Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 2
14 - Laugardagur 10. maí 1997 ^Dagur-®úttmr. BORNIN I LANDINU Barnahornid Við höfum verið iðin við að benda foreldrum á hvað gaman sé að gera með börnunum. En hvað segja þau sjálf? Dagur-Tíminn lagði þessa spurn- ingu og fleiri fyrir nokkra krakka í skólavistun í Barnaskólanum á Akur- eyri. Þorbergur Þórar- insson, 9 ára: „Um helgar fer ég á íþróttaæfingar, en ég æfi bæði fótbolta og handbolta. Á gæslunni er ég líka oft í íþróttum. Stundum förum við mamma, pabbi og ég um helgar í ferðalög og þá er gaman." Eva Lind Ragnars- dóttir, 9 ára: „í skólavistun er mest gaman að skoða í smásjá, kubba, lita og leika mér við vinkonur mínar úti. En um helgar, auk þess að leika mér við vin- konrn- og vera úti, fer ég í sund. Það er einnig gaman þeg- ar pabbi og mamma fara til útlanda." Þröstur Bjarkason, 7 ára „en ég verð 8 ára 14. maí“: „Mér finnst skemmtilegast að fara í bíó og þegar pabbi kaupir gælu- dýr eða dót handa mér. Hér í gæslunni er mjög gaman í smíðum.“ Amór Hallsson, 7 ára: „Mér finnst gam- an að fara á fót- boltaæfingar um helgar og einnig er ég að „snakka" við pabba og mömmu á laugardagskvöldum. Um þessa helgi ætla ég að halda upp á afmælið mitt sem er 12 Snorri Pétur Níels- son, 7 ára: „Skemmtilegast þykir mér að heimækja aðra og fara í leiki, t.d. Sín- alkó. Með mömmu þykir mér mest gaman að baka og veiða með pabba. Þessa helgi ætla ég að leika við frænda minn. f skólavist- un föndra ég mikið og Uta.“ Fleiri krakkar í skólavistun höfðu frá heilmiklu að segja en við verðum að bíða með að segja frá hvað þeim þykir skemmtilegt þangað til í næsta bamahorni. Unnið af Hjálmari Stefáni Brynjólfs- syni, nemanda í starfskynningu. LIFIÐ I LANDINU Magdalena M. Hermanns opnar í dag sýningu á portrettmyndum afBáru bleiku, Sœvari Karli Fyrir tæpum þremur árum lauk Magdalena námi í stúdíóljósmyndun og auglýsingaljósmyndun í Hollandi og hefur hún verið með annan fótinn er- lendis síðan en er nú að koma sér á framfæri hér á landi. Hún opnar fyrstu einkasýningu sína í dag í Galleríi Horn- inu. „Uppistaðan eru svart-hvítar portrettmyndir og síðan er liturinn í kjall- aranum á slides-sýningu," segir Magdal- ena. Hún hyggst fara með hluta af sýn- ingunni til Þýskalands síðar á árinu. „Þjóðverjar eru spenntir fyrir íslendingum og þeir vilja fá eitthvað sérstak en þetta er ekki bara ímyndin." Myndirnar eru því allar af íslendingum en á þetta að vera einhvers konar þversnið af þeim? „Þetta er af allavega fólld. Þetta eru íslend- ingar og þeir eru allavega. „Þetta er ekki þessi standard tegund af myndatöku, ég vil frekar reyna að ná einhveijum karakter. En mér finnst íslend- ingar akkúrat ekkert skera sig frá öðrum þjóðum. Til þess er leikurinn einmitt gerður. Að sýna að þetta er bara ósköp venjulegt, fallegt og yndislegt fólk.