Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Qupperneq 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Qupperneq 3
^igur-Œmúrm Laugardagur 19. apríl 1997 - 15 Bæklingurinn auðveldar valið Myndir af forsetanum hafa alltaf verið víða, hjá ýmsum stofnunum, á flugstöðvum og víðar. Það hafa alltaf komið beiðnir um myndir en fólk hefur ekki áttað sig á hvaða myndir hefur verið um að ræða þannig að við erum bara að veita fólki betri þjón- ustu með því að gefa þetta út,“ segir Ragna Þórhallsdóttir, rit- ari á skrifstofu forseta íslands. Forsetaskrifstofan hefur löngum haft á boðstólum vegg- spjöld með myndum af forset- anum sem hafa prýtt opinberar stofnanir, sjúkrahús, elliheimili, skóla, og að sjálfsögðu heima- hús. Einnig hafa verið á boð- Myndlistarkonan Þorgerður Sigurð- ardóttir var alin upp á Grenjaðar- stað með kirkjuna á aðra hönd og byggðasafn á hina og bera verkin hennar þess merki. Uppsprettan erfor- tíðin og flest tengj- ast þau kirkjunni á einn eða annan hátt. orgerður opnar tvær sýn- ingar með tréristum í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju og eru báðar sýning- arnar hluti af kirkjulistaviku. Önnur sýningin ber heitið Heil- agur Marteinn frá Tours og þar sækir Þorgerður myndefnið í einn þekktasta listgrip íslands- sögunnar, Marteinsklæðið frá Grenjaðarstað, sem segir tólf atriði úr sögu þessa þjóðardýr- lings Frakka. Klæðið hefur í hálfa aðra öld verið eign stólum myndir af forsetanum. Svo er einnig að þessu sinni. Þegar pantaðar eru myndir af Ólafi Ragnari Grímssyni, for- seta íslands, og Guðrúnu Katr- ínu Þorbergsdóttur getur fólk fengið sendan litprentaðan bækling frá forsetaskrifstofunni til að auðvelda sér valið. Ragna segir að töluvert vin- sælt sé að panta myndir eða veggspjald með forsetahjónun- um. Þegar hafi verið sendir út bæklingar með myndum af for- setahjónunum á ýmsa staði, til dæmis á skrifstofu sýslumanna um allt land, en bæklingurinn var prentaður í 1.500 til 2.000 eintökum. -GHS Louvre-safnsins í París. „Ég vissi alltaf af klæðinu þarna úti og þegar ég dvaldi í Parx's í nokkra mánuði árið 1994 kviknaði sú hugmynd að útfæra klæðið á minn hátt. Færa það þannig heim því ég vissi að klæðið sjálft færi aldrei," segir Þorgerður. Myndasagan á klæðinu er sett saman úr 12 myndum. Þor- gerður segist hafa reynt að vera myndunum trú og breyti þeim ekki en útfæri engu að síður á sinn hátt. „Ég nota mína liti og raða upp eins og mér dettur í hug.“ Bænir og brauð Seinni sýningin er einnig sprottin upp úr gömlum minj- um en þar er yrkisefnið bænir og brauð. Þorgerður segir svo frá að á Byggðasafninu á Gren- jaðarstað hafi verið svokölluð brauðmót sem skorin voru út. Brauðdeig var síðan bakað í þessum mótum og þannig mót- uðust texti eða myndir í brauð- ið. „Ég nota þessi mót sem fyr- irmynd en sker mína eigin texta og nota þar að mestu texta sem eru þekktir sem borðbænir," segir listakonan. Sýningarnar í Safnaðarheimilinu verða opnar daglega frá kl. 14-17 á tímabil- inu 20. apríl til 4. maí. AI „Það var mér mjög eðlilegt að leita í gamla hluti þegar ég fór að vinna í myndlist," segir Þorgerður sem sýnir tréristur í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju á Kirkjulistaviku. Myn&. jhf Sækir andagift í fortíðina Hægt er að panta veggspjöld eða myndir af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, og Guðrúnu Katrínu Þor- bergsdóttur. Ragna Þórhallsdóttir, ritari á skrifstofu forsetans, segir að talsvert vinsælt sé að panta slíkar myndir og því hafi verið ákveðið að auðvelda fólki valið með því að gefa bæklinginn út. með námskeið Marentza Poulsen eða „jómfrúin " frœga er á leið norður til að halda námskeið í smur- brauðsgerð. Hún byrjaði að kenna mönnum að skreyta brauð ífyrra og hafa námskeiðin verið yfirfull enda þurfa íslendingar að komast upp úr gamla snittu- og brauðtertufarinu. s Eg og Ida Davidsen höfum á síðustu árum verið að kynna danska jólahlað- borðið fyrir íslendingum og gera meira úr þessari hefð hérna og það hefur gengið mjög vel. Þessi matur höfðar til ís- lendinga. Þessi smurbrauðs- námskeið hafa líka verið vinsæl enda eru margir að vinna við veitingaþjónustu og eins hefur fólk einfaldlega gaman af að búa til falleg brauð." - Á námskeiðinu sem stendur í þrjá daga læra menn að búa til srnttur og smurt brauð (ekki það sama) og kokteil-snittur eða svokallað fingurfæði. „Það er listamaður í öllum og þegar ég er búin að kenna undirstöð- urnar, þ.e. hverju má blanda saman, tekur fólkið við og rað- ar saman litum og áleggi. Síðan lærum við að búa til brauðtert- ur og ég legg ríka áherslu á að nota lítið mæjónes, bæði upp á geymsluþolið og hollustuna. Brauðterturnar okkar eru íjöl- breyttar og t.d. með lifrarkæfu og kotasælu." Er íslenska snittumenningin úrelt? „Það hefur verið allt of mikið mæjónes-sull í brauðgerð hérna á íslandi og lítil breidd, það er eins og fólk þori ekki að leika sér.“ Námskeiðið á Akureyri verð- ur haldið dagana 21., 22. og 23. apríl í Menntaskólanum og kostar 12.000 krónur, allt efni innifalið. -mar Hosa brauðsneiðin H.C. borðaði alltaf svona brauðsneið: Maltbrauð- sneið með stökku beikoni, lifrarkæfu, púrtvínshlaupi, tómötum og piparrót. Þeir sem prufa eru mjög ánægðir með þessa sam- setningu rithöfundarins. Önnur brauðsneið er líka fræg eða morgunverð- ur dýralæknisins: Malt- brauð með lifrarkæfu og kjöthlaupi, þar ofan á er spægipylsa, hrár laukur og dill. Ótrxilega góð samsetn- ing segir Marentza. Marentza Poulsen.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.