Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 1
^Dagur-^immtt Góða helgil Blað Laugardagur 10. maí 1997 - 80. og 81. árgangur - 86 tbl. Mark biður þœr sem hafa áhuga að senda sér línu á Pósthúsið á Akureyri merkt: Mark Halpen. Post Restante, Póststöðin 600 Akureyri. Mynd; GS Vill einhver elska mig? Hann fylgdi hjartanu til Akureyrar eftir að hafa lesið í tímaritsgrein að á íslandi vœru fegurstu konur og jafnvel ennfeg- urri á Akureyri. Mark Halpen er 48 ára ríkur Bandaríkjamaður í konuleit. Riddaramennska kemur upp í hug- ann, Mark er á íslandi í sannleiks- leit, fegurðarleit. „Ég er að leita mér að maka en veit ekki hvernig maður fer að, ég hef séð nokkrar fallegar konur þessa þrjá daga en...“ Hvað með að drekka sig blindfullan? Nei, Mark hvorki drekkur né reykir og sækir ekki bari eða skemmtistaði. Er hann geggjaður? Nei, hann segist hafa innri styrk og kjark til þess að fylgja hjartanu í leit sinni að fallegri konu á aldrinum 25-35 ára. „Kannski er það eitthvað perónulegt en ég held samt að menn á mínum aldri vilji yngri konur. Hve ungar, skiptir kannski ekki öllu en almenna reglan er sú að yngri konur eru líkamlega meira aðlaðandi. Konur á mínum aldri eru oft hættar að hugsa um útlit sitt. Stolt þeirra beinist ekki lengur að því að viðhalda líkamsvextinum og ég get því ekkert að því gert að ég laðast fremur að yngri konum sem eru þá kyn- ferðislega aðlaðandi og fallegar.“ Konulaus í fimm ár Mark skildi fyrir iimm árum og síðan hefur hann ekki verið með konu. „í Am- eríku eiga menn sem eru yílr fertugt erf- itt með að hitta konur. Þeir eru ekki lengur á markaði og konurnar eru líka almennt orðnar sjálfstæðari og hugsa meira en áður um frama. Blaðamaður vill fá að vita meira um fegurðina sem Mark leitar að, hvemig eiga konurnar að vera? En guð sé oss næstur, fer hann þá ekki að tala um innri fegurð. „Sam- skiptin skipta öllu máli, maður getur verið með fallegustu konu í heimi en ef ekki er hægt að eiga við hana eðlileg samskipti þá.... Og hringurinn þrengist. „Flestar konur eiga erfltt með að tjá sig og fyrir mér er það mikilvægt að kona hafl sjálfstraust og að hún sé ánægð með sjálfa sig. Hún á að vera opin, hreinskil- in og geta tjáð tilfinningar sínar, þrár og þarfir." Þetta flóð hlýtur að byggja á sárri reynslu. „Þetta var falleg kona bæði að innan- og utanverðu. En hjónabandið byggðist ekki á gagnkvæmum tjáskiptum um langanir og þarfir, fyrri kona mín gat ekki tjáð sig. Hún var yndisleg kona á margan hátt og mjög falleg en maður og kona geta ekki lesið í hug hvors annars og í okkar sambandi voru rafgeymarnir tæmdir.“ Ekki lengur falleg Sagan byrjaði fallega. Síðan kom þetta. „Þegar ég hitti fyrrum konu mína var hún mjög aðlaðandi, stórfalleg. Hún gaf í skyn að hún hefði verið þyngri á árum áður en skilnaðurinn sem hún hafði þá nýlega staðið í olli því að hún léttist. Þegar við eignuðumst fyrra barnið hafði ég orð á því við hana hvort hún vildi ekki reyna að létta sig, spurði hana hvort hún gæti einbeitt sér að því að losna við óléttukílóin, ekki bara mín vegna heldur hennar vegna. Síðan eign- aðist hún annað barn okkar og þyngdist enn meira og gat ekki misst þessi kfló. Nú er svo komið að mér finnst hún ekki líkamlega aðlaðandi lengur. í dag myndi ég spyija hana, þó það komi mér ekki lengur við, hvort hana langaði ekki sjálfa að vera grennri." Ekki fyrir nýja manninn hennar, heldur fyrir hana sjálfa og hann spyr í forundran: „Vilja ekki allir alltaf h'ta sem best út og vera stoltir af útliti sínu? Ef eitthvað er mikil- vægt fyrir annan aðilann þá finnst mér að makinn eigi að skilja það og reyna að líta sem best út.