“ lóa Hálfgildingsportrett-mynd af sýningu Magdalenu. Vantar að vísu höfuðið á fyrirsætuna en höfuðleysið er bætt upp með hesthaus. Heimspeki, náttúra, tækni Páll Skúlason. Skapar mannfólkið sér umhverfi sam- kvœmt lögmálum af sama toga og eru að verki í náttúr- unni eða eftir allt öðrum leiðum? Þessi spurning verður við- fangsefni Páls Skúlasonar, heimspekings og nýkjörins rektors Háskóla íslands, um helgina þegar hann heldur fyr- iriestra og stýrir málstofu um heimspeki, náttúru, tækni og menningu á vegum Félags áhugafólks um heimspeki á Ak- ureyri. Málstofan fer fram í Deigiunni í dag og á morgun. Auk ofangreindrar spurn- ingu er fyrirhugað að ræða í málstofunni þrjú eftirfarandi mál: ogmemiiiig í fyrsta lagi mál sem lúta að siðferði- legum skyldum og réttindum sem Uggja umhverfís- og náttúruvernd til grund- vallar. Meginspurningin hér er sú hvort réttur og hagsmunir manna hljóti ævin- lega að sitja í fyrirrúmi eða hvort réttur og hagsmunir annarra lífvera og jafiivel heilla vistkerfa geti haft forgang. í öðru lagi mál sem lúta að tækninni og áhrifamætti hennar þegar við mótum umhverfi okkar. Hér er spurt hvort ganga eigi að því vísu að tæknin stjórni framkvæmdum okkar og setji okkur mark og mið eða hvort h'ta beri á tækn- ina sem tæki okkar til að ná þeim mark- miðum sem við setjum okkur. í þriðja lagi mál sem lúta að því hvernig við tökum ákvarðanir um hvað gera skuli í umhverfis- og skipulagsmál- um. Spurningin er þessi: Á að láta sér- fræðingum og embættismönnum eftir að móta stefnu og taka ákvarðanir í um- hverfimálum eða á að gera kröfu um lýðræðislega þátttöku almennings í þess- um málum? Fyrirlestrarnir byrja klukkan 16 báða dagana og í framhaldi fara fram umræð- ur. Maður vikunnar Jens í Kaldalóni er maður vikunnar. Fyrir að þora - þora að skrifa beint frá hjartanu opið Iesendabréf til konu sem hann dáir og dýrkar en er honum nú horfin. Konan er Ólöf Rún Skúladóttir, sem nú er horfin af skjánum og tekin til við að ritstýra tímariti, en lesendabréfið birtist í Morgunblaðinu á þriðjudag. Jens dregur ekki dul á aðdá- un sína á fréttakonunni fögru. Ekki nóg með að hún hafi elskulegt andlit og blíð- an, hreinan og himinljómandi svip heldur er hún líka hesta- kona. Aðdáunarverðast af öllu þykir Jens þó að sjaldan eða aldrei hafi hann séð Ólöfu Rúnu með skrautkoppa neðan í eyrnasneplunum heldur hefur hún haft þá í þeim guðlega friði sem fagurlegastir blika í sinni réttu og fegurstu sköp- un...! AI fyrrverandi sjón varpsþulur lóni; Frá Jens í KaldtUðm: btZm maðÉ Si my"dir af Mmum nmmi l,«ríi «utaO Iheldur 1 ko* P#gd.r maður svo sá hennan bjupnaa, huKa )„„„ Uj ™ ®.a" SSösfösæss eP, aódáu n arvorðast f elskuíejfa Utiití hefur avu hmgt neina skrautkopn, jyniasnoplMia, holdur 1 1 sinni * f’ad þarf enginn nd s< fA?''r.f“mrí >« mUitH i nr »n*íDustundimar m . *mv,a notía hfifuui við' Lf^rmu> ,,g Mtl >n r «g Olskulcuar svuskaraaharframúríei Aa enamgu fwssu vinr WÞírifntaiea, blóm (haga. svo yemií vinasá! v<’«s m grkfe <%*. ’ Liföu hl'il 1 guðs friði. psiiliiipa ■>'g>r fyrirvarí h#r .1

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.