Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 6
I 6 - Miðvikudagur 28. maí 1997 ,®agmr-®mTOm FRETTASICYRING Frjálsræði í efnahagsmálum Er íslaind Hong norðursinsP Frelsið er mest á íslandi miðað við Norðurlönd - mælt í peningum. Jón Birgir Pétursson skrifar Island er hástökkvarinn með- al þjóða heims í frjálsræði í efnahagsmálum. Af 115 löndum sem voru könnuð í þessu tilliti 1995 hafnaði ísland í 21. sæti ásamt þrem þjóðum öðrum. Öll Norðurlöndin eru okkur síðri í þessari einkunna- Snyrtivöru Izynning Biodroga Líf rænar jurtasnyrtivörur Kvnning' fimmtuclag'inn 29- maí tnilli kl. 13 og' 1 8. Snyrtiírœciing’ur Icvnnir nýja íránæra Iiúásnyrtilínu. VI ÍAL ZING formúla og' nýja litalínu 15% Uynn/ngarafsláitur Verið velkomnar Stjörnu a] Snvrtivörudeilcl póteL ! lafnarstræti 95 * Akurevri * Sími 463 0452 gjöf. fsland sem var í 92. sæti árið 1980 með einkunnina 2,9, flýgur upp í 21. sæti með 6,5 af 10 mögulegum. Andstæðurnar: Hong Kong og Alsír Hong Kong er með hæstu ein- kunn þjóða heims með 9,3; Singapore með 8,2; Nýja- Sjá- land með 8,0 og Bandaríkin 7,9. í næstu sætum eru Mauriti- us, Sviss og Bretland, þá Thai- land, Costa Rica, Malasía, Fil- ippseyjar og Ástralía. ísland með 6,5 í einkunn af 10 mögu- legum stendur jafnfætis Hol- landi, Guatemala og frlandi. Minnst er frjálsræðið í Alsír, - einkunnin er aðeins 1,9. Hamingja mæld í peningum „í þessari skýrslu er reynt að leggja mat á frjálsræði í efna- hagsmálum í heiminum. Fað er hefðbundin skoðun hagfræð- inga að frjálsræði sé af hinu góða í efnahagslífinu. Frjáls- ræði leiðir til mestrar velferðar og mestrar hamingju ef við mælum hana í peningum," sagði Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofn- unar Háskóla íslands, í gær, þegar hann kynnti niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar sem Hagfræðistofnun tók þátt í ásamt á fimmta tug hagstofn- ana víða um heim. Fraser- stofnunin í Kanada hefur haft yfirumsjón með vinnslu verks- ins og kom voldug bók með nið- urstöðunum út víða um veröld- ina í gær, einnig á íslandi. For- sætisráðuneytið kostar útgáf- una. Fjórar mælistikur frelsis En hvað er frelsi í efnahagsmál- um? Fraser-stofnunin átti sinn þátt í að skapa aðferðafræði til að mæla slíkt frelsi. Menn komu sér saman um Qóra þætti sem hægt væri að setja mælistikur á: Peningar og verðlag, stöðug- leiki í verðlagsmálum; starfsemi hins opinbera; skattheimta og niðurfærslur og loks milliríkja- viðskipti. „Frelsi í efnahagsmálum hef- ur aukist mjög mikið hér á ís- Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar: „Frjáls- ræði leiðir til mestrar velferðar og mestrar hamingju ef við mælum hana í peningum." Skýrsluhöfundar eru, f.v.: Haukur Benediktsson, Tryggvi Þór og Gylfi Magnússon. landi síðustu tvo áratugina. Sem dæmi um það er ísland komið úr 85. sæti árið 1975 í 21. sæti tuttugu árum síðar,“ sagði Tryggvi Þór. Hann sagði að mestu breytingarnar hefðu orðið síðan 1985, og þá í kjölfar EES- og GATT-samninga og aukins frelsis á Ijármagnsmark- aði, þegar gjaldeyrisbraskið