Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.04.1997, Qupperneq 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.04.1997, Qupperneq 11
jDagur-2ItntmKr Miðvikudagur 9. apríll997-- 23 Varstu að taka til í geymsl- unni? Þarftu að losna við eitthvað? Ertu að safna einhverju og vilt kannski skipta við einhvern? Nú hefurðu tæki- færi til þess og það kostar þig ekki krónu! Hringdu eða skrif- aðu bréf eða símbréf til okkar og við birtum auglýsinguna þína ókeypis. Eina skilyrðið er, að það sé ekki verið að selja eða kaupa hluti, aðeins gefa og skipta. Ég er að safna gömlum ensk- um og amerískum kvennablöð- um, eins og t.d. Good Houseke- eping, ef einhver á blöð sem hann/hún vill losna við, þá er ég í síma 567 6616. Ég á kannski eitthvað sem hægt er að nota í skiptum. Hvað á ég að gera? Spurning: g missti manninn minn fyrir nokkrum árum og um líkt leyti létust nokkrir aðrir íj öl skyld u m e ð li mir svo það var mjög erfitt hjá mér um tíma. Ég komst í gegnum sorg- ina með því að vinna og svo hitti ég annan mann sem ég hef búið með um tíma. Ég á íbúðina mína þó ennþá, vildi ekki láta hana frá mér. Nú er málum þannig komið að barnabörnin mín hafa viður- kennt hann sem afa sinn, en mér finnst hann vera svo leiðin- legur í sambúð og versna þegar á líður. Ætti ég að hætta við hann eða láta kyrrt liggja og vera sátt við ástandið, úr því að aðrir íjölskyldumeðlimir eru ánægðir með hann? til þess, þá má kalla til þriðja aðila, einhvern sem er vanur hjónabandsráðgjöf og getur gefið góð ráð. Allur skilnaður veldur miklu álagi og ef hægt er að koma því við, þá er betra að komast hjá því, en þú mátt heldur ekki gleyma þinni eigin hamingju og ef þér ilnnst ástandið algjörlega óviðunandi og enginn samn- ingsgrundvöllur fyrir hendi, þá er betra að skilja, þó svo það valdi öðrum einhverjum sárind- um. En endilega ræddu málið við sambýlismann þinn, það er mjög erfitt að horfast í augu við það að vera allt í einu einn, að hafa engan fyrirvara á skilnað- inum. i malinn?^5& Vigdís svarar: efurðu reynt að ræða við hann og segja honum hvað þér líkar illa í hans fari? Ef til vill gerir hann sér ekki grein fyrir því hvað það er sem þú ert ósátt við og það skapar spennu í ykkar sam- bandi. Oft nægir það að ræða málin og komast að samkomu- lagi, en ef fólk treystir sér ekki Hvað er Pönnufiskur, til að nota upp af- ganginn af fiskinum frá því í gær. Magnið er breytilegt, ef lít- ið er til af fiski, þá bara notar maður meira af kartöflum. í þennan rétt þarf: Afgang af steiktum eða soðnum fiski Teitur Þorkelsson skrifar Að töfra konu Franskur aðalsmaður hafði konur að tómstundagamni og íþrótt. Og þó hegðun hans sé kannski ekki til eftir- breytni má læra ýmislegt af brögðunum sem hann beitti fyr- ir því. Tileinkun, frumleiki og fagmennska í daðri og ástar- kurri var hans fag. Hann sigtaði út fórnarlambið, einhverja sak- lausa stúlkukind, og linnti sér ekki hvíldar fyrr en hún var unnin. Hann laumaði til hennar tvíræðum augnatillitum og ástríðuþrungnum bréfum hvar og hvenær sem var. Ilún fann orðsendingar og ástarjátningar Soðnar kartöflur, gott af hafa ríflega af þeim Steiktur laukur (má sleppa) Svartur pipar og salt eftir smekk Smávegis af smjörlíki, af einhverjum ástæðum er betra að nota smjörlíki en olíu í þenn- an rétt. frá honum í vösum sínum og undir koddanum á kvöldin. Ilann kastaði sér fyrir fætur hennar og sagðist deyja ef þau fengju aldrei að njótast. Hún trúði honum en lét ekki undan. Einn daginn fóru þau í göngu- ferð og komu inn í hljóðlátt rjóður þar sem hún neitaði honum enn einu sinni um koss. Þá kastaði hann silfurpeningi inn í laufþykknið og samstundis byrjaði lítil hljómsveit að spila. Annar peningur og tugir hvítra dúfna flugu upp. Sá þriðji og greinarnar sviptust frá dúkuðu borði svignandi undan kræsing- um. Og þau settust niður og nutu matar og víns við