Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 19

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 19
J!agur-'(Eímmn Laugardagur 10. maí 1997 - 31 L.IFIÐ I LANOINU Þrœlpoppaður bisk- up tilefni þess að slegið var upp óvenjulegri matar- veilsu. tli að sé ekki farið að slá í’ann?“ varð einum kímnum að orði þegar fréttist að boðið yrði upp á 17. aldar mat í Skálholti á dögun- um. Tilefnið var ráðstefna vegna þrjúhundruðustu ártíðar Þórðar Porlákssonar biskups (1674-1697), þar sem boðið var upp á viðamikla dagskrá á laugardag og sunnudag með fyrirlestrxun, tónleikum, 17. aldar kvöldverðinum á laugar- dagskvöldinu og 17. aldar messu á sunnudeginum. Það er greinilegt að Þórður biskup hefur verið fjölmenntað- ur og margvirkur, bæði sem biskup og maður. Það ber efni fyrirlestranna vitni um, sem m.a. fjölluðu um menntun Þórðar, innlegg hans til hug- mynda um fsland erlendis, framlag hans til landafræði og kortagerðar, þekkingu hans í læknisfræði, skáldskap hans, útgáfustarf og garðrækt, svo nokkuð sé nefnt. En aftur að matnum, hvernig var 17. aldar matseðilhnn í Skálholti? „Já, við Ingólfur Guðpason, garðyrkjumaður. í Laugarási, reyndum að grennslast aðeins fyrir um það í gömlum plögg- um,“ sagði Jón K.B. Sigfússon, matreiðslumeistari, og kom- umst að þessari niðurstöðu: Fordrykkur: Snaps með kú- meni Forréttur: Léttsoðinn silungur, vaflnn í njólablað. Mysumar- eneraðir ætisveppir með tún- súru og rjómaskyri með hun- angi. Aðalréttur: Hlaðborð með hangikjöti, saltkjöti, nýju og súru slátri, nýju lambakjöti og súpu með rófum, káli og öðru úr garðinum. Til meðlætis og aukreitis: Gróft brauð, æti- sveppir, rúsínur, sveskjur, grá- fíkjur, harðfiskur, smjör og skyr. Drykkir: 17. aldar mjöður, vín, vatnsblönduð mysa og vatn. „Okkur Ingólfi fannst alveg merkilegt hve matjurtagarður- inn var fjölbreytilegur hjá bisk- upnum því þar mátti finna steinselju, graslauk, radísur, kúmen, hvítkál, grænkál og sal- at. Þá ræktaði hann líka bygg og rúg og innflutningsskýrslur sýna að hann hefur keypt fjöl- margt til matargerðar frá út- löndmn, eins og t.d. pipar, timi- an, engifer, múskat, vínedik, bóghveiti, sykurtoppa og öl- gerðarefni," sagði Jón. „Hann hefur verið alveg þrælpoppaður þessi biskup.“ „Undirbúningm-inn að þess- Jón K.B. Sigfússon hafði yfirumsjón með matreiðslunni. um kvöldverði hefur staðið yfir í alllangan tíma því við létum vinna fyrir okkur kjöt, smjör, osta, mjöð, snaps, brauð og tólgarkerti eftir þeim aðferðum sem tíðkuðust hér í tíð Þórðar. Allt hráefni er það sama og vit- að er að ræktað var hér þá og það sem biskupinn pantaði til staðarins fyrir meira en 300 ár- um,“ sagði Jón Pálsson, rektor Skálholtsskóla og forstöðumað- ur ráðstefnunnar. Ráðstefnugestimmn, sem voru um 70 talsins, var tíðrætt um þennan sérstaka kvöldverð og bárust beiðnir um endur- tekningu á þessari „Þórðargleði í mat og drykk“ fyrir tvo hópa. Að sögn Jóns rektors hefur nú verið ákveðið að gefa þeim sem heimsækja Skálholt í sumar tækifæri til að njóta máltíðar sem þessarar og vera uppi mn stund fyrir þrjú hundruð árum síðan. -SB/Árnessýslu 17. aldar málsYerður í Skálholti BRIDGE Útspil: Tígulás Eftir að makker opnar er erfitt að halda sig frá slemm- unni. Þessar sagnir eru ekki vit- Iausari en hver önnur sagnröð en útspilið er óhagstætt fyrir sóknina. Vestur skiptir síðan í lauf og nú gengur allt út á að fyrirbyggja tapslag á tromp. Hvað hyggst lesandinn gera? Á að toppa spaðann? Á að fara í blindan og svína strax? Eða á að toppa fyrst og svína síðan? Svar: Það er rangt að taka tvo efstu í spaða. Þegar fimm spil eru úti eru líkurnar töluverðar á að drottningin detti ekki. Og hvað svíninguna varðar myndu margir toppa einu sinni og svína svo. Þeir eru að verja sig gegn drottningunni blankri í vestur en hinir sömu gleyma að ef vestur á blankan hund hefur spilið tapast. Og líkurnar eru miklu meiri á því ef spaðinn liggur 1-4, að hundur sé blank- ur fremur en drottningin. Björn Þorláksson skrifar A Idag, laugardaginn 10. maí, verður haldið opið silfur- stigamót í Þönglabakkanum, Reykjavík. Spiluð verður sveita- keppni, fimm 10-spila leikir og er spilað um 2,5 silfurstig á mann í leik. Þátttökugjald er kr. 6.000 á sveit og rennur helm- ingur innkomu í verðlaun. Mót- ið hefst kl. 11.00 og því lýkur kl. 19.00. Tilvalin æfing fyrir þá sem eru á leiðinni á Kjördæma- mótið á Siglufirði um næstu helgi. Hjálpað verður til við myndun sveita en skráning og nánari upplýsingar eru á skrif- stofu BSÍ í síma 5879360. Bikarkeppnin 1997 Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig í Bikarinn, en frest- Siglfirðingar bjóða til bridgeveislu um næstu helgi þegar kjördæmamótið fer fram. Eflaust láta sterkir heimamenn sig ekki vanta í slaginn. Dagur- Tíminn birtir hér 9 ára gamla mynd úr safni af bræðrunum Olafi og Stein- ari Jónssonum Sigurbjörnssonar en þeir hafa lengi verið í eldlínunni þótt ekki séu þeir gamlir að árum. Ef drottningin er fjórða í austur er aðeins hægt að svína einu sinni eftir að ásinn er tek- inn fyrst. Spihð tapast því. „Varfærnu" spilararnir sem mundu eftir möguleikanum á blankri drottningu, gleyma hreinlega að það eru íjórum sinnum betri líkur á hinni leið- inni. urinn rennur út miðvikudaginn 14. maí. Upplýsingar og skrán- ing há BSÍ. Þrautin Norður/enginn * 76 V KDT42 * KD5 * KG6 * ÁKGT98 V Á * G76 * ÁDT Sagnir: Norður Austur Suður Vestur lhjarta pass 2spaðar pass 2grönd pass 6 spaðar pass pass pass Opin silfurstigakeppni

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.