er sú trunta sem treður í skíl og tugguna verður að sníkja. Kristján Hreinsson. Höfundur er skáld í Skerjafirði. 9 Óþolandi þegar aðal laginu í uppáhaldssjón- varpsþættinum manns er breytt! Meinhornið fagnar því að Krókódílaskór séu aftur komnir á dagskrá en vili heyra titillagið aftur. Eldamennska er áþján konunnar. Hver nennir að skipuleggja hvað á að vera í kvöldmatinn? Hafragrautur og ýsa á minn disk. Á hverjum degi! Veðráttan er algjörlega óþolandi, frost sunnan- lands og allt eins að búast megi við hreti á næstu vikum - og það þó að sumardagurinn fyrsti sé að nálgast. Háspenna-Lífs- hætta Þá er handknattleikslið KA komið í úrslitarimmuna í íslandsmótinu í þriðja sinn. Ritari S$S var staddur á Stór-Reykjavíkursvæðinu um páskana og brá sér í Strandgötuna í Hafnarfirði á leik KA og Ilauka sl. laugardag ásamt börnum og barnabörnum. Allir vita jú hvernig leiknum lyktaði, en það var sannkölluð há- spenna- lífshætta í Hauka- húsinu þennan laugardag. Ritari var mættur í húsið klukkutíma fyrir leik og það verður að segja eins og er að hann hefur sjaldan eða aldrei orðið vitni að öðrum eins hávaða og var framleiddur í hátalarakerfi hússins fyrir leikinn, nema ef vera skyldi í KA-heimii- inu á Akureyri. Það er eng- in lygi að gólf hússins hreinlega titraði. Þessi há- vaði var örugglega langt yfir þeim mörkum, sem tal- in eru eðlileg og var því um hávaðamengun að ræða sem gerir engum gott. Ótrúlegur háfaði sem þjónar engum tilgangi Það eru því tilmæli ritara að þeir sem stjórna þess- um tækjum í íþróttahúsum bæði norðan og sunnan heiða stilli nú tækjum sín- um í hóf á handboltaleikj- um í framtíðinni. Það er staðreynd að þó nokkur hópur fólks, sérstaklega þeir eldri, veigra sér við að mæta á leikina vegna þessa ótrúlega hávaða, sem að mínu viti þjónar engum til- gangi og breytir engu um úrslit leikja en er mörgum til ama. En þá í allt annað. Spúandi stóriðju- ver Það er alltaf gaman að koma suður. En í þessari páskaferð datt ritara í hug að þegar og ef aliar hug- myndir um stóriðju verða að veruleika á suðurhorn- inu þá hallar enn á búsetu á landsbyggðinni. Spurn- ingin er auðvitað sú hvern- ig þeir ferðamenn sem til landsins koma taka mörg- um spúandi stóriðjuverum. Þeir eru jú fiestir komnir hingað til lands til að njóta kyrrðarinnar og losna und- an stressinu og mengun- inni í stórborgum erlendis. Það er þó bót í máli að við íslendingar eigum stórt land og náttúruperlurnar, sem þeir ætla að skoða, eru flestar á landsbyggð- inni. Þeir sem stjórna ferðamálum á íslandi ættu því að hugleiða hvort ekki á að beina ferðamönnum í ríkara mæli beint út á land og gleyma suðvesturhorn- inu með spúandi stóriðju- verum. Umsjón: Svavar Ottesen.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.