Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Side 7
Jlagur-ÍEmmm
Laugardagur 19. apríl 1997 -19
■> I LANDINU
Birgir Rafn Frið-
riksson 23ja ára
Akureyringur var
einn þeirra sem ný-
lega tók þátt í
módel- og hœfi-
leikakeppni sem
haldin var í
New York.
Mynd: GS
að eru hinar ýmsu um-
boðsskrifstofur í Banda-
ríkjunum sem hafa hag að
slíkri keppni eða móti eins og
Birgir vill frekar kalla það. í ís-
lenska hópnum voru um tutt-
ugu en strákarnir voru þrír.
„Þarna voru um íjórtán
hundruð manns að „keppa“ í
hinum ýmsu greinum, sjón-
varpsauglýsingum, göngu, sápu
ofl. Síðan var „body keppnin"
BIRGIR RAFIU
bust 41* • waist 34
• shoes 11 •
Myndin á spjaldinu þar sem hæð, þyngd, augnlitur o.s.frv. kom fram. Birg-
ir Rafn er með liti í framan til að skapa ákveðna stemmningu og til að
vekja athygli. Benedikt Sigurgeirsson tók myndina.
þar sem við komum naktir fram
eða nánast og dans- og söngva-
keppni, en við gátum tekið þátt
í því sem við
vildum."
Hvernig viss-
irðu um keppn-
ina?
„Systir mx'n
hafði farið í
þessa keppni og
hiín sagði Kol-
brúnu Aðal-
steinsdóttur frá
mér en Kolla er
tengiliður ís-
lensku kepp-
endanna. Hxín
hringdi svo í
mig og spurði
hvort ég væri til
í að koma og ég
sló til. - En
þetta hefur
aldrei verið neitt markmið
þannig. Ég kom frá Frakklandi
1995 og upp frá því hef ég verið
að taka þátt í ýmsu eins og leik-
sýningum og módelstörfum."
Hvernig viltu að framhaldið
verði?
„Á keppnina mætti fólk frá
umboðsskrifstofum og einn
dagurinn fór í að sýna sig fyrir
þeim. Síðan fengu menn svo-
kölluð „call backs“ ef áhugi var
fyrir hendi. Ég fékk þrjár svona
áhugayfirlýsingar og fór þá og
sýndi möppuna mína og ræddi
aðeins við liðið en síðan veit
maður ekkert hvað kemur út úr
því. Þessi heimur er svo kaldur.
Mótið er í rauninni haldið fyrir
umboðsskrifstofurnar en þær
mæta bara þennan eina dag og
spá ekkert í hvernig fólk hefur
staðið sig á öllu mótinu. Mín
skoðun er sú að mótið gangi
bara út á þetta og í sjálfu sér er
mótið sjálft að öðru leyti ósköp
ómerkilegt. - En maður veit
aldrei hverju
módelskrifstof-
urnar eru að
svipast eftir.“
Birgir segist
hafa fengið
heilmikið út úr
því að upplifa
þennan heim í
New York og
sér ekki eftir
tímanum sem
fór í undirbún-
inginn. „Alla
ævi þarf maður
að koma fram
og tjá sig og því
var þetta ágæt
æflng en þetta
var ansi dýrt
bæði tíma-
lega og pexúngalega séð.
Niðurstaðan er sú að
þetta er erfitt en gaman.
Góður þokki
Birgir hefur áhuga á
ljósmyndun og flestri
listsköpun og stundar
nú nám við Myndlista-
skólann á Akureyri.
„Mig langaði að sjá
hvað það væri sem
fengi fólk til að
tikka. I’arna var
allra venjulegasta
fólk sem kom svo
kannski stórkost-
lega út á mynd
o.s.frv. - Og þótt
markaðurinn
gangi allur út á
að selja kyn-
þokka þá tel ég að það
hafi verið frábært tækifæri fyrir
mig að taka þátt í þessu vegna
þess sem ég ætla mér að gera
síðar meir, en ég stefni núna á
málaradeildina."
Eru það peningarnir í fgrir-
sœtustarfinu sem heilla?
„Það eru þokkalegir pening-
ar í þessu en þetta er bara allt
svo dýrt að margir koma bara
út á sléttu, uppihald og gisting
er rándýrt sums staðar í heim-
inum. - En reynslan er engu að
síður mikil og fólk fær að sjá
heiminn og þess vegna er þetta
eftirsótt."
Finnst þér spennandi að ger-
ast fyrirsœta eða leikari hérna
heima?
„Já, ég tók t.d. þátt í leiksýn-
ingunni Undir berum himni og
það var virkilega gaman en ég
held að myndlistin mxmi ætíð
vera mitt líf.“ -mar
„Ogþótt markað-
urinn gangi allur
út á að selja kyn-
þokka þá tel ég að
það hafi veriðfrá-
hcert tcekifceri fyrir
mig að taka þátt í
þessu vegna þess
sem ég cetla mér að
gera síðar meir. “