Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Síða 9
jOaptŒtetöcif
ÍÚugaMaÖurlV'tiþíWtV97x-~^
LÍFIÐ I LANDINU
„Eina skiptið sem ég hef haft leik-
salinn alveg á valdi mér,“ segir Jón
um þessa senu í Mýs og menn.
Þarna er hann í hlutverki Georgs
sem miðar byssu í hnakka Lenna
og segir honum sögu á meðan,
söguna um býlið. „Og þegar hann
[Lenni] breiðir faðminn á móti sýn-
inni er hann skotinn," segir Jón.
hætt að taka eftir blaðamanni
sem situr og fylgist með þeim
ræða gamla tíma. Þó bæði séu
yfir áttrætt eru þetta síður en
svo gamalmenni. Skýr í kollin-
um, augun kvik og þau hreyfa
sig þegar þau tala. Standa jafn-
vel upp af og til ef eitthvað í
sögunni krefst þess. Leikurinn
þeim greinilega í blóð borinn.
En nú rífur bjölluhringing þessa
ljúfu stund í fortíðinni. Ljós-
myndarinn er mættur og vill fá
mynd í hvelli.
í fullri vinnu með
leiknum
Leikfélag Akureyrar var áhuga-
leikfélag allt til ársins 1973,
leikararnir fram að því allir
áhugaleikarar og því flestir í
fullri vinnu. Jón var á þessum
tíma stjórnandi
tveggja dvalar-
heimila á veg-
um Akureyrar-
bæjar og hafði
um 200 manns
í vinnu. Heima
fyrir átti hann
konu og börn
sem hann við-
urkennir að
hafa séð minna
en hann vildi
vegna anna í
leikhúsinu.
Björg hafði
einnig miklu
meira en nóg
að gera þar
sem hún var í
fullri vinnu sem
einkaritari raf-
veitustjórans, var ritari Laxár-
virkjunarstjórnar í aukavinnu
og var auk þess ein að ala upp
tvö börn. „Ég var fráskilin og
þurfti að hugsa um heimili og
tvö börn, bæði á skólaaldri. Ég
skil það ekki núna hvernig í
ósköpunum ég kom þessu öllu í
kring,“ segir hún. Og oft var
það líka erfitt viðurkennir hún.
Rulluna sína lærði hún gjarnan
á hlaupum á meðan hún var að
elda kvöldmatinn. Hengdi hlut-
verkið upp bak við eldavélina.
Æfingar voru á kvöldin, stund-
um jafnvel langt fram á nótt og
hún minnist þess að fyrir hafi
komið að hún saumaði heila flík
á annað hvort barnið um nótt,
þegar hún kom heim af æfingu.
Jón naut þess vissulega að
eiga konu sem hugsaði um
börnin en Björg segir hinsvegar
að hefði hún ekki losað sig úr
hjónabandinu hefði hún aldrei
getað tekið þátt í starfi með
leikfélaginu. „Meðan ég var gift
mátti ég helst ekki fara á söng-
æfingu, hvað
þá vera í leik-
riti. Húsmóðir-
in átti bara að
vera heima og
hvergi annars-
staðar," segir
hún. „En það
var nú samt
ekki þess
vegna sem við
skildum,“ bætir
hún við eftir
stutta þögn.
Börnin og
leiklistin
Sumir segja að
leikbakterían
sé eitthvað sem
gangi í ættir og
víst er að börn
margra leikara velja sér leik-
listina að ævistarfi. Svo var um
börn Jóns en ekki Bjargar. Arn-
ar Jónsson hefur þegar verið
nefndur en dóttir hans, Helga
er einnig leikari. Fósturdóttir
hans, Arnþrúður, er leikskóla-
kennari en líka hún fór að hafa
afskipti af leiklist þegar hún
flutti til ísafjarðar. Björg hefur
aftur á móti aðra sögu að segja.
„Dóttir mín tók þátt í barna-
skólaleikriti. Lék þar prinsessu
og eru til voða fínar myndir af
henni. Sonur minn lék í leikriti
þegar hann var í Menntaskóla
og er það í eina skiptið sem
hann hefur farið á svið. Fannst
það alveg nóg. Þau voru bæði
afskaplega svekkt yfir því hvað
ég var mikið að heiman og
vildu bara helst aldrei fara í
leikhús. Greyin þurftu að sjá
svo mikið um sig sjálf.“
Heiðursfélagar
Þó Jón og Björg séu hætt að
leika eru þau ekki hætt að fara
í leikhús. „Við erum heiðursfé-
lagar og alltaf boðið á frumsýn-
ingar," segja þau. Þeim finnst
samt svolítið skrýtið að nú
þekkja þau ekki nema örfáa af
leikurunum. „Ég er alveg hætt
að fara bakvið. Mér finnst svo
skrýtið að sjá ekkert nema
ókunnugt fólk,“ segir Björg.
„Oftast eru nú Sunna eða Þrá-
inn þarna,“ segir Jón og segist
halda í þá venju sína að fara
baksviðs, þó ekld sé nema fyrir
siðasakir.
Spjallið er farið að dragast á
langinn. Ljúffengum kexkökum
í boði Bjargar hefur verið skol-
að niður með nokkrum kaffi-
bollum. En nú er Jón farinn að
líta á klukkuna og því kominn
tími til að tygja sig. Ekki er þó
hægt að skilja við gömlu leikar-
ana án þess að minnast á húsið
sem geymir allar minningarnar,
Samkomuhúsið, sem nú stend-
ur til að hætta að nýta undir
leiksýningar. Látbragðið sýnir
ljóslega að þau eru ekki hrifin
af þessum áætlunum. Bæði
andvarpa og hrista hausinn.
