Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 7
iElcigur-®mtmn Laugardagur 10. maí 1997 -19 LIFIÐ I LANDINU síðast og ekki verið nein átök um það? „Það hefur gjarnan verið þegar borgarstjóri er sjálfstæð- ismaður þá hefur hann mjög sterka stöðu með fyrsta sætið í prófkjöri. Þegar staðan er ekki slík heldur sú að við erum í minnihluta og höfum oddvita hópsins þá er ekkert óeðlilegt við það að kosið sé á milli manna. Það gerðist fyrir kosn- ingar 1982 og ég geri ráð fyrir að það gerist aftur fyrir kosn- ingar 1998, í báðum þessum til- vikum þegar við höfum verið í minnihluta," segir hann. - En er hann fylgjandi því að menn lýsi því yflr hvaða sætum þeir sækjast eftir? „í minni stöðu sem oddviti Ustans tel ég mjög eðlilegt að ég lýsi því yfir að ég er reiðubúinn að taka á mig þetta forystuhlut- verk en röð skiptir ekki öllu máli ef menn vinna vel saman,“ segir Árni og vitnar í Lao Tse. Hann segi að hinn góði leiðtogi sé sá sem fari minnst fyrir. Þeg- ar slíkur leiðtogi hafi lokið sínu verki og það hafi gengið vel þá segi fólkið: Við gerðum þetta. „Mér finnst þetta vera mikil stjórnarspeki og vil gjarnan og hef gjarnan unnið í þessum anda í mínum hópi. Hins vegar er einn oddviti og það er eðli- legt að hann sé valinn með sem lýðræðislegustum hætti," segir hann. - Ætlar þú þá að leiða D-Ust- ann? „Ég er reiðubúinn að gera það. Það er ekkert annað í stöð- unni.“ - Nú hefur verið orðrómur um að þú ætUr jafnvel að draga þig í hlé? „Það koma alltaf upp tímabil í lífi fólks og fjölskyldna þar sem erfiðleikar steðja að. Það er öllum hollt og gott að meta stöðu sína en okkur sýnist ekk- ert hindra það að við höldum okkar striki,“ segir hann. Hef góðan stuðning - Telur þú að þú hafir stuðning Davíðs Oddssonar, formanns flokksins? „Sem oddviti borgarstjórnar- flokksins hef ég góðan stuðning hans. Sem formanni flokksins ber honum að styðja þann sem er valinn til þessa hlutverks, tU dæmis í prófkjöri. Ég tel eðhlegt að hann styðji þann sem þannig er valinn tU forystu. En mér fyndist ekki sjálfgefið að for- ystumaður flokksins sé að taka afstöðu milli einstaklinga í próf- kjöri. Það kann jafnvel að vera óheppilegt,“ segir Árni og kveðst hafa átt ljómandi gott samstarf við for- manninn. - Myndi það ekki koma sér til góða fyrir þig að hafa yfirlýstan stuðning hans? „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það komi til góða hverjum sem er en mér fyndist það ekki sjálfgef- ið og í sjálfu sér álitamál hvort formaður flokks- ins eigi að skipta sér þannig af sveitarstjórnar- rnálurn." Árni kveðst hafa ágætan stuðning Davíðs í því hlutverki sem hann gegni nú, viti að hann hafi stuðning hans nái hann kjöri í fyrsta sætið í prófkjöri innan flokksins en ætlist ekki til að hann leggi sérstakar línur í Reykjavík frekar en öðrum sveitarfélögum. Auðvitað myndi það koma sér persónulega vel en ekki sé hægt að ætlast til þess. Árni neitar því að Davíð skipti sér á nokkurn hátt af borgarmálum þó að hann fylg- ist með sem þingmaður Reyk- víkinga. Það segir hann að breytist ekkert þó nær dragi kosningum. Ekki þörf á uppstokkun Talsverð endurnýjun varð á lista sjálfstæðismanna í síðustu kosningum, tveir af sjö aðal- borgarfulltrúum, þar sem bæði Inga Jóna og Gunnar Jóhann Birgisson komu ný inn. Árni segir að núverandi hópur sé sterkur og starfi vel saman og því sé ekki þörf á uppstokkun. „Þetta er fólk með mismun- andi hæfileika sem er mjög mikiivægt til að skapa liðsheild sem skilar árangri. Það er hins vegar alltaf jákvætt að hæfileg endurnýjun eigi sér stað en við getum allt eins séð gott fólk í varasæti eins og aðalsæti. Mið- að við mögulegan meirihluta í næstu kosningum yrði borgar- stjórnarflokkurinn að minnsta kosti 16 manns. Mér þætti eðli- legt að sjá einhveija endurnýj- un í þeim hópi,“ svarar hann. - Hefur þú áhuga á að setjast inn á þing? „Nei. Mér finnst miklu hkara mér að gera góða hluti í borg- inni og fara svo að sinna allt öðru. Ég tel að stjórnmálamenn eigi að staldra tiltölulega stutt við og fara svo í önnur störf. Það eru til ágætar undantekn- ingar á þessu, menn sem reyn- ast vel og lengi, en þetta finnst mér að eigi að vera meginregl- an,“ svarar Árni. Hann telur að það taki um sex ár að fá reynslu og þekk- ingu á stefnumálum og vinnu- lagi í sveitarstjórnarmálum. Þegar menn hafi fengið tæki- færi sé æskilegt að þeir séu að í átta til tólf ár eftir því í hvernig stöðu þeir eru. Sjálfur hefur Árni verið borgarfulltrúi frá 1986. Hann segist ekki vera bú- inn að setja niður fyrir sér hversu lengi hann haldi því áfram. Sé spurt hve lengi hann myndi sitja sem borgarstjóri ef til kæmi þá telji hann að menn eigi að sitja „skemur fremur en lengur." Menn eigi ekki að verða aldnir í þessu starfi. - Hvernig finnst þér sam- starfið hafa gengið hjá Reykja- víkurlistanum undanfarin þrjú ár? „R-listinn er búinn að kasta frá sér hugsjónum sínum og stórum kosningaloforðum. Það er það sem virðist ætla að standa upp úr. Ég kann ágæt- lega við þá einstaklinga sem þarna starfa en mér finnst vera málefnaleg fátækt. Þau hafa sterkan vilja til að halda vald- inu og það snýst allt um það. Menn virðast ekki fara eftir þeim hugsjónum sem maður gat lesið út úr þessum stjórn- málaflokkum fyrir nokkrum ár- um. Nú hefur Ingibjörgu Sólrúnu verið líkt við Davíð Oddsson og þótt vera sterkur leiðtogi. Árni segist telja að hún hafi á marg- an hátt skilað sínu verki sem leiðtogi R-listans en ekki sé hægt að gefa stjórnanda háa einkunn þegar svo mörg kosn- ingaloforð hafi verið svikin eins og raun beri vitni. „Eitt eru loforðin og hvernig staðið er við þau. Annað er að útskýra stöðugt hvers vegna ekki hefur verið staðið við lof- orðin. Okkur finnst borgarstjóri halda sínu fólki uppi á snakki og skýrslugerðum. Henni hefur tekist vel upp í því. Menn eru sáttir hver flokkur og hver ein- staklingur í sínum valdastöðum en sé horft á málefni þá eru of mörg mál svikin til að þau eigi skilið að fá háa einkunn,“ segir Árni. Öfugmæli - Hvaða kosningaloforð eru það? „R-listinn lofaði að auka áherslu á uppbyggingu hjúkr- unarheimila, hætta einkavæð- ingu þjónustustofnana, greiða niðvu- skuldir, hækka ekki skatta, útrýma biðlistum á leik- skóla, leysa atvinnuvandann, einfalda stjórnkerfið. Allt eru þetta öfugmæli, hugsjónir horfnar og loforðin fyrir bí,“ segir hann. - Og að lokum: hvað skyldi það vera sem knýr íjölskyldu- manninn, framkvæmdastjórann og stjórnmálamanninn Árna Sigfússon áfram? „Sköpunarþrá og vilji til að hafa jákvæð áhrif á umhverfi mitt. Þegar vel gengur nýti ég meðbyr til betri verka, þegar verr gengur beiti ég þrjósku til að lifa af. Ég er vel byrgur af eldsneyti!" Árni Sigfússon segist vera fylgjandi því að valið verði á lista Sjálfstæðisfiokksins með próf- kjöri fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Hann er oddviti flokksins og skipaði fyrsta sætið fyrir þremur árum. Það ætlar hann ekki að láta baráttulaust af hendi. Hér sést Árni á tali við Markús Örn Antonsson, fv. borgarstjóra. uppþvottavélar 4-7 þvottakerfi • Sérstaklega hljóðlátar • Sparnaðarrofi Frábært verð - Frá kr. 49.755 KAUPLAND KAUPANGI Sími 462 3565 • Fax 461 1829 Hamar félagsheimili Þórs: Salir ti I leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 Frá mötuneyti Mennta- skólans á Akureyri Starf forstöðumanns mötuneytis Menntaskólans á Akureyri er hér með auglýst laust til umsóknar. Um- sóknarfrestur er til 1. júní nk. Ráðið verður í starfið frá 1. september 1997. Mötuneyti Menntaskólans á Akureyri er sjálfseignarstofnun sem selur nemend- um, kennurum og öðrum starfsmönnum skólans fæði á kostnaðarverði. Starf forstöðumanns er í því fólgið að sjá um daglegan rekstur undir yfirstjórn mötuneytisráðs í samræmi við reglur sem þar um gilda. Forstöðumaður hefur á hendi innkaup til mötuneytis, skipuleggur vinnu starfsfólks og stjórn- ar matseld í eldhúsi og vinnur í samvinnu við aðra starfsmenn skólans og heimavistar að velferð nem- enda. Rík áhersla er lögð á góða menntun, starfs- reynslu, sem að gagni má koma, og á góðan sam- starfsvilja. Frekari upplýsingar veitir undirritaður á viðtalstíma í síma Menntaskólans á Akureyri, 461 1433. Menntaskólanum á Akureyri, 8. maí 1997. Tryggvi Gíslason, skólameistari M.A. Féloig versliinar- °g UJpfey skrifstofufólks, Akureyri og nágrenni Aðalfundur verður mánudaginn 12. maí 1997 kl. 20.30 á 4. hæð, Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta. Kaffi á könnunni. F.V.S.A Söng- og kóráhugafólk Viltu syngja Hándels Messias í Globenhöllinni 1 Stokkhólmi í nóvember 1997. Heimskórinn (World Festival Choir), alþjóðlegur kór jafnt fyrir byTjendur sem vant kórfólk. Innritun stendur yfir, fjöldi söngvara er ótak- markaður. Upplýsingar í síma 567 7667 og á Inter- netinu: http: /aatww.treknet.is/steinarb/wfc WFQ Heimskórinn

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.