Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 6
1 18 - Laugardagur 10. maí 1997 LIFIÐ I LANDINU íDixgur-(iImrfam Wsm Árni Sigfússon segir að R-listinn hafi svikið kosningaloforðin, til dæmis hvað varðar aukna áherslu á uppbyggingu hjúkrunarheimila. Hann hafi lofað að hætta einkavæðingu þjónustustofnana, greiða niður skuldir, útrýma biðlistum, leysa atvinnuvandann og svo framvegis. Allt séu þetta öfugmæli. Loforðin séu fyrir bí. Sjálfstæðismenn hafa verið í þeirri óvenjulegu aðstöðu að vera í minnihluta í Reykjavík allt þetta kjörtímabil. Rúmt ár er til kosninga og greinilegt að menn eru farnir að hugsa sér til hreyfings. Árni Sigfússon hefur haft forystu í Sjálfstæðisflokknum en hann var fenginn til að skipa fyrsta sætið eftir að Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgar- stjóri, dró sig til baka fyrir þremur árum. Á þessari stundu er ekki af- ráðið hver leiðir listann. Inga Jóna Þórðardóttir borgafulltrúi hefur lýst yfir að hún hafi fullan hug á fyrsta sætinu. Árni Sig- fússon er fylgjandi því að próf- kjör verði haldið og Iætur ekki fyrsta sætið af hendi baráttu- laust. Hann segist ekki líta svo á að átök um fyrsta sætið veiki sína stöðu. „Úlfur, úlfur“? „Minnihlutasamstarfið hefur gengið mjög vel. Þetta eru nokkuð ólíkir einstaklingar sem hafa jákvæð áhrif hver á annan og hafa sín sérkenni og sér- þekkingu sem skiptir miklu máli til að skapa liðsheild. Við ákváðum í upphafi að vinna málefnalega. Áð því leyti hefur þessi minnihluti skapað sér- stöðu í sveitarstjórnum. Við höfum fylgt þessari ákvörðun okkar að starfa málefnalega. Við höfum ekki verið með yfir- boð. Við höfum gagnrýnt það sem við teljum vera gagnrýni vert og jafnframt fylgt eftir mál- um sem við höfum talið vera til framdráttar," segir Árni. Mörgum finnst að ekki hafi verið um mikla gagnrýni að ræða af hálfu minnihluta Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn og menn hafi ekki notað tæki- færi til andstöðu nærri því nógu vel. Ingibjörg Sólrún hafi mætt óþarflega lítilli mótspyrnu. Árni Sigfússon segir að ef menn séu ósáttir við að ekki hafi verið beitt harðari aðferðum í minni- hlutanum þá kunni að vera ágreiningur um það hvernig beri að starfa í minnihluta. Það sé ekki óeðlilegt að þessi gagn- rýni komi fram því að menn séu vanir öðrum aðferðum. „Menn eru vanir því að hróp- að sé „úlfur, úlfur“ oft án tilefn- is við fyrsta tækifæri og snemma á kjörtímabili. Við höf- um ekki gert það. Ég tel að það sé mikilvægt að við séum trú- verðug allan tímann," segir Árni. Öll sæti laus Hann kveðst hafa heyrt yfirlýs- ingu Ingu Jónu í fréttum og svo hafi Inga Jóna haft samband við sig og sagt sér hvernig þetta hafi borið að. Sér finnist sjálf- sagt að þeir fimm einstaklingar sem hafi reynt með sér í annað sæti í síðasta prófkjöri, þar á meðal Inga Jóna, hafi áhuga á fyrsta sætinu nú. „Ég hef búist við að menn líti svo á að í prófkjöri séu öll sæti laus þegar þessar aðstæður eru hjá okkur í flokknum. Þetta kom mér því ekkert á óvart. Mér finnst líka eðlilegt að það séu til konur eins og karlar í flokknum sem treysti sér til þess að leiða hópinn. Ég tel að við séum mjög vel sett með þennan hóp. Það séu til ein- staklingar, fleiri en ég, hæfir til að leiða hann. Þannig vil ég sjá liðsheildina," segir hann. Margir hljóta að velta fyrir sér hvort yfirlýsing Ingu Jónu beri vott um togstreitu innan hópsins en Árni segir svo ekki vera. Sjálfstæðismenn séu aldir upp við prófkjör en það kunni að vera erfitt fyrir fólk, sérstak- lega fólk úr öðrum flokkum þar sem val á lista fari fram innan þröngs hóps flokksmanna, að skilja þetta. Yfirleitt sé þar tal- að um flokka sem hafi lítinn al- mennan stuðning. Það sé erfitt fyrir þá að skilja að prófkjör séu sjálfsögð vinnubrögð, sem skilji ekki djúp sár eftir. Reiðubúinn til forystu - Nú hafa borgarstjórar sjálf- stæðismanna gjarnan átt fyrsta sætið í prófkjörum. Það gildir bæði um Davíð Oddsson og Markús Örn Antonsson núna

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.