Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.04.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.04.1997, Blaðsíða 5
IOai\ur-©mmn Miðvikudagur 9. apríl 1997 -17 VIÐTAL DAGSINS Madomta Andrési Sigurvins- syni flaug í hug að setja upp söngleik- inn Evítu í sumar. Tímasetningin er góð. Madonna sem syngur í sífellu á útvarpsstöðvunum Don’t cryfor me, Argentina. Svo er bara spurning hver tekur við ogfari að syngja: Grát’ ei mig, Argentína... Leyndarmálinu um það hver hreppir hlutverk Evu og annarra í Evítu verður ekki Ijóstrað upp hér og nú því Andrés hélt áheyrnarprufu um helgina og mætti þangað þvílík- ur fjöldi hæfileikaríkra (vel á annað hundrað manns) að ekki náðist að vinsa þá endanlega úr sem koma betur til greina en aðrir en kandídatar eru komnir í öll hlutverk. „Við eigum svo mikið af hæfileikariku fólki að valið er erfitt. Ég vil þakka öll- um sem komu kærlega fyrir áhugann." - Nú valdi Alan Parker Ma- donnu í hlutverk Evu... „Já, hún gat ekki komið til okkar. Hana langaði. En það var náttúrulega alveg vitað. Hún er nú með ungt barn og í mörg horn að líta...“ - Já, það er rétt, en hvernig manneskju viltu þá fá í hlut- verkið? „Við verðum vonandi með okkar Madonnu." Verða menn þá bara að geta sér til um hver sé Madonna okkar íslendinga. Betra illt umtal en ekkert Óvanalegt er að spenningur vakni í kringum hlutverkaskip- an söngleikja utan leikhús- kreðsanna. Það má kannski ekki eingöngu skrifa á reikning Madonnu heldur og eru stór kvenhlutverk sjaldgæf í slíkum leikjum. Eva Perón var merki- leg kona, ólst upp ásamt stór- um hópi systkina í fátækt og basli hjá móður sinni og verður síðar gríðarlega valdamikil enda hefur því verið haldið fram að Eva hafl ekki bara gert mann sinn að forseta með því að fylkja lýðnum á bak við Juan Perón heldur og haft rík áhrif á gjörðir hans í embættinu. En það koma fleiri við sögu en Eva og Juan því uppfærsla Andrésar verður byggð að mestu á upprunalega söng- leiknum, í þýðingu Jónasar Friðriks, eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice sem frum- sýndur var í London 1976. Aætlað er að frumsýna um mánaðamótin maí/júní og senda frá sér geislaplötu nokkru fyrr. - Og er svo einhver munur á söngleiknum og myndinni? „Alan Parker fer allt aðrar leiðir í myndinni. Hann byggir þetta fyrst og fremst á Evítu og persónu hennar. Aftur á móti eru fleiri kallaðir til í söngleikn- um, vægi Che Guevara bylting- arforingjans er t.d. miklu minna í myndinni en í söng- leikj auppfærslunni. “ - Hefurðu áður sett upp söngleik? „Ég hef sett upp söngleiki áður en ekki með atvinnufólki á öllum póstum fyrr.“ - Þú segir uppfærsluna verða alveg nógu dýra en þið hljótið að geta sparað ykkur verulega peninga í markaðssetningu, þökk sé myndinni? „Betra er illt umtal en ekk- ert. Jú, ég held að við græðum á allri umræðu þótt í sjálfu sér sé um ólíka hluti að ræða. En það er auðvitað hvernig til tekst með uppsetninguna sem endan- lega ræður áhuga áhorfandans - hvernig hún á eftir að spyrjast út. Það hefur verið sagt að það sé enginn að pæla í því hvort þetta er gott eða vont, bara ef fólk skemmtir sér. Þessu er ég ósammála. Áhorfandinn er eng- inn asni sem lætur bjóða sér upp á hvað sem er. Hann vill það besta og þá kröfu ætlum við að reyna að uppfylla með því að leggja allan okkar list- ræna metnað í að gera þetta sem best úr garði.“ lóa þessu ári eru 100 ár liðin frá því byggð hófst á JHöfn í Hornafiði. Af því tilefni verður margt gert til skemmtunar og fróðleiks, en dagskráin mun standa allt þetta ár. í dagskrá mars og apríl kennir margra grasa, en hæst ber djasshátíð, Gjugghelgi elskenda á Hornfirði, há- tíðarfund bæj- arstjórnar Ilornafjarðar og útgáfuhátíð afmælisdisksins Kæra Höfn. Þar munu lands- kunnir söngvarar flytja horn- firsk lög. Viðamikil dagskrá Þótt dagskráin fyrir mars og apríl sé nokkuð viðamikil, stendur enn meira fyrir dyrum í sumar. Hápunktur hátíð- arhaldanna verður fyrstu helgi í júlí. Þá verður hin árlega humarhátíð, forsetahjónin koma í heimsókn, mót nor- rænna vinabæja verður haldið, listafólk og skemmtikraftar mæta á staðinn og fleira má nefna. Aðrir at- burðir í sumar eru yflrlitsýn- ing á verkum Svavars Guðna- sonar listmál- ara, sem er einn þekktasti listamaður Hornafjarðar. Sýningin verð- ur haldin í samvinnu við Listasafn ís- lands og verður íþróttahúsi staðarins breytt í sýningarsal. Sýningin verður ein af þeim stærri sem haldin hefur verið hérlendis. Verða þar mörg verk Svavars sem ekki hafa sést hérlendis áður. Endurbyggt pakkhús og fornleifauppgröftur Þann 1. júní verður Pakkhúsið opnað og þar verður nýtt Sjó- minjasafn, en á efri hæð verður notaleg kaffistofa og sýningar- salur. Pakkhúsið var byggt árið 1930 og hefur verið í endurgerð undanfarin ár. Húsið er í hjarta bæjarins við höfnina, og eru þar áætlaðar ýmsar uppákomur í framtíðinni. Jafnframt þessu er áætlað í júní að hefja upp- gröft á forna bæjarstæðinu í Hólmi, sem fannst síðasta sum- ar í mynni Laxárdals. Til stend- ur að grafa upp fornan bæjar- skála og kanna til hlítar kuml sem bærinn fannst út frá. -sbs. Á Hornafirði verð- ur margt gert í ár til skemmtunar og fróðleiks í tilefni aldarafmœlis byggðarinnar.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.