Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Síða 15

Dagur - Tíminn Reykjavík - 19.04.1997, Síða 15
1 Tónlistarhvalreki - 5kunk Anansie og Sting á leið til íslands til tnnleikahalds Haíl einhverjir haldið að þetta sumar sem nú fer í hönd yrði viðburða- snauðara hvað tónleika með frægum erlendum tónlistar- mönnum áhærir, þá er víst óhætt að fullyrða, að svo verður aldeilis ekki raunin. Lands- menn eru vart farnir að finna vorþeflnn í lofti, þegar fregnir hafa nú borist af tvöföldum sumarglaðningi, strax nú í næsta mánuði og svo í seinni hluta júnímánaðar. Er þetta svo bara ef að líkum lætur, upphaf- ið af meiru af svo góðu í sumar og seinna á árinu, t.d. kynnu Blur, eins og áður hefur verið sagt frá, að koma aftur til tón- ...og stórpopparinn Sting í júní. leikahalds, en í bih er alveg nóg að einbeita sér að því sem þeg- ar er ákveðið. Skunk Anansie Það er annars vegar ein af framsæknari rokksveitum Bret- lands um þessar mundir, Skunk Anansie, sem um er að ræða og má með sanni segja að þar sé góður fengur á ferð. Með hina þeldökku, sköllóttu söngkonu, Skin, sem er með þeim athygli- verðari og djarfari er fram hafa komið þar í landi um langt skeið, í fararbroddi hefur Skunk Anansie á frekar stuttum líftíma, um þremur árum, kom- ist í fremstu röð breskra rokk- sveita. Skin og félagar komu sem vænt spark inn í breskt rokklíf árið 1995 með fyrri plötunni sinni, Paranoid & sun- burned, sem var full af grimmd og árásargirni svo um munaði, en jafnframt bæði grípandi og seiðandi. Á seinni plötunni, Sto- osh, sem leit dagsins ljós í októ- ber sl. var áferðin á tónlistinni áfram grípandi og seiðandi, en árásargirnin hins vegar öllu minni. Áhrifamiklir textar söng- konunnar eru þó áfram fyrir hendi og lita tónlistina vel. Skunk Anansie verða með tón- leika í Laugardalshölhnni 10. maí og munu Unun og Botn- leðja koma fram með þeim. Má segja að sveitin sé nú loksins að koma til íslands, því a.m.k. tvisvar áður hefur verið reynt að fá hana hingað en án árang- urs. Sting í júní Á hinn bóginn er það svo eng- inn annar en fyrrum forsprakki stórsveitarinnar Police, Sting (sem réttu nafni heitir Gordon Summer) sem á leið er til iandsins í smnar til tónieika- halds. Verða tónleikar hans 25. júm', í Laugardalshöllinni eins og hjá Skunk Anansie. Ilver eða hverjir koma fram með honum er hins vegar óákveðið, en ekki er að vita nema að hann geri eins og Bowie gerði hér í fyrra, að velja sjálfur hverjir komi fram með honum. Miða á tón- leika Stings geta menn keypt á sama hátt og á tónleika Bowies, í gegnum hraðbanka íslands- banka. Um feril Stings með Pol- ice og síðan á eigin vegum þarf vart að ijölyrða fyrir tónlistar- áhugamönnum. Hefur frægðar- sól hans í stuttu máU sagt risið mjög hátt og plötur hans á borð við The dream of the blue turt- les, Soul cages og ekki hvað síst Ten Summoners tales, Nothing like the sun, hafa náð efstu sæt- um sölulista hvarvetna í heim- inum. (undantekningah'tið hafa þessar plötur farið inn á topp 5 bæði í Bretlandi og Bandaríkj- unum t.d.). Vinsælu lögin hans eru svo ótalmörg, bæði með og án annarra frægra tónlistar- Laugardagur 19. apríl 1997 - 27 . Umsjónarmaður Magnús Geir Guðmundsson Skunk Anansie halda tónleika í maí... manna og þá hefur kappinn gert góða hluti sem leikari, bæði í kvikmyndum og á sviði. Sting er svo í ofanálag þekktur fyrir að styrkja góð málefni, m.a. baráttuna gegn eyðingu regnskóganna í S-Ameríku o.