“ Nú var kominn Stígamótasvipur á blaðamann. Hvað var hann að fara þessi 48 ára karl, nú skildi það notað sem augljósast og sárast var! Þú ert að verða sköllóttur, í guðanna bænum gerðu eitt- hvað í því, hvað myndirðu segja við svona ábendingu? „Þetta er áhugavert. Ef tvær manneskjur geta talað um svona mál og ef annar aðilinn telur að sam- bandið verði betra og ástríðufyllra með breytingunni þá myndi ég fá mér hár- kollu eða fara í ígræðslu.“ Og viti menn, hann myndi aðallega vera ánægður yfir hreinskilninni. Algjörlega gagnkynhneigður En finnst Mark eins mikilvægt að karl- menn séu fallegir? Úbbs! Hann misskilur spurninguna? „Ég er algjörlega gagn- kynhneigður þannig að ég get ekki svar- að þessu.“ Jæja, þá höldum við bara áfram með fallegu konurnar. „Það sem ég er að segja er að mér finnst erfitt að laðast að konum sem eru ekki fallegar." Ég skil hvað átt er við með innri fegurð en... Skipta gáfur máli? „Nei, þegar við komum að því skiptir meira máli hvernig viðkomandi kona mun snerta eitthvað í mér, hvernig áhrif hún hefur á mig, kærleikurinn skiptir mestu, ég vil hlýja konu. Síðan er það spurningin um að hún sætti sig við mig og það sem ég stend fyrir. Kannski eru íslenskar konur ánægðar hérna og ekk- ert að hugsa um að flytja til Amerflai. Kannski finnst þeim ekki fýsilegt að flytja til þessa fallega fjallastaðar sem ég bý á. Þetta er skíðasvæði og á sumrin er mikið um að vera. Og hann spyr í ein- lægni: „Getur miðaldra maður frá íjöll- unum í Suðvestur Colorado fundið ástina og hamingjuna með fallegri íslenskri konu?“ Landskikinn dýri Hann er moldríkur. Fjárhagslegt öryggi, nammi namm! Hann er fasteignaráð- gjafi, býr í stóru bjálkahúsi sem hann byggði sjálfur og sem stendur á jarð- skika sem er án efa fallegasti staðurinn í Bandaríkjunum. Vegna þessa hefur landið hækkað mjög í verði. Rfldr og frægir eru nú einu kaupendurnir og er landið hans Marks metið á $3 milljónir. „Ég er tilbúinn að deila þessu að nokkru leyti með konu, alla vega býð ég fjár- hagslegt öryggi með þeim hætti að hún fær 1% af mímnn eignum fyrir hvert ár sem við erum saman.“ Vá, og þá 7% af millunum eftir sjö ár? „Nei, 5% er há- markið. Mér finnst ekki endilega réttlátt að maður sem á eitthvað undir sér eftir- láti nýjum maka helming eigna sinna skilyrðislaust. Skilnaðarlögin segja 50% af öllu og þótt ég vilji vera sanngjarn þá finnst mér ekki að það eigi að vera hægt að neyða mig til þess að selja eign mína ef til skilnaðar kæmi.“ Annað sem við þurfum að vita um Mark er að hann á tvö börn sem hann heldur góðu sambandi við og að hann er ekki æstur í að eignast fleiri en þó opinn fyrir öllu. Hann er í einlægni kominn til Akureyrar til að leita, hefur gengið um göturnar, litið inn í búðir og farið á lflc- amsræktarstöðvar en boltinn er hjá kon- unum, þessum fallegu, hlýju og opnu á aldrinum 25-35 ára. -mar

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.