Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.04.1997, Blaðsíða 16

Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.04.1997, Blaðsíða 16
Ilagur-Œimirat Miðvikudagur 9. apríl 1997 Venusvagn, talin elsta skrautjurt í görðum á íslandi, er ein eitraðasta planta sem vex í Evrópu. Bláhjálmur, öðru nafni venusvagn, er álitin ein eitraðasta planta sem vex í Evrópu. Virkasta eiturefnið í bláhjálmi er akonitín," segir Kristín Ingólfsdóttir lyíjafræð- ingur í yfirhtsgrein í Lækna- blaðinu (3. tbl. ’97). Bláhjálmur á sér langa sögu sem eitur- og lækningajurt, en núverandi notkun felst einkum í smá- skammtalækningum og austur- lenskum alþýðulækningum. Eitrunartilfelli síðustu ára á Vesturlöndum hafa verið rakin til innfluttra kínverskra nátt- úrumeðala, neyslu barna af bláhjálmi í görðum, sjálfs- morðstilrauna og til mistaka við söfnun og greiningu jurta til sjálfslækninga. Erlendis segir Kristín að börnum sé kennt að forðast þessa eiturplöntu. Hafi því vak- ið athygli að íslensk börn hafa haft til siðs að sjúga sætan safa úr hunangssporum hennar. Rannsóknir leiddu í Ijós að álíka mikið eitur (akonitín) er í fræjum og fræbelgjum jurta hér og erlendis. En hins vegar hverfandi lítið í hunangsspor- um blómsins, og fremur lítið í blómum og blöðum, sem virðist hafa bjargað börnunum frá eit- uráhrifum. Akonitín er talið meðal öfl- ugustu eiturefna sem finnast í jurtaríkinu. Seyði af freyju- blómum (sem bláhjálmur til- heyrir) segir Kristín öldum saman hafa verið notað sem örvareitur, bæði við hernað og veiðar. Freyjublóm hafi einnig verið vinsæl til eiturmorða. Blá- hjálmur/venusvagn er harðger og talin ein elsta skrautjurtin í görðum á fslandi. Laufblöðun- um svipar til blaða brennisól- eyjar en blómin eru blá á há- vöxnum stönglum (svipað og á lúpínu). Greinarhöfundur telur brýnt að umgangast þessa al- gengu plöntu sem eiturjurt og að kenna börnum að forðast að snerta hana eða neyta nokkurs af henni. Einungis þyrfti um 100 mg af rót eða 200 mg af fræjum til að valda eituráhrif- um. Alvarlegustu áhrif akonitín- eitrunar eru á öndun og hjarta- og æðakerfi. - HEI Neyðin ríkir enn W\' m Fatasöfnun 1 Hjálparstofnunar kirkjunnar fyrir flóttamenn frá Bosníu, Tsjetsjeníu 09 Angóla dagana 10., 11. og 12. apríl ! Tekið er á móti heilum og hreinum fatnaði. Gott er ef menn hafa tök á að flokka fötin sín: karlmanna, kven- og barnaföt. Tekið er við góðum skóm, bundnum saman. OPIÐ: Fimmtudag og föstudag frá kl. 10 til 20 Laugardag frá kl. 10 til 18 (nema ísafirði). ^T/ HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Við söfnum fötum og skóm á eftirtöldum stöðum: • Skútuvogi 1, í sama húsi og Raftækjaverslun íslands • Fella- og Hólakirkju • Seltjarnarneskirkju • Hafnarfjarðarkirkju v/Strandgötu «3% _ • ísafjarðarkirkju • Glerárkirkju, Akureyri • Egilsstaðakirkju það eitraðasta í Evrópu Algengt garðab

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.