Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 11
JDagur-®mtirm Miðvikudagur 28. maí 1997 -11 H E S T A R Sterkir hestar hiá Fáki Sara Sigurbjörnsdóttir, 5 ára gömul, situr hér gæðing sinn Tvist frá Oddhóli. MyndirEj Gæðingakeppni Fáks fór fram um síðustu helgi. Áður var þetta mót kennt við hvítasunnu og kallað Hvíta- sunnukappreiðar. t»að hefur hins vegar verið samþykkt hjá Fáki að gæðingakeppni félags- ins verði framvegis síðustu helgina í maí. Hvítasunnan flyst eins og menn vita til á alman- akinu og þar sem mótahald er mikið á þessum tíma þá er ekki hjá því komist að fastsetja mót- in langt fram í tímann. Kapp- reiðarnar, sem frægar voru á fyrri tíð, eru nú lítill hluti móts- ins og að þessu sinni var ein- ungis keppt í skeiði. Það er hins vegar íhugunarefni fyrir Fák að standa að kappreiðum annan hvítasunnudag ár hvert og þá fari ekki annað fram en kapp- reiðar og verðlaun verði þar veitt. Fá þarf kostunaraðila, eins og það er kallað í dag, til að styrkja slíka keppni. Þá myndi vaxa áhugi á þjálfun stökkhesta og ræktun hlaupa- hrossa. Góð þátttaka Það var góð þátttaka í gæðinga- keppninni og úrval hrossa. í A- ílokki var keppnin hörð en þar bar sigur úr bítum stóðhestur- inn Hljómur frá Brún v/Akur- eyri. Knapi Hulda Gústafsdóttir. Konur voru sigursælar á þessu móti því Fríða Steinarsdóttir sigraði í töltinu og í þriðja sæti þar var Birgitta Magnúsdóttir. Sylvía Sigurbjörnsdóttir sigraði í barnaflokki og Alma Olsen í ungmennaflokki. Karlarnir höfðu hins vegar sigur í B- flokki, þar sem Farsæll frá Arn- arhóli og Ásgeir Svan Herberts- son virðast nánast ósigrandi. í unglingaflokki sigraði Davíð Matthíasson og karlar höfðu einnig sigur í áhugamanna- flokkunum. Það fyrirkomulag að bjóða upp á keppni í áhuga- mannaflokki er vel séð og skap- ar mun meiri þátttöku í móti sem þessu. Þeir sem þar byrja eiga trúlega margir hverjir eftir að vinna sig upp í hærri flokk. Þarna skapast líka möguleiki fyrir þá sem eldri eru og langar til að vera með. Þetta mót Fáks var nokkuð vel sótt enda veður hið besta. Það er greinilegt að starfsemi Fáks er á uppleið eftir nokkurn dvala og búast má við að keppnissveit þeirra á landsmót- inu næsta ár verði mjög sterk. Nokkrir stóðhestar voru í gæðingakeppninni að þessu sinni og stóðu framarlega. Auk Hljóms, sem nefndur var hér að framan, þá var Reykur frá Hof- túni í öðru sæti í A-flokki en Kolfmnur frá Kvíarhóli var í öðru sæti fyrir röðun. Logi frá Skarði var í þriðja sæti í B- flokki og Erill frá Kópavogi í fimmta sæti. 13 ára knapi númer tvö í töltinu í töltinu í opnum flokki gerðist það að Viðar Ingólfsson, sem er aðeins 13 ára, varð í öðru sæti á Fiðringi frá Ögmundarstöð- um. Þetta mun í fyrsta sinn sem svo ungur knapi nær þessum árangri í jafn harðri keppni. En Fríða Steinarsdóttir og Hjörtur hafa verið ósigrandi í töltinu í vor hjá Fáki. Það vakti líka athygli að í barnaflokki var einn keppand- inn aðeins 5 ára en komst þó í úrslit. Þetta var Sara Sigur- björnsdóttir, en íjórir úr þeirri íjölskyldu tóku þátt í þessu móti, Sigurbjörn, Fríða, Sylvía og Sara. Úrslit: A-fl. áhugamenn: 1. Hrafndís/Efri-Þverá 8,31 Knapi Davíð Matthíasson 2. Freyþór/Garðabæ 8,26 Knapi Höskuldur Hildibrandