Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.04.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.04.1997, Blaðsíða 6
18 - Miðvikudagur 9. apríl 1997 |Oagur-'®ímtrat MENNING OG LISTIR Sjö stelpur hjá L.M.A. Haukur Ágústsson skrifar Laugardaginn 5. apríl frumsýndi Leikfélag Menntaskólans á Akureyri verkefni sitt á þessu skólaári í Samkomuhúsinu á Akureyri. Það er leikritið Sjö stelpur eftir Eric Thorstensson. Leikstjóri uppsetningarinnar er Guðbjörg Thoroddsen. Sjö stelpur gerist innan veggja upptökuheimilis fyrir unglingsstúlkur, sem hafa ánetjast fíkniefnum. Saga þeirra er rakin og einnig fjallað um aðstæðurnar, sem upptöku- heimilið starfar við, meðferðar- aðferðir og vandamál, sem upp koma vegna viðhorfs til þeirra, ÞJÓDLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00 FIÐLARINN Á ÞAKINU Eftir: Boch/Stein/Harwick; FRUMSÝNING föstud. 18. apríl 2. sýn. laugard. 19. apríl 3. sýn. miðvikud. 23. apríl 4. sýn. laugard. 26. apríl. 5. sýn. miðvikud 30.apríl KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams 7. sýn. fimmtud. 10. apríl Uppselt. 8. sýn. sunnud. 13. apríl Uppselt. 9. sýn. miðvikud. 16. apríl Örfá sæti laus. 10. sýn. fimmtud. 24. apríl Örfá sæti laus. 11. sýning sunnud. 27. apríl Nokkur sæti laus ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Aukasýning Föstud. 11. apríl. kl. 20.30. 90. sýning, allra síðasta sinn VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Laugard. 12. apríl. Sunnud. 20. apríl. Föstud. 25. apríl LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Sunnud. 13. apríl kl. 14.00 Sunnud. 20. apríl kl. 14.00 þriðjud. 22. apríl kl. 15.00 Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SK/EKJA eftir John Ford Laugard. 12. apríl kl. 20.30 Uppselt. Sunnud. 20. apríl kl. 20.30 Uppselt. föstud. 25. apríl kl. 20.30 Aukasýning laugard. 19. apríl kl. 15.00 Uppselt. Aukasýning þriðjud. 29. apríl kl. 20.30 Síðustu sýningar Athygll er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekkl er hægt að hleypa gestum Inn í salinn eftir að sýning hefst. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga. sem fallið hafa, en eru að reyna að komast á réttan kjöl á ný. Sterkt verk Þetta er á margan hátt sterkt verk. Flytjendur verða að kom- ast inn í hugarheim unglingsins og ekki síður fíkilsins. Hið fyrra vefst að sjálfsögðu ekki fyrir hinum ungu leikurum í Leikfé- lagi MA, en innlifun í hið síðara er tíðum mikil og lofsverð. Edda Hrönn Sveinsdóttir leikur Barböru. Átök hennar við umhverfl sitt og sjálfa sig, sem koma meðal annars fram í vel unnum óhemjuköstum, voru víða verulega sterk og var túlk- un hennar samfelld og sann- ferðug verkið á enda. Maja er leikin af Freyju Dögg Frímannsdóttur. Hún kemst víða vel frá hlutverki sínu, svo sem í einræðu sinni og viðfang- inu við Eirík, starfsmann á upp- tökuheimilinu. Ása er leikin af Berglindi Ósk Karlsdóttur. Hlutverkið er í heild hljóðlátt og kemst Berg- LEIKFELAG AKUREYRAR Leikfélag Akureyrar Vefarinn mikli fró Kasmír Leikverk byggt á skáldsögu Halldórs Laxness Handrit: Halldór E. Laxness og Trausti Olafsson Tónlist og leikhljóð: Kristján Edelstein Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Búningar: Hulda Kristín Magnúsdóttir Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Leikstjórn: Halldór E. Laxness Aðalhlutverk: Þorsteinn Bachmann og Marta Nordal Auk þeirra: Hákon Waage, Guðbjörg Thoroddsen, Jón Júlíusson, Sunna Borg, Aðalsteinn Bergdal, Þróinn Karlsson, Þórey Aðalsteinsdóttir og Jónsteinn Aðalsteinsson. Frumsýning á Renniverkstæðinu, Strandgötu 49, föstudaginn 11. apríl kl. 20.30. - UPPSELT 2. sýning laugardaginn 12. apríl kl. 20.30. - UPPSELT Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Simi