Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.04.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.04.1997, Blaðsíða 8
20 - Miðvikudagur 9. apríl 1997 jOagur-CÍÍmmm FOLK Söngglaðir íslendingar á írlandi Keith Scott gítarleikari fór á kostum, Reykt folaldakjöt kr. 298,- Bjúgu (dágóð) kr. 298,- Pizza (mjög góð) kr. 289,- Fiskur á hvers manns disk Fiskborðið svignar af soðningu! Ertu með eitthvað á prjónunum? Ef ekki, þá færðu garnið í KJALLARANUM Hrísalundur sér um sína Bryan Adams hylltur af íslendingum, Söngbræður og Papar Söngbræður sungu fyrir ís- lensku gestina á föstudaginn langa á Burlington hótelinu, sem orðið er annað heimili ijölda íslendinga, við mikla hrifningu viðstaddra. Að söng bræðranna loknum, svo og borðhaldi, tók hljómsveitin Pap- ar sig til og lék fyrir dansi svo lengi sem menn nenntu að dansa. Góð hljómsveit Paparnir og miklir stuðboltar. Um 300 íslendingar eyddu páskahelginni í Dyflinni og voru ferðalangarnir almennt sammála um að hið góða orð sem fer af viðmóts- hlýju og glaðlyndi frænda okkar á eyjunni grænu hafl í engu verið ofmælt. Með í förinni var karlakór úr Borgarfirðinum, Söngbræður, sem setti skemmtilegan svip á ferðina og hlaut afar góðar viðtökur hvar sem hann kom fram. Ekki síst á skemmtikvöldi er sópransöng- konan Theodóra Þorsteinsdóttir flutti aríu Leonoru úr óperunni Á valdi örlaganna eftir Verdi, ásamt kórnum. Aðrir fóru til að njóta tónlistar hjá kanadíska rokkgoðinu Bryan Adams, sem John Kelly er búinn að vera leigubílstjóri í Dyflinni í 10 ár. „Ten years too long,“ (tíu árum of lengi) sagði hann, enda var þetta síðasta vikan hans sem leigubílstjóri. Nú er hann væntanlega farinn að gera eitthvað annað, gangi þér allt í haginn Jón! hélt gríðarvel heppnaða tón- leika í The Point Theatre í Dublin. A O’Donoghue’s hof hin heimsfræga hljomsveit Dubliner s feril sinn og e.t.v. á þessi trúbador sem þar lék og söng eftir að slá í gegn á heimsvísu, hver veit. Hinir borgfirsku Söngbræður tróðu að sjálfsögðu upp á O’Donoghue’s við mikinn fögnuð áhorfenda. Vel giftur blaðamaður Ekki var nú byrjunin góð hjá blaðamanni Dags-Tímans því um leið og hann sté fæti sínum á svæðið var myndavélin gerð upptæk. En það kom sér enn eina ferðina vel að vera vel gift- ur ekki síður en Gísli Súrsson, konan smyglaði litlu hand- myndavélinni sinni á svæðið og árangurinn fylgir hér með. Það er skemmst frá því að segja að Adams fór hamförum; við lá að bera þyrfti grjót á þak hússins er hann flutti sinn gamla og góða rokkara, Summ- er of 69 og litlu minni var hrifn- ing gestanna er ballaðan Hea- ven hljómaði. írskir tónleika- gestir komu vel undirbúnir til tónleikanna og sungu látlaust með. Bryan Adams er ekki að- eins skemmtilegur rokkari. Hann er góður. Karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði hlaut feikigóðar viðtökur hvar sem hann kom fram á írlandi, ekki síst er Theodóra Þorsteinsdóttir sópran söng aríu Leonoru úr óperunni Á valdi örlaganna eftir Verdi og Söngbræð- ur hlutverk munkanna. Já, það þrífst menning víðar en í Mjóafirði. gþö/ohr I

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.