Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.04.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.04.1997, Blaðsíða 2
14 - Miðvikudagur 9. apríl 1997 jDagur-'CÍIhmmt Sennilega hef ég aldrei passað inn í þetta hefð- bundna kassasamfélag og því farið margar ótroðnar slóð- ir,“ segir Kristinn Pálsson bygg- ingarmeistari á Selfossi. Um þessar mundir eru liðin þrjú ár síðan Kristinn ákvað að breyta um starfsvettvang, en eftir margra ára erilsamt starf í verktakavinnu ákvað hann að söðla um og róa á nýjum mið- um. Hann losaði sig úr þeim rekstri sem hann var í, seldi sína hamra og sagir, og réðist til starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna í Mósambik. Þar var hann við störf í fimmtán mán- uði. Frá vormánuðum 1995 hefur Kristinn starfað hjá SÞ í Angóla. Friðvænlegra útlit Um áralangt skeið hafa stríð- andi fylkingar barist á bana- spjótum í Angóia. Annarsvegar stjórnarliðar FFA sem fylgja kjörnum forseta landsins og Fyrir tilstilli meðal annars SÞ horfir nú friðvænlegar í landinu en verið hefur um langt skeið. „Já, það lítur allt mun frið- vænlegar út í Angóla en var og starf SÞ tek- ur mið af því. Allt friðargæslu- starf hefur breytt um takt. Ráðningartími okkar til veru í landinu verður sjálfsagt fljót- lega breytt úr 6 mánaða samn- ingum niður í tvo mánuði. En segjum nú sem svo að friður kæmist endan- lega á þá tekur það starfsmenn SÞ aldrei skemmri tíma en hálft ár að koma sér á brott til næsta lands þar sem þörf kallar. Óum- „Óumdeilt hefur drangur ndðst í dtt til friðar í Angóla og Kofi Annan, aðalritari SÞ, hef- ur reynst fylginn sér að leiða stríð- andi fylkingar til samningau Byggingaframkvæmdir i fullum gangi. Kristinn er her annar fra hægri a þessari mynd og er hér í hópi byggingaverkamanna, sem eru innfæddir Angólamenn. hinsvegar honum and- Unita-skæruliðar, deilt hefur árangur náðst í átt til friðar í Angóla og Kofi Ann- aðalritari, hefur reynst fylginn sér að leiða stríðandi fylkingar til samninga," segir Kristinn þegar an snun- Angóla er skyggða landið á Afríkukortinu hér til hliðar. Landið er að flatarmáli tólf sinnum stærra en ísland. íbúar eru um 9 milljónir. blaðamaður Dags-Tímans ræddi við hann á heimili hans á Selfossi um síðustu helgi. Angóla er auðugt land Starfsemi SÞ í Angóla er afar fjölbreytt. Öll lýtur hún að sama marki; því að viðhalda friði í landinu og standa að upp- byggingar- starfi. Starfs- menn SÞ í landinu eru um 7.000 og þar af starfa um 5.000 við friðargæslustörf. Kristinn starfar hjá bygginga- og verkfræðideild SÞ, og er verksvið hans að veita forstöðu tré- og járnsmíðaverkstæði og stórri birgðageymslu, þar sem um 60 menn vinna undir hans stjórn, allt innfæddir. Frá verk- stæðinu og birgðaskemmunni er miðlað vörum til fjölþætts uppbyggingarstarfs víðsvegar um landið sem er um 1.24 millj. ferkflómetrar að flatarmáli. íbúar eru um 9 milljónir. Land- ið er nær allt ein háslétta, í 1000 til 2000 m hæð. „Þetta er óvenjulega auðugt land, þar eru olía og demantar í miklu magni. Meðalhiti er um 30 stig, en getur slegið í allt að 50 gráður á góðum degi,“ segir Kristinn. Vel að mönnum búið Kristinn Pálsson segir að starfið hjá SÞ sé ágætlega launað og þokkalega að mönnum búið. Svo þurfi líka að vera, eigi Framkvæmdir í fullum gangi. Kristinn Pálsson og Kristín Þorfinnsdóttir á Selfossi sem hafa síðustu ár starfað í Angóla á vegum Sameinuðu þjóðanna. „Góðu minningarnar sitja eftir, en þegar ég loka augunum og rifja upp minningar Angóla, þá sé ég auðvitað fyrir mér...“ segir Kristín hér í viðtalinu. Hér sést hún halda á skildi frá SÞ sem hún fékk fyrir vel unnin störf á þeirra vegum Mynd-sbs. menn yfir höfuð að fást til að starfa víðs fjarri heimalandi sínu. Vinnutíminn er frá kl. 7.30 á morgnana og til kl. 17, sex daga í viku. Frí fær Kristinn aðeins í sex vikur á ári, og nú mun hann dveljast hér heima fram í byrjun maí. Það tekur minnst 20 tíma að fljúga heim til íslands frá Angóla, frá Lu- anda, höfuðborg Angóla til Jó- hannesarborgar í S-Afrfku, þaðan til Lundúna og áfram til íslands. „Gott að vera með manninum mínum“ „Mér finnst alltaf gott að vera með manninum mínum,“ segir Kristín Þorfinnsdóttir, eigin- kona Kristins. Þau hjón eru barnlaus og þannig hafa mál þróast að nú starfar Kristín hálft árið á íslandi, en er hinn helming ársins í Angóla. „Fyrsta árið, 1994, þegar Kristinn var úti í Misambik fór ég út og var þar í stuttan tíma. En í ágúst 1995 fór ég til hans út í Angóla og kom ekki heim fyrr en í febrúar árið eftir. Sama hátt höfðum við á í fyrra og núna kom ég heim í febrúar. Hér á Selfossi starfa ég hjá KPMG-Endurskoðun og nú er starf mitt þar eiginlega komið í þann farveg að ég kem í skatta- framtölin og fer þegar við erum búin í þeim,“ segir Kristín. Á liðnu hausti byrjaði Kristín að sinna einstökum verkefnum hjá brasilískum verktökum sem starfa fyrir SÞ í Angóla. Einkum starfaði hún í bifreiðadeild SÞ í landinu, en gerðar eru út alls um 3.000 bifreiðar á vegum þeirra. „Það felst auðvitað visst öryggi í því að vera orðin

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.