hvarf. Tollalækkanir hefðu líka sitt að segja. Síðustu sjö árin hefur stöðugleiki í efnahagslíf- inu haft góð áhrif. Æðum fram úr Norðurlöndum „Við erum komin í 21. sætið hvað frelsi í efnahagsmálum varðar. Það er athyglisvert að við erum fremst Norðurland- anna hvað þetta varðar. Frelsi í efnahagsmálum hefur mikið með hagvöxt að gera. Það kem- ur í ljós í samanburði á löndum að þau sem búa við minnst frjálsræðið, þau búa að meðal- tah við mínus 1,9% hagvöxt á ári, en aftur á móti lönd í efsta þrepinu eru með 2,9% hagvöxt að meðaltali," sagði Tryggvi Þór Herbertsson. Sé gert ráð fyrir að aukið frelsi í efnahagsmálum leiði til aukins hagvaxtar og betri kjara almennings, hvernig má þá bæta einkunnina, næst þegar hún verður gefin? „Ef við gerum ráð fyrir því að það sé eftirsóknarvert, þá má finna svör við því í þessari skýrslu. Fyrst má telja umsvif ríkisfyrirtækja, sem eru nokkuð mikil hér á íslandi. Þá eru það milliríkjaviðskiptin sem hlutfall af landsframleiðslu. Þau eru ótrúlega lítil hér miðað við það sem þau ættu að vera. Leggja þarf af þau höft sem enn eru á innflutningi. Síðan má enn auð- velda íjármagnsfiutninga þar sem við erum ekki með nema 5 í einkunn. Þá má lækka skatta, einkum jaðarskatta, minnka millifærslur og helst að leggja af niðurgreiðslur,“ sagði Tryggvi Þór. Frelsi sem ekki var skoðað Gylfi Magnússon sagði að ísland væri á svipuðu róli og önnur OECD-lönd, en langt fyrir neð- an þau ríki þar sem velferðar- kerfið er veikara. í Hong Kong sé slíkt kerfi nánast ekki til. „Það verður að gæta þess að hér er ekki verið að fjalla um frelsi almennt, ferðafrelsi, tján- ingarfrelsi, mannréttindi eða lýðræði. Þarna er heldur ekki tekið á þáttum eins og starf- semi verkalýðsfélaga," sagði Gylfi. Frelsi til athafna er hápólit- ísk ákvörðun. Svo virðist sem íslensk stjórnmál hafi róið sinn frelsisróður í rétta átt á undan- förnum tveim áratugum. Snúið frá ófrelsi í gjaldeyrismálum með tilheyrandi svartamark- aðsbraski. Snúið frá eignaupp- töku í formi neikvæðra vaxta. Snúið frá ófrelsi í innflutningi að mestu. Og þannig mætti lengi telja. Breytingarnar á munstri þjóðfélagsins eru óend- anlegar og hafa gjörbreytt dag- legu lífi fólks, þegar grannt er skoðað. Þannig munu stjórn- málamenn geta bent á skýrsl- una sem staðfestingu fyrir hár- réttum stjórnarathöfnum und- anfarinna ríkisstjórna. - En hvaða gagn geta menn haft af verki þeirra hagfræðing- anna Tryggva Þórs, Gylfa og Hauks Benediktssonar? „Ja, það gagn sem við getum haft er að skýrslan bendir okk- ur á hvað við getum gert betur til að ná enn meiri hagkvæmni. Og líka er hún staðfesting á því hvað vel hefur verið gert. Fjórð- ungurinn af skýrslunni fjallar um peningamál og verðlag. Al- veg frá þjóðarsáttinni 1990 höf- um við heyrt það í hvert skipti sem atvinnurekandi eða stjórn- málamaður opnar munninn, þá er talað um stöðugleika í verð- lagsmálum sem sé afar mikil- vægur. Það er fjórðungur af ein- kunninni sem Island fær,“ sagði Tryggvi Þór. -JBP I

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.