í miðasölu er 462 1400. |Dagur-^ItnTtnrt - besti tími dagsins! lind Ósk allvel frá því. Símtalið við móður sfna gengur heldur hratt, svo að það nær ekki að fullu áhrifum, en gosið eftir það sldlar sér vel. Gunnu leikur Hadda Hreið- arsdóttir. Hún er iðulega skemmtilega brussuleg í túlkun sinni, en er á stundum nokkuð ósnortin af því, sem er að ger- ast á sviðinu. Berglind Gylfadóttir fer með hlutverk Elsu. Hún nær allgóðri samfellu í túlkun sína og nær sér til dæmis vel á strik, þegar hún kemst að því, að til stendur að útskrifa hana. Hildur Friðriksdóttir leikur Marfu Lovísu. Hún er blóma- barnið á upptökuheimilinu. Hildur nær vel til þessarar dreymnu persónu, sem virðist lifa í annarri veröld en aðrir í umhverfl hennar. Guðrún er er leikin af Stein- unni Sigfúsdóttur. Hlutverkið er smátt og hljóðlátt. Yflrmann upptökuheimilis- ins, Óla Ágústsson, Ieikur Grét- ar Orri Kristinsson. Hann kemst bærilega frá hlutverkinu, en framsögn hans líður nokkuð fyrir lestón. Einnig hættir hon- um til þess að bregðast ekki við framrás verksins sem skyldi. Starfsstúlkuna Steinu leikur Harpa Elín Haraldsdóttir. Hún er röskleg í túlkun sinni og nær langtíðast að skapa vel trúverð- uga persónu. Starfsmanninn Svein Gabríel Pálsson leikur Snorri Örn Clau- sen. Snorri hefur í heild góð tök á persónunni og er yfirvegaður í túlkun sinni. Hólmar Örn Finnsson leikur starfsmanninn Eirík. í túlkun sinni fíður Hólmar Örn verulega fyrir þann mikla aldursmun, sem er á honum og persónunni, sem hann á að túlka. Hann kemst þó bærilega frá hlutverk- Freyvangs- leikhúsið Sýnum firna fyndinn gamanleik: „Meb vífib í lúkunum" eftir Ray Cooney Leikstjóri: Hákon Waage 20. sýning föstud. 11. apríl kl. 20.30 21. sýning laugard. 12. apríl kl. 20.30 Síðasta sýningarhelgi. Miöapantanir í síma 463 1195 milli kl. 18og20. Á öörum tímum er hægt at> panta í gegnum símsvara. Úr sýningu LMA „Sjö stelpur." tnu. Barnaverndarfulltrúann Að- alstein leikur Hilmar Kristjáns- son. Hlutverkið er ekki stórt, en skiptir þó miklu máli, þar sem Aðalsteinn er fulltrúi yflrvald- Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir: Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen í þýöingu Einars Benediktssonar í Bifröst miðvikudaginn ð. apríl kl. 20.30 aukasýning sunnudaginn 13 apríl kl. 17.00 Gestaleikari: Gunnar Eyjólfsson Leikstjórar: Gunnar Eyjólfsson og Einar Þorbergsson Miðapantanir í síma 453 6762 sýningar- dagana, kl. 10-12 fyrir hádegi Leikfélag Sauðárkróks anna í verkinu. Því miður er framsögn Hilmars mikfu of hröð og tæpfega unnt að skilja nokkurt orð af því sem hann segir. Framsögn mætti vera betri Leikstjórinn, Guðbjörg Thor- oddsen, hefur í heild unnið all- vel með hinum ungu leikurum MA. Siðsferð er jafnan í góðu lagi og ýmsar senur ganga skemmtilega upp, svo sem við morgunverðarborðið og ýmsar átakasenur. Hins vegar hefði þurft að huga betur að fram- sögn í nokkrum tilfellum og einnig því, að ekki kæmu upp líflausar stöður eða flöt atriði, sem eru nokkuð víða í verkinu. í leikskrá segir í ávarpi stjórnar L.M.A: „Ekki var það bara nafnið, sem heillaði stelpustjórnina nú í ár, heldur umræðan um fíkniefnin, sem hefur aukist í þjóðfélaginu og fannst okkur rétt að stuðla að auknum áróðri í þeim efnum.“ Valið á verkefni hefur því ráðist af tveim málefnum, sem hátt ber nú á dögum. Það er vel við hæfi. Leikritið Sjö stelpur tekur á hinu síðara, sem að er vikið í ávarpi stjórnar L.M.A., á áhrifamikinn hátt. Sú umíjöllun á erindi við okkur öll. Það ætti að laða okkur á vit hinna ungu leikara Leikfélags MA, en ekki síður það að eiga þess kost að eyða kvöldstund með ungu, (jörmiklu fólki við verk, sem það hefur gaman af.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.