Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 8
20 - Laugardagur 10. maí 1997 ■> I LANDINU rt-r 'tr-rrr t > »« t ■ '1*» |Hagur-'2Imrám ínœstu vikufara „stákarnir okkar“ á heimsmeistaramót- ið í Kumamoto í Japan. Borgin er merkileg fyrir margra hluta sakir, t. d. er þar nýtísku- legasta jjós í heimi, teiknað af íslend- ingi, Ingu Björk DagjtnnsdótUir. Inga tók saman nokkra punkta um vettvang hand- holtaviðburðanna, og þar kemur í Ijós margt áhugavert. T.d. að strákarnir geta átt von á að vera boðnir í hrátt hrossakjöt! Handahófskennd handbók um handbolta í Kumamoto Kumamoto 1997. Heims- meistarakeppni í hand- bolta. Það eru sjálfsagt margir farnir að hlakka til að bora sig ofan í rótgróna hreiðr- ið sitt fyrir framan sjónvarpið og horfa á enn eina keppnina. Ég segi hreiður, því það er í anda litla Hyuta-san, sem er fugl og er keppnisdýr leikanna. Það er samt einhvern veginn ekki auðvelt fyrir leikmann að sjá hvernig nokkur skotkraftur getur komið úr léttfjöðruðum vængbroddi þrátt fyrir bollu- kinnar og ákveðinn svip og rétt- hentur er hann. Kumamoto er á Kyushuu eyju, einni af íjórum stærstu eyjum Japans. Þar ein- kennast náttúruöfl af öllu því sem við þekkjum, jarðhræring- um og eldfjallavirkni ásamt öllu sem því tilheyrir, hveralindum og slíku. Þar er geysifallegur þjóðgarður með frægu Sívirku eldfjalli, Aso-san, sem er með stærsta gíg í heimi. Eilíft ösku- fall megnar ekki að slá á hlý- hug þann og virðingu sem heimamenn bera fyrir Qallinu, þrátt fyrir að þeir eigi stundum í erfiðleikum með steypuna sem myndast þegar rignir ofan í öskuna. Tölvustýrðar kýr! í sama þjóðgarði ekki svo ýkja langt frá Aso er víðfræg rann- sóknamiðstöð í landbúnaði. íbúar Kumamoto eru nefnilega mjög framarlega í þeim fræð- um. Enda verður ekki annað sagt að beljurnar geti gengið hnarrreistar þegar gesti ber að garði, með tölvuhálsmen með persónuupplýsingum sínum. Fóðurtölva les upplýsingarnar af hverju hálsmeni og skammt- ar mat í tilhlýðilegu magni. Það þýðir ekkert fyrir Búkollu eða Boku-san að ætla að fá meira þegar hún er búin með skammtinn sinn, þótt svo hún sjái hinar beljurnar fá. En grös- in eru safarík og sveitin fagur- græn. Gróðurinn gefur lands- laginu mýkt og er náttúrufeg- urð mikil og fjölbreytt. Byggðastefna Kumamoto Það kemur ekki á óvart að heimsmeistarakeppnin skuli haldin í Kumamoto, heima- menn eru mjög metnaðarfullir fyrir hönd sinnar byggðar og gera eins vel og unnt er að gera þegar í eitthvað er ráðist. Sam- anber framkvæmdir þær sem Handboltahöllin glæsilega sem er hluti af byggðastefnu Kumamoto! íslendingar vígja hana gegn Japönum.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.