Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 13

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 13
|DiigurJ3Rttrám Laugardagur 10. maí 1997 - 25 Heilsu- uppskriftir Þóra Guðlaug Ásgeirsdóttir og Hermann H. Huijbens í Heilsu- horninu á Akureyri áttu fleiri uppskriftir í pokahorninu. Þar sem aðeins tvær komust fyrir með viðtalinu birtum við hinar tvær hér. Hvítar baunir m/skinku og epium (gömul hollensk heimilisupp- skrift) 400 g soðnar hvítar baunir 2 laukar 1 krukka tómatkraftur 500 g smjör 2 negulnaglar malað timian á hnífsoddi 4 dl grœnmetissoð 12 skinkusneiðar 2 rauð epli 1 súrt grœnt epli Léttsteikið skorinn laukinn í smjörinu án þess að brúna hann. Græna eplið skorið í ten- inga og bætt útí ásamt tómat- kraftinum og kryddi. Eftir smástund er soðinu síðan bætt útí og soðið við vægan hita í u.þ.b. 1/2 tíma. Allt sett í eldfast mót. Dreifið skinkusneiðunum ofaná og skerið rauðu eplin í báta og raðið ofaná skinkuna. Hitið vel í gegn í 200 C heitum ofni. Hirsi m/lauk, gulrótum og Hiziki 2 bollar skolað hirsi 1/2 laukur (skorinn í ten- inga) 2 gulrœtur (skornar í ten- inga) 1/4 bolli Hiziki (bleytt upp og skorið í bita, þang) 6 bollar vatn 1/2 tsk. salt ristuð sesamfrœ Leggið lauk og gulrætur í botn á potti (fyrst lauk, þar ofan á gulrætur og síðast hiziki). Hellið síðan hirsi yfir, vatni og salti. Setjð lokið á og sjóðið við vægan hita í 30 mínútur. Hrær- ið saman eftir suðu og skreytið með ristuðum sesamfræum. Ath! Auðvelt er að rista se- samfræ á þurri pönnu. Túnfisksomiletta fyrirfjóra 1 msk. olífuolía 175 g kartöflur (skornar í litla bita) 3 laukar (saxaðir) '/ rauð paprika (söxuð) 198 g dós af maísbaunum 100 g dós af túnflski 4 stór egg salt og pipar Hitið olíuna á steikarpönnu. Setjið kartöflurnar á pönnuna og hitið yfir meðalhita í 10-15 mínútur. Hrærið í af og til. Bæt- ið laukunum og paprikunni við, saltið og piprið. Látið malla í 2 mínútur. Setjið maísinn og túnfiskinn saman við. Hrærið eggin og hellið útá. Hitið varlega í 5-8 mínútur, eða þar til eggin fara að setjast á barmana. Grillið þar til omilettan verður gullin- brún. Skerið í sneiðar og berið fram með grænu salati. Ath! í staðinn fyrir maís og túnfisk er t.d. hægt að setja skinku og sveppi. Silicol verkar gegn brjóst- sviða, nábít, vægum maga- særindum, vindgangi, uppþembu og bæði niður- gangi og harðlífi. Silicol er hrein náttúruaf- urð án hliðarverkana. fæst í apótthum. Valhnetukaka 200 g valhnetur 100 g suðusúkkulaði 250 g sykur 200 g hveiti 8 eggjahvítur salt á hnífsoddi Krem: 8 eggjarauður 100 g sykur 100 g suðusúkkulaði 3-4 msk. sterkt kaffi flórsykur (til skrauts) Myljið hneturnar og súkkulaðið saman við sykur og hveiti í ma- tvinnsluvél. Stífþeytið eggjahvít- urnar með saltinu. Setjið val- hnetublönduna varlega saman við eggjahvíturnar. Hellið í form og bakið í 170° C heitum ofni í 45-50 mínútur. Látið kólna og skiptið síðan botninum í tvennt. Kremið er búið til á eftirfar- andi hátt: Hrærið saman eggja- rauðum og sykri. Bræðið súkku- laðið og setjið saman við eggja- hræruna á meðan það er volgt. Setjið smjörið útí og hrærið þar til kremið er orðið létt og loftkennt. Kælið (má gjarnan setja í frysti í smástund). Vætið kökubotnana með kaffi, hugsanlega smávegis líkkjör, og leggið þá saman með súkkulaði- kremið á milli. Látið standa í tvo tíma. Sáldrið flórsykri yfir kökuna rétt áður en hún er borin fram. I BUÐARLAN TIL ALLT AÐ Um erað ræða verðtryggð jafngreiðslulán (annuitet) til íbúðarkaupa, endurbóta ogviðhalds, með mánaðarlegum afborgunum. Allar nánari upplýsingar veita þjónustufulltrúar. * SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA JS SPARISJ ÓÐUR HAFNARFJARÐAR

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.