Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Blaðsíða 1
Góða helgi! Laugardagur 19. apríl 1997 - 80. og 81. árgangur - 74 tbl. Blað ífyrsta sinn stíga eftirlœtin þrjú, [Baltasar Kormákur, Ingvar Sigurðsson og Hilmir Snœr Guðnason (Hárið)] í leiklistarlífi landsins saman á svið og deila sviðsljósinu. Það gera þeir í leikritinu Listaverkið, sem verður frumsýnt síðasta vetrardag í Þjóð- leikhúsinu. Verkið fjallar um vináttu þriggja manna semfer í hnút og kekki þegar einn þeirra kaupir sér listaverk. Af hverju vitum við ekki... Viðfangsefhið er óvanalegt í karlaleikriti, þ.e. vinátta og sálarlíf, og á leikstjórinn, Guðjón Pedersen, að hafa sagt að leikritið hefði getað gerst á hárgreiðslustofu vœri það um konur. En það er um karla og er það líklega eins gott því óvíst er að þrjár ungar leikkonur myndu laða svo að sem þessi kyntákn leiklistarinnar. Og þá er spurt: Af hverju eru hér eingöngu heitir karlleikarar?! Hvar eru okkar Demi Moore, Sharon Stone og Gillian Anderson? íþessu landi sneisafullu af kynþokkafullum konum... Til hamingju LA Idag eru liðin áttatíu ár frá stofnun Leikfélags Akureyr- ar. Tveir af máttarstólpum félagsins í áratugi voru þau Jón Kristjánsson og Björg Baldvins- dóttur. Jón lék ijölda hlutverka auk þess sem hann var formað- ur félagsins í tólf ár og hefur enginn annar gengt formanns- stöðu hjá félaginu svo langan tíma. Björg var ein af aðalleik- konum félagsins í mörg ár. Sér- staklega fékk hún að njóta sín í óperettum og söngleikjum og þau hlutverk þóttu henni skemmtilegust. Þau Björg og Jón settust niður í tilefni afmæl- is félagsins og riíjuðu upp gamla tíma í leikhúsinu. Sjá viðtal bls. 20-21 Maður vikunnar Er að þessu sinni Andrés Sigurvinsson sem, eftir því sem best er vitað, er fyrsti maðurinn í leikhúshfi landsins sem megnar að halda fólki og fjölmiðlum í spennu yf- ir því hvern hann ætlar að velja í eitt skitið hiutverk: Ev- ítu Peron í söngleiknum sem á væntanlega að vera sumar- hittið. Byrjunin lofar altént góðu og þótt rjúki af kortum nú kemur peningakassinn lík- lega til með að þyngjast vel ef marka má startið: ijölmiðlar hafa nauðað í honum í nokkr- ar vikur, menn hafa sett vangaveltur á prent um mögu- legu prímadonnuna og til að kóróna allt settu aðstandendur upp blaðamannafund í gær til að tilkynna leikaravalið og hefur slíkt varla gerst áður (þegar jafnvel ekki tekst að tæla önnum kafna fréttamenn á fundi um ýmis þjóðþrifa- mál)...

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.