„Samkomuhúsið fer ekkert,"
segir Jón og Björg tekur undir.
„Það verður bara lagað og
haldið áfram að leika þar því
það er ekki nokkurt leikhús
sem jafnast á við þetta. Allir
leikarar sem komu þangað,
meira segja þeir sem komu er-
lendis frá, sögðu: Það er eitt-
hvað sérstakt í þessu húsi. Al-
veg yndislegt að leika hérna."
AI
Jón: „Hann var
alltaf með ein-
hverjar nýjar
kúnstir. Eg hugsaði
bara með mér að
mér vceri andskot-
ans sama. Á frum-
sýningunni geri ég
þetta bara eins og
ég vil. “
iý, í i ^ "SSHSrSÍ l-
Li- i
m - *.*— * i %
4>~ ■ Jjte,
H „V
Mynd úr leikritinu Pabbi. Lengst til vinstri er Jón í hlutverki pabbans, þá Björk sem var mamman og síðan synirn-
ir fjórir leiknir af Úlfari Haukssyni, Einar Haraldssyni, Berki Eiríkssyni og Arnari Jónssyni.
Kennarar
222S- Kennarar
Barnaskóli Ólafsfjarðar
er skóli með 1 .-7. bekk grunnskóla. Á næsta skólaári
verða þar um 150 nemendur í 8 bekkjardeildum. Fjöldi
starfsmanna er venjuiega á bilinu 12-15 og er samstarf
og samvinna í heiðri höfð.
Á komandi skólaári vantar kennara í 3 og 1/2 stöðu.
Um er að ræða almenna bekkjarkennslu og einnig
kennslu í mynd og handmennt.
Ef þú hefur áhuga þá hafðu samband við Gunnar Lúð-
vík Jóhannsson, skólastjóra, Hlíð, 625 Ólafsfirði.
Heimasími 466 2461, skólasími 466 2245.
Gagnfræðaskólinn Ólafsfirði
er fámennt skólasamfélag með 8., 9. og 10. bekk
grunnskóla og framhaldsdeild, 1. ár framhaldsskóla.
Fjöldi starfsmanna er jafnan á bilinu frá 8-12.
Þar vantar kennara í 1 og 1/2 til 2 stöður næsta vetur.
Um er að ræða kennslu í stærðfræði og raungreinum í
8.-10. bekk og framhaldsdeild, verslunargreinum,
mynd- og handmennt og heimilisfræði. Kennsla á öðr-
um sviðum kemur fyllilega til greina vegna sveigjan-
leika kennara sem fyrir eru.
Hafið samband við Óskar Þór Sigurbjörnsson, skóla-
stjóra, Túngötu 13, 625 Ólafsfirði. Heimasími 466
2357, skólasími 466 2134.
Samstarf skólanna er allnáið og síðastliðinn vetur var
hafið sameiginlegt átak í gæðastjórnun og nýbreytni-
starfi og mun því verða haldið áfram. Skólarnir eru ein-
setnir og stærð bekkjardeiida er um þessar mundir á
bilinu 15-25 nemendur. Öll húsnæðisaðstaða er mjög
góð svo og tækjakostur.
Nýjum kennurum er boðinn flutningsstyrkur og nið-
urgreidd húsaleiga í 3 ár. Þá má geta þess að í Ólafs-
firði er ein elsta og ódýrasta hitaveita landsins.
Ólafsfjörður er öflugur útgerðarbær í 60 km fjarlægð frá Ak-
ureyri. Á staðnum er heilsugæslustöð með tannlæknaþjón-
ustu og sjúkraþjálfun, tvær alhliða matvörsluverslanir auk
nokkurra sérverslana, sparisjóður og pósthús. Þá er góður
leikskóli á staðnum og líflegur tónskóli. Ný íþróttamiðstöð
með vel búnum íþróttasal, sundlaug, gufubaði, heitum pott-
um og tækjasal. Aðstaða til skíðaiðkunar og vélsleðaferða er
góð. Knattspyrnuvellir mjög góðir og skemmtilegur 9 holu
golfvöllur. Ölafsfjörður er rómaður fyrir náttúrufegurð jafnt
sumar sem vetur.
Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 30. apríl nk.
Skólastjórar.
Vopnafjaröarskóli
auglýsir
Vopnafjarðarskóli er einsetinn með um 135 nemendur
í 1. til 10. bekk.
Kennara vantar í nokkrar stöður fyrir næsta skólaár.
Kennslugreinar: Sérkennsla, raungreinar, tungumál,
mynd- og handmennt, tónmennt, kennsla yngri barna
og almenn kennsla.
Flutningskostnaður og húsnæðishlunnindi eru í boði.
Upplýsingar gefur skólastjóri í vinnusíma 473 1256 og
heimasíma 473 1108 og aðstoðarskólastjóri í vinnu-
síma 473 1556 og heimasíma 473 1345.
íbúð óskast
Óska eftir að leigja litla íbúð á Akureyri,
helst með húsgögnum, eða lítið sumarhús
í nágrenni Akureyrar.
Upplýsingar veita Sérleyfisbílar Akureyrar hf. í síma
462 3510.