Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 9
Jbtgur-®tnmm Laugardagur 10. maí 1997 -21 LIFIÐ I LANDINU Fjósið sem Inga Björk teiknaði ásamt starfsbróður sínum, ekki væsir um kýrnar í Kumamoto! Fyrir fjósið, sem er hluti af rannsóknamiðstöð í landbúnaði, fékk Inga æðstu viðurkenningu japanska arkitektafélagsins - sem arki- tekt ársins. Hosokawa þáverandi ríkisstjóri og síðar forsætisráðherra tókst á hendur. Árið 1988 var Kum- amoto Art Polis verkefninu hleypt af stokkunum. Það er mjög metnaðarfullt og á varla sinn líka í heimin- um. Ráðamenn voru orðnir mjög þreyttir að horfa á bak unga fólMnu sem hélt til náms til Tokyo, en kom svo ekki til baka. Það þurfti greinilega að gerbylta ímynd Kumamoto og gera svæðið eftir- sóknarvert. Kum- amoto skyldi ekki álitið eitthvert krumma- skuð. Arkitektinn Isozaki var valinn til liðs við heima- menn og nú átti að gerbylta andrúmslofti og úthti. Bygging- ar skyldu rísa, þarfar byggingar s.s. íbúðarhúsnæði, skólar, ferjustöð, rannsóknarmiðstöð í landbúnaði, lögreglustöð, menningarmiðstöðvar o.s.frv. Alls rúmlega 50 verk. Markmið- ið var hágæða arkitektúr sem hafði það hlutverk að skapa og endurnýja menningararfleifð- ina fyrir komandi kynslóðir. Voru arkitektarnir fengnir hvaðanæva úr heiminum. Ár- angurinn hefur verið mjög at- hyglisverður og vakið athygli og viðurkenningar. Handboltahöll- in glænýja lýsir sama áræði og Art Polis einkennist af. Það er skemmtilegt fyrir okkur íslend- inga að fá að leika fyrsta opin- bera leikinn sem haldinn er í þessari höll á móti heimamönn- um þann 17. maí. Þeir japönsku segja að opnunarleikurinn á móti íslendingum sé mikilvæg- ur, íslendingar búist sjálfsagt við að vinna Japani. Hinn opin- beri handbolti - þ.e.a.s. boltinn sjálfur - verður skreyttur með „kabuto“ eða hefðbundnu munstri á stríðshjálmum Japan. Verðlaunapeningarnir (skyldum við komast í návígi við þá?) eru skreyttir handboltamanni sem er að skjóta og er bakgrunnur kirsuberjatré. þykjast vera japanskir og skella sér í sento, sem eru mynd- skreytt almenningsböð. Það er yndislegt að heimsækja Kum- amoto. Allt er það sem okkur íslendinga langar í: hlýtt og gott veður, einstak- lega viðmótsþýtt fólk og gestrisið, nógir heitir pottar (líka fyr- ir embættismenn!), kraðak af kara- oke- búllum og hinum ómissandi hostess-börum! Þar bíða freyjurn- ar viðskiptavinanna, sem eru yfirleitt karl- kyns, og hlýða með blíðu brosi á ergilegar frásagnir af því hvernig gekk í vinnunni þann daginn, hversu leiðinlegur og ósanngjarn forstjórinn hafi ver- ið, hvað vinnufélagarnir eyði stundum tíma í persónuleg samtöl í vinnutíma og hvað þetta sé allt saman erfitt. Á milli andvarpanna drekkur maðurinn úr viskýglasi sínu og hún fyllir glasið jafnóðum og hann sýpur. Hver veit nema þetta eigi sinn þátt í að hjóna- böndin endast? Það er ekki verra að fá karlinn heim eftir að hann er búinn að koma við annars staðar á heimleiðinni og losa sig við allt ergelsið. Hrátt hrossakjöt! Matföng í Kumamoto eru sér- staklega ljúffeng og er matur- inn mjög fjölbreyttur og góður. Þá ber fyrst að nefna nautakjöt- ið sem er vafalaust hið besta í heimi. Hins vegar er „þjóðar- rétturinn“ í Kumamoto hrátt hrossaket og fróðlegt að vita hvað íslenskir landbúnaðar- frömuðir ráðleggja strákunum þegar það verður borið fram! Nema sr. Pálmi fararstjóri blessi það, Japanir eru jú öllu vanir hvað seremóníur varðar. Svo getur verið að kjötið sé af íslensku hrossi! Eitthvað er víst flutt úr af því héðan og austur. Þeim sem hafa tök á og vilja fylgjast með keppninni og fá fréttir á netinu, slá inn ://hand- ball.etnet.co.jp/ Fjölbreytt menningarlíf Það er mikið og gott hveravatn í Kumamoto og ekki dónalegt fyrir strákana okkar að fara í virkilega gott onzen eða jafnvel Heit böð og pottar, hrátt hrossakjöt, te og freyjur fyrir þá sem vilja. Ekki amalegur staður fyrir þreytta handboltamenn! Ódýrt þakjám lofta- og veggklæðningar Framleiðum þahjárn, lofta- og veggklæðningar á hagstæðu verði. Galvaniserað, rautt, hvftt, koksgrátt og grænt. TIMBUR OG STÁL HF. Smiðjuvegi 11, Kópavogi. Símar 554 5544 og 554 2740, fax 554 5607. Kennarar-Kennarar Kennara vantar við Svalbarðsskóla f Þistilfirði. Almenn kennsla, sérkennsla, íþróttakennsla, tón- mennt. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 468 1140 og 468 1385. Skólanefnd. £. HÁSKÓUNN „/ | />. / . | ♦ aakureyri Haskoliim a Akureyri Matvælaframleiðsla Tekið hefur til starfa námsbraut í matvælafram- leiðslu við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akur- eyri. Námið við námsbrautina er þverfaglegt og tekur til helstu þátta matvælaframleiðslu. Meðal kennslu- greina eru stjórnun og rekstur fyrirtækja auk mat- vælagreina svo sem efnafræði, örverufræði, nær- ingarfræði, framleiðslutækni og markaðssetning. Námið miðar að menntun stjórnenda fyrir mat- vælaframleiðslufyrirtæki í sjávarútvegi, landbún- aði og iðnaði Umsóknarfrestur um nám í matvælafram- leiðslu er til 1. júní 1997. Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veitt- ar á skrifstofu háskólans, sími 463 0900 frá kl. 8.00-16.00 alla virka daga. L. HÁSKÓUNN ../ | /|. / . , ♦ a akureyri Haskoliiin a Akureyri Kcnnslufræöi til kennsluréttinda Nám í kennslufræði til kennsluréttinda fyrir starfandi leiðbeinendur í grunn- og framhaldsskól- um hefst á hausti komanda við kennaradeild Há- skólans á Akureyri ef næg þátttaka fæst. Um er að ræða 30 eininga nám sem stendur í tvö ár. Háskólinn áskilur sér rétt til að takmarka fjölda innritaðra ef þörf krefur. Forgang í námið hafa að öðru jöfnu leiðbeinendur í raungreinum. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Umsóknareyðublöð fást á deildarskrifstofu kenn- aradeildar að Þingvallastræti 23, sími 463 0930 og á aðalskrifstofu háskólans á Sólborg, sími 463 0900. Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri í síma 463 0960, fulltrúi kennaradeildar í síma 463 0930 eða forstöðumaður kennara- deildar í síma 463 0903.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.