hljóð- færaleik. Með góðum undirbún- ingi gat hann töfrað fram tón- list, dúfur og sælkerafæði og þannig tókst honum loksins að töfra hana. Best að prófa þetta í sumar. Gott seytt rúgbrauð og grænmetissalat ef vill. Smjörlíkið er brætt á pönnu. Fiskurinn og kartöflurnar sett á pönnuna í smábitum, jafnvel stappað svolítið. Laukurinn settur samanvið. Þetta svo hitað vel í gegn og hreyft til á pönn- unni á meðan, gætið þess að hitinn sé ekki of mikill. Berið fram með brauðinu og salatinu. Góður matur og ódýr Mér datt það í hug... Af hverju geta allir skólar ekki byrjað kl. 8.30 eða 9.00 á morgnana? Það er hægt að hafa þá opna frá kl. 8.00 því fyrir börn sem þurfa gæslu á morgnana. Er einhver skynsemi í því að láta 18 ára gamla unglinga fá de- bei/kredit kort og veita þeim skuldabréfalán? Þetta skap- ar meiri eyðslu og leggur grunn að þeim vana að ýta sífellt á undan sér skulda- hala. (Zatcváífið Vigdís svarar í símann! Hringið í Vigdísi og leggið ykkar til málanna í „Svona er lífið“. Viltu skipta, gefa, ertu að safna? Flóamarkaðurinn tekur við og kemur á framfœri. (Þeir sem vilja kaupa eða selja auglýsa í smá- auglýsingum Dags- Tímans!) Vdtu spyrja eða leita ráða? Vigdís lœtur sér detta eitthvað í hug! Dettur þér eitt- hvað sniðugt í hug, viltu gefa heilrœði eða koma einhverju á framfœri? Vigdís er við símann! • Svona er lífið, Vigdís er við símann milli kl. 9-10 í dag. Framvegis verður hún við símann þrjá morgna í viku. Nánar auglýst í nœstu viku. Síminn hjá Vigdísi er: 460 6100. Aðeins milli kl. 9-10! Raðagóða hornið... Það vilja oft safnast fyrir hjá fólki plastpokar og þeir | taka pláss í skújfum og skápum. Hér er ágœt lausn • fyrir þá sem treysta sér til að sauma beina sauma í saumavél. Margnota poki undir plastpoka. Efnisþörf 40 x 68 cm. efnisbútur 10 cm. löng teyja, 1.5 sm breið 14 x 32 sm efnisbútur í handfang Brjótið efnið eftir endilöngu, þannig að það sé 20 x 68 sm. réttu á móti réttu. Saumið niður eftir langhliðinni með 6 mm saumfari, Brjótið 1-2 cm fald innaf öðru megin og saumið niður. Brjótið 2 sm fald innaf hinu megin, saumið, en skiljið eftir smá op á einum stað. Dragið teygjuna þar í og saumið hana því næst saman. Einnig má leggja teygj- una með og sauma hana niður með faldinum. Búið til handfang með þvi að leggja efnið saman eftir endilöngu, rétt á móti réttu, þannig að það er 7 x 32 sm, saumið eftir langhliðinni með 6 mm saumfari. Snúið handfanginu við og saumið það við pokann þeim megin sem teygjan er ekki. Hengið pokann upp og látið plastpoka í hann að ofan- verðu. Það er auðvelt að draga þá út að neðanverðu, þar sem teygjan er. Skemmtilegt er að nota ýmis konar skrautleg efni, til dœmis mœtti bútasauma pokann. (Fast, alltaf í dálkinum) Dagur-Tíminn býður þeim áskrifendum sem áhuga hafa, að hringja eða skrifa blaðinu og fá sent kynningareintak af Islenska búta- saumsblaðinu, Allt bútasaumur og/eða íslenska prjónablaðinu, Allt prjónað. -----5^---------------- A netinu Maður rekst á eitt og annað á netinu. Hér kemur smásaga af flutningum. „Við vorum að flytja og allt á hvolfi, kassar og húsgögn út um allt. Eitthvað virkaði pípulögnin ekki svo við höfðum fengið pípulagningamann í heimsókn og hann fór inn á baðherbergi, sem er við hliðina á svefnher- bergi okkar hjónanna. Við eig- um páfagauk sem við köllum Iloney (Elskan) og hann hefur þann leiða sið að kroppa sífellt í borð ef hann er laus. Hann flaug á eftir mér, er ég fór inn í svefnherbergið og settist á skattholið mitt. Ég var eitthvað að brasa og þegar ég leit við, var hann farinn að kroppa í borðið. Ég kallaði þá til hans höstum rómi. Elskan, hættu þessu, Elskan, ekki gera þetta, Elskan, viltu gjöra svo vel og hætta! Hvað aumingja viðgerðar- maðurinn hefur hugsað veit ég ekki, en hann horfði mikið ein- kennilega á mig, þegar ég kom fram!

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.