Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 3
|Dagur-®mtmn Laugardagur 10. maí 1997 - 15 Finni hefur gefið út hók um siglingu á litla hraðbátnum FinnFaster þvert yfir Atlantshafið frá Finn- landi til íslands árið 1994. Hann segist hafa fengið köllun til að heimsœkja Sagna- eyjuna. Lítil, klæjandi hugmynd tók sér bólfestu í huga mínum. Stundum hvarf hún en kom jafnharðan aftur og fór vaxandi. Hún fékk á sig mynd, fór að ráða hugsunum mínum, hún varð að draumi. Á hraðbáti til ísiands! Óhugsandi, heimskulegt að nefna það! Ótrúlegur dómgreind- arskortur, stórmennskubrjálæði, hungur í æsifrétt. Þetta voru við- brögðin en ég lét þau ekki hafa nein áhrif á mig. Það geta ekki all- ir skilið allt. Þetta var eflaust líka sagt við Leif Eiríksson og Eirík rauða, sömuleiðis við Kólumbus... og samt fóru þeir.“ Þannig byrjar bókin Kall Sagnaeyjunnar - Á sportbáti til ís- lands eftir Finnann Pekka Piri, sem kom út í Finnlandi sl. haust. Piri sigldi ásamt félaga sínum á litlum báti þvert yfir Atlantshafið frá Finnlandi til lslands með við- komu í Svíþjóð, Noregi, á Hjalt- landseyjum og í Færeyjum. Hel- tekinn af hrifningu á íslandi og ís- lendingasögunum lét Piri úr höfn í Piri lýsir stormi og stórsjó og ýmsum ævintýrum á litla sportbátnum áður en takmarkinu var náð. Það er frábær tilfinning að sjá Vatnajökul bera við sjónar- deildarhring og ennþá betra að fara úr siglingagallanum eftir langa sjóferð. Helsinki vorið 1994 til að feta í fótspor víkinganna. Þetta var draumasigling kappans og hann skrifaði bók um hana. Pekka segir frá fólki sem þeir félagarnir hittu í ferðinni og spurningunum sem dundu á þeim um þessa köllun og stórhættulega uppátæki að heimsækja sagnaeyj- una á hraðbát, ástinni sem stund- um beið í leyni í óþekktri höfn, líf- inu um borð í skelinni, biluðum tækjum, stormi og stórsjó. Loksins koma þeir til Færeyja og síðan er stefnan sett á Höfn. Siglingin held- ur áfram klukkutúna eftir klukku- tíma, dag eftir dag. Loks sést Vatnajökull bera við sjóndeildar- hring. Takmarkinu er náð. Það er undarleg tilfinning að koma í höfn eftir langa siglingu og fara úr siglingagallanum sem er nánast orðinn samvaxinn við kroppinn. Finnarnir komast fljót- lega í samband við íslenska sigl- ingamenn og Pekka Piri nefnir í bókinni nokkra íslendinga sem voru honum hjálplegir, Torkel og Hallgrím, Önnu og Jonnu og svo veitingamanninn Örn Arnarson. Piri er stoltur yfir að hafa fylgt köllun sinni og siglt til íslands - hafa náð takmarkinu og ekki síst að hafa hitt forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. -GHS Hér er Pekka ásamt félaga sínum. Sjónvarpsfréttakonan Kristín Helga Gunnarsdóttir á Stöð 2 stendur sig vel, sérstaklega hvað manníjölgunina varðar enda er hún langt gengin með sitt þriðja barn, komin sjö mán- uði á leið. Kristín Helga á fyrir tvær dætur, 3ja og 8 ára, og eig- inmann, Helga Geirharðsson verkfræðing. Kristín Helga ku eiga von á sér um miðjan júh' og hverfur þá af skjánum í níu mánuði. Hún veit hvors kyns barnið er en vill ekki segja... Fleira er á döfinni hjá Kristínu Helgu því í haust kemtu út eftir hana bók fyrir 7-11 ára börn. Vinnuheitið er „Elsku besta Binna mín“ og mun Mál og menning gefa út. Bókin er um 9 ára stelpu sem heitir Binna. Sagan gerist á þeim tíma þegar mömmur voru enn flestar heimavinnandi og er Binna eina lyklabarnið í götunni. Heimili Binnu verður því miðstöð fyrir ýmiskonar uppákomur hjá krökkunum í hverfinu. Önnur þjóðþekkt kona sem nú á von á barni er söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir eða Diddú. Von er á barninu síðar í þessum mánuði en Diddú hefur ekki látið óléttuna halda aftur af sér og er enn að syngja á fullu. Fyrir tveimur vikum söng hún á tónleikum í Akureyrar- kirkju ásamt kór og sinfóníu- hljómsveit og í þessari viku aft- ur á ferð norðanlands, í þetta sinn til að syngja inn á geisla- disk með Kór Ákureyrarkirkju. Einhverjir höfðu af því áhyggjur að fresta yrði upptökum ef barnið tæki upp á því að flýta sér í heiminn en allt gekk eins og í sögu. Og meira slúður úr Akureyrarkirkju. Mömmumorgnar eru haldnir í Safnaðar- heimilinu í hverri viku og fá þá mæðurnar gjarnan til sín góða gesti. Nýlega kom í heimsókn förðunarfræðingur sem var með kennslustund í förðun. Eitthvað gekk illa að fá módel en þá gekk hjá sr. Svavar Alfreð Jónsson, aðstoðarprestur Akureyrarkirkju. Var hann gripinn og settur í stólinn og mál- aður fögrum htum. Var það mál kvennanna að hann hafi tekið sig afar vel út með farð- Brúðkaupsklukkurnar hringja gjarnan á hvítasunnunni og það verður engin undantekning að þessu sinni. Þá munu þeir Heimir Már Pétursson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins og fyrrverandi frétta- maður á Stöð 2, og Jón Árni Jóhannesson, þjónn, ganga í staðfesta samvist. Þeir hafa bú- ið saman í rúm sjö ár og nú er loksins komið að því. Athöfnin og veislan munu eiga sér stað á Jómfrúnni í Lækjargötu. Von er á metsöluhöfundinum Ólafi Jóhanni Ólafssyni til landsins á næstu vikum en hann er vanur að koma með íjölskylduna til íslands tvisvar á ári, um jólin og yfir hásum- arið meðan hitinn er hvað mestur í New York. Ólafur Jó- hann og eiginkona hans, Anna Ólafsdóttir, eiga tvo syni og er sá eldri mikill bílamaður. Hann gat nefnt bilategundir á götu fyrir tveggja ára aldur. ann... Heimir Mar Pétursson. Ólafsson. Gunnarsdóttir.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.