Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Qupperneq 14

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Qupperneq 14
26\~ Laugxtrdmfur í(Ksmm 1997 íil: Stúlkan lengst til hægri ber á höfði gullkórónu í laginu eins og lárviðarkrans. Kórónan er frá Róm og er talin vera frá 1860. Kórónan í miðið er einnig úr gulli, en hér er rósakrans fyrirmyndin og rósirnar skreyttar gimsteinum. Kórónan var hönnuð fyrir Theresu, drottningu af Bavari árið 1820. Lengst til vinstri er stúlka með kórónu úr pússuðu gulli, skreytt perlum. Síðastnefnda kórónan mun vera frá Englandi og er frá árinu 1840. Hver man ekki eftir því að hafa les- ið ævintýri um prinsa og prinsess- ur og séð fyrir sér undurfallegt fólk með glitrandi kórónur? Uppgötva síðan sér til mikilla vonbrigða að hinir fáu prinsar og prinsessur dagsins í dag bera ekki kórónur nema við afar hátíð- leg tækifæri - að ógleymdum fegurðar- drottningunum. Nú h'tur hinsvegar út fyrir að tími æv- intýranna sé að renna upp aftur. í Lond- on var í það minnsta nýlega haldin sér- stök kórónutískusýning, sú fyrsta sinnar tegundar síðan 1911! Þar voru sýndar kórónur frá ýmsum tímum og kom í ljós að kórónur eru langt frá því að vera all- ar eins. Litlar og fínlegar, stórar og íburðarmiklar, mismunandi steinar, hönnun og áfram mætti telja. Misfalleg- ar eins og gengur en flestir eru örugg- lega sammála um að þessar þrjár á meðfylgjandi mynd séu mikil höfuðprýði. Evítutíska Kvikmyndin Evíta, þar sem hin eina sanna Madonna leikur aðalhlut- verkið, hefur haft áhrif á fleiri en íslenska leikstjórann Andrés Sigurvins- son, sem í sumar hyggst setja söngleik- inn á svið hérlendis. Tískuhönnuðir um heim allan horfa nú á Evu Perón sem fyrirmynd og svokölluð Evítutíska er orðin töluvert áberandi á síðum tísku- blaðanna. Evítutískunni verður best lýst með orðinu „elegant“. Kvenleikinn er í fyrir- rúmi og áhersla lögð á heildarútlit, frá toppi til táar. Sérstök áhersla er t.d. á skóna enda Perón þekkt fyrir skótísku sína en hárgreiðsla og hattar skipta einnig máli. Eva Perón hafði sérstakt dálæti á skóm og var ítalski hönnuðurinn Salvatore Ferragamo fenginn til að búa til eftirlíkingar af 14 pörum af skóm konunnar sem varðveitt eru á safni í Flórens. Skórnir bera vilitum og dýrum smekk Perón vitni því þarna er t.d. að finna skó úr snáka- og eðluskinni og skó með demantsskreyttum hælum. Kjóllinn si itu í Lond Hönnuðui hafa sótt og blandc fyrir komi sper Cou klætt Mai meðfylgj. Perlufréttir Karl Lagerfeld hefur leyst málin fyrir þær konur sem iinnst óþægilegt að hafa perlufesti um hálsins þegar þær synda. Hann hefur hannað sundbol þar sem búið er að prenta perlurnar beint á efnið. Auðvitað ekki ekta, heldur bara myndir af doppum, en samt... Annar hönnuður sem heillast af perl- um, Ozbek, lætur sér ekki nægja að hengja þær um háls módela heldur líka um olnboga og hné. Perlurnar eru því í miklum metum þessa stimdina hjá tísku- kóngum. Minna er meira reyta og stress fer ekki vel með útlit- ið. Margar konur reyna að fela bauga og þreytuhrukkur með því að setja á sig enn meiri farða en venjulega. Förðunarfræðingar erlenda tískuritsins Elle eru þó á því að í þessum aðstæðum sé það ekki magnið sem gildi. „Minni farði, meiri fegurð,“ segir einn þeirra og mælir með að sleppa frekar farða þegar svona stendur á, skella á sig smávegis varalit og töff sólgleraugum. Málið leyst! Falleg augu Augun eru spegill sálarinnar“ er ein af þessum klisjum sem halda lííi vegna þess að í þessari staðhæfingu er, þrátt fyrir allt, heilmikill sannleikur. Augnskuggar, augnblýantar og maskar- ar fegra tæpast sálina en hugsanlega geta þeir dregið athyglina að hinu fagra. Því birtum við hér til gamans fróðleiks- mola sem vert er að hafa í huga við augnförðun. • Kaldir litir fara gjarnan vel með grænum augum. Prófið ljósan purpuralit eða lillabláan. Ef augun eru blá er hins- vegar mælt með hlýjum litum í brúnum tónum; t.d. ferskjulit og rauðbrúnum. • Lítil augu virðast stærri ef þú notar dekkri augnskugga á ytri helmingi augn- lokanna. Þeir sem nota gleraugu vegna nærsýni ættu að hafa í huga að augun geta virst minni þegar gleraugun eru á og því í lagi að nota dekkri liti en eUa sé ætlunin að nota gleraugun.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.