Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 15
ílag«r-®urrám1 />). Laugardagur 10. maí $997 -^2-7 < ittiiLÍÉtiluJki Jáii 1. á.l 4 j 1 kt.LiiÆ iAi.ii.Aii i latt i ía i iÍÁáii i IU i & Lil. i . .4 i (i WT ' 1 f ’ TW" r fT L p o p p k, . ii.. , k A 1 ká. r» Li. W 1 1 Á i k 1 . . 1 f ?* ’ ’ » 14 . á 4 A rn v * 14 n wr f Endurkoma ✓ Aundanförnum árum hef- ur gengið yfir mikil end- urkomu bylgja, ef svo má að orði komast. Hljómsveitir sem eitt sinn hafa dáið drottni sínum, hafa hver á fætur ann- arri risið upp að nýju í meira og minna upprunalegri mynd. Upp á síðkastið hefur minna borið á þessu, en þó er það enn að ger- ast. Eitt nýjasta hljómsveitar- dæmið er hin breska Super- tramp með söngvarann Richard Davies í broddi fylkingar, sem upprunalega var stofnuð í London um 1969. Hún er nú að vakna til lífsins að nýju og er smáskífulagið, Yon won’t loose, tekið að heyrast í útvarpsstöðv- um. Ný plata kemur svo í kjöl- far lagsins í byrjun júm og mun bera nafnið Some things never change. Má segja að það sé nokkuð táknrænt (á íslensku „sumt er alltaf eins“) því ef marka má áðurnefnt lag, þá er stíllinn nákvæmlega sá sami. Léttleikandi popp þar sem skær rödd Davies og rafmagnspíanó- ið margfræga eru áberandi. Verður þessi nýja plata Sup- ertramp sú tíunda í röðinni, en hinar nýju voru allar mjög far- sælar. Munu þær samanlagt hafa selst í um 40-50 milljónum eintaka á heimsvísu, takk fyrir. Það mun reyndar ekki hafa ver- ið ætlunin að Supertramp kæmi saman aftur, en Davies mun hafa tekið þá ákvörðun eftir að áform um plötu á eigin nafni breyttust. Og eins og fyrr sagði. Nýju lögin eru svo svipuð því sem var áður með Supertramp, að söngvarinn ákvað frekar að setja hana á stofn aftur. Svo er bara að sjá og heyra hvernig til tekst. Palli sigurvegari það fara í taugarnar á sér að auki, að Palli tali svo mikið um það að hann hafi náð SÍNU tak- marki að koma SÉR á framfæri, en láti sér í léttu rúmi liggja að útkoman hafi ekkiverið betri. Jú, jú, vissulega má segja að „dengsinn“ sé nokkuð hátt uppi eftir alla athyglina sem hann fékk með öllu sem svo henni fylgdi og tali lítt um að hann hafi verið þarna sem fulltrúi ís- lands fyrst og fremst en ekki á eigin vegum. En elskurnar mín- ar sem eruð ónægð með. Þetta var einmitt það besta sem gat gerst. Stærsta afrekið var nefni- lega að koma okkur út úr þess- ari blessuðu keppni, sem að vísu sýndi í ár smá batamerki með símainnhringingum hjá nokkrum landanna, en er að flestu öðru leyti orðið útþvælt fyrirbæri. Nú getur sjónvarpið fyrir það fyrsta farið að eyða peningum sínum í eitthvað þarfara næstu tvö árin a.m.k. til dæmis að styrkja unga og efni- lega tónlistarmenn með einhverjum hætti og á sama hátt getum við landsmenn farið að eyða okkar dýrmæta tíma í annað og innihaldsmeira en gláp á þessi ósköp. Síðast en ekki síst mun þátttaka Palla, ef framhaldið hjá honum gengur að óskum, þrátt fyrir allt skila sér margfalt sem góð landkynn- ing. Vera hans í Dublin og um- gjörðin á sviðinu, nægði til þess. Ef það svo gerist, sem lífsnauð- syxdegt væri, að söngvakeppnin þróaðist alfarið í þá átt að fólk- ið í löndunum fengi að kjósa, þá ætti að koma vel til greina að vera með aftur. Tíminn mun leiða í ljós hvort svo verður, en á meðan fögnum við bara „frí- inu“ og hyllum PALLA SIGUR- VEGARA. keppninni fyrir viku. Þessi ágæta hljómsveit með söng- konuna Katrinu Leskanich fremsta í flokki, á rúmlega áratugsferil að baki í „brans- anum“ og náði um skeið tölu- verðum vinsældum. Frægust er hún eins og margir vita fyr- ir lagið Walking on sunshine, sem er að finna á plötunni, Katrina And The Waves frá 1986. Sú plata er fínasta rokkplata og sama er að segja um aðrar sem á eftir komu, Break of heart, Waves og Pet the tiger. Á sigurlagið í keppn- inni h'tið sameiginlegt