íl. Með honum og Skunk Anansie Uka, er því um sannkallaðan hvalreka að ræða á íjörur ís- lensks tónlistaráhugafólks. Soundgarden Einn af helstu boðberum rymrokks- ins, Grungesins ásamt Nirvana, Pearl Jam, Alice in chains og fleir- um, Soundgarden, hefur nú nokkuð svo óvænt, hætt störfum. Barst þessi fregn í lok síðustu viku og er óhætt að fullyrða að mörgum aðdáandanum um heim all- an er nú brugðið. Að vísu er ljóst að mjög er farið að slá í rymrokkið, sem kennt hefur verið við Seattle, þaðan sem Soundgarden og flestar hinna hljóm- sveitanna eru upprunnar, auk þess sem á ýmsu hefur gengið hjá þeim Chris Cornell, Ben I Shepherd, Kim Thayil og Bert Cameron, meðlimum Soundgarden, síðustu mán- uðina, en í ljósi þess að vel- gengnin hefur verið mikil á síðustu árum, kemur það nokkuð á óvart að hún leggi upp laupana nú. Ýmis vandræði, m.a. hjá Kim Thayil gítarleikara, sem kærður var á síðasta ári fyrir að ráðast á aðdáanda sveit- arinnar, geta verið ástæðan, en það hefur enn ekki fengist staðfest þar sem fjórmenn- ingarnir hafa ekki enn tjáð sig opinberlega um málið. Soundgarden var stofnuð fyrir um 13 árum, 1983 og sendi á þeim tíma frá sér sex plötur, miniplötuna Ultra- mega OK, 1988, Louder than love 1989, Badmotorfinger 1991, Superunknown 1994 Soundgarden. og Down on the upside samt. 1996. Þessar plötur hafa selst í yfir 20 milljónum eintaka á heimsvísu og gert Soundgarden af einni af fremstu rokk- sveitum samtímans. Stóra stökkið hjá henni var 1994 með Superunknown, sem fór á toppinn í Bandaríkjunum, í 4. sæti í Bretlandi og hlaut tvenn Grammy verðlaun m.a. Inni hélt platan hið frá- bæra lag, Black hole sun, sem mörgum finnst vera eitt af meistarastykkjum tíunda áratugarins. Hefur selt yfir 20 millj. af plötum, en hættir Jam verður rækilega minnst í sumar. JamumJam Um þessar mundir eru Uðin 20 ár frá því einn af bestu og helstu boðberum pönksins og síðar ný- bylgjunnar í Bretlandi, The Jam, gaf út sitt fyrsta lag, In the city. Potturinn og pannan í þessari merku sveit var hinn einstaki söngvari og gítarleikari, Paul Weller, sem eftir að Jam var öll, stofnaði aðra, en allt öðruvísi sveit, Style Counc- il, er líka naut mikillar hylU. Weller hef- ur svo á síðustu árum gefið út plötur undir eigin nafni, sem notið hafa virð- ingar og vinsælda, síðast Stanley road, sem seldist mjög vel. f tilefni þessara tímamóta með Jam, kemur út í næsta mánuði fimm geislaplatna safn þar sem verður að finna lög af sjö plötum sveit- arinnar auk ýmissa tónleikaupptaka, lög af bakhliðum smáskífa og síðast en ekki síst lög sem ekki hafa komið út áður. Seinna í sumar kemur svo út „Tri- bute“plata, þar sem fjöldi frægra tónUst- armanna túlkar Iög Jam. Meðal þeirra verða Massive Attack, Everything but the girl, No doubt, Oasis, Primal scream, The Prodigy og Garbage. Noel Gallagher úr Oasis mun svo taka eitt lag ásamt Paul Weller sjálfum. Sagan oll hjá

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.