með því sem er að finna á þessum plötum, þannig að það gefur ekki rétta mynd af hljómsveit- inni. Síðustu árin hefur lítið farið fyrir Katrinu og félögum og ekki mikið gengið, þannig að keppnin á að nýtast þeim til að ná sér aftur á strik. Sjá- um við nú til með það. „Evróvisíon-hittið", Katrina Leskanich, söngkona Katrina and The Waves hefur brallað ým- islegt í fortíðinni. Jæja, góðir hálsar. Þannig fór nú það og þið vitið hvað. Palli fór til Dublin, heillaði þar alla upp úr skónum fyrir keppni. Gerði alla stjarfa með sínum „létta sviðsleik" og lúnkna lagi. Aðrir keppendur og blaða- og sjónvarpsmenn ausa hann lofi og plötuútgef- endur, a.m.k. fjórir gera honum tUboð. Nú þegar svo þessi orð birtast er dáðadrengurinn flog- inn af landi brott til „tónleika- halds“ í Þýskalandi til að byrja með og síðan til Frakklands og kannski Bretlands í kjölfarið. Allt gengur sem sagt strák í hag, þrátt fyrir að hafa fyrir ÍS- LANDS hönd lent í sjötta neðsta sæti í keppninni. Palli sigraði, en ísland tapaði OG ER ÚR LEIK NÆSTU TVÖ ÁRIN AÐ MINNSTA KOSTI!! Ýmsir eru þeir til sem óhressir eru með þessa mót- sagnakenndu staðreynd og láta Páll Óskar. Stóð fyrir sínu í Dublin og rúmlega það. • Lítið sem ekki neitt hefur heyrst af högum John Fogerty í meira en tíu ár. Þessi fyrrum leiðtogi, söngvari og annar gítarleikari stórsveitarinnar Creedence Clearwater Revi- val, sem án efa er einhver merkilegasti tónlistarmaður Bandaríkjanna á seinni tím- um, er nú hins vegar að koma með nýja plötu, Blue moon swamp, sem sér dagsins ljós nú þann 20. maí. Platan hefur lengi verið í smíðum hjá kapp- anum, en ýmislegt hefur orðið til að tefja hana. Meðal ann- ars missti John bróður sinn,Tom, sem einnig var gít- arleikari með Creedence, fyrir fáeinum árum og tók það sinn toll. En nú er bið margra á enda og verður spennandi að heyra útkomuna, en á plötunni munu m.a. vera áhrif frá rokkabilly. • Sunnlenska rokksveitin Saktmóðigur, sem starfað hef- ur um nokkurra ára bil og m.a. sent frá sér geislaplötuna, Ég á mér h'f, árið 1995, er nú að senda frá sér aðra plötu er kallast því einkennilega nafhi, Byggir heimsveldi á sníkjum. Þann 29. þessa mánaðar heldur sveitin svo tónleika í Tunglinu í Reykjavík ásamt allavega einni annarri sveit, Örkuml. Útgáfa nýju plötunnar mun vera bundin við gamla góða breiðskífuformið, engin „geislavirkni“ á ferð. • Eins og allir sáu og heyrðu var það fulltrúi breska heims- veldisins, Katrina & The Wa- ves, sem sigruðu í Evróvisíon- Sigurður Ægisson á sigurlagið í söngvakeppni Kvenfélags Sauðárkróks 1997. „Þú og ég“ sigraði Söngvakeppni Kvenfélags Sauðárkróks var enn einn ganginn haldin fyrir rúmri viku, á fóstudagskvöldinu 2. maí, og var að vanda mikið um dýrðir. Sá reyndi sveiflukóngur, Geirmundur Valtýsson, hefur oftar en ekki verið þátttakandi og jafnan sigrað, en var ekki með að þessu sinni. „Til að aðr- ir fengju sjéns" var haft eftir gárungnum. Það er svo skemmst frá því að segja að dáðadrengur nokkur ættaður frá Siglufirði, kom sá og sigraði með laginu, Þú og ég. Er þetta enginn annar en presturinn, fræðimaðurinn, fuglaskoðarinn, rithöfundin-inn, skákáhuga- maðurinn og tónskáldið (ásamt ýmsu fleiru) Sigurður Ægisson, sem hér um ræðir, en hann hef- ur í gegnum tíðina alltaf annað slagið laumað lögum í keppni sem þessa. Eins og höfundurinn sjálfur, er „Þú og ég“ býsna ljúft lag og hafa landsmenn væntan- lega orðið þess varir að undan- förnu á öldum ljósvakans í flutningi Eyjólfs Kristjánssonar og Guðrúnar Gunnarsdóttur, sem að sjálfsögðu fluttu lagið líka á úrslitakvöldinu. Fyrir þá sem svo e.t.v. ekki vita, þá er Sigurður þjónandi prestur á Grenjaðarstað og á a.m.k. tvo bræður sem hafa hka látið að sér kveða á tónlistarsviðinu, Gyifa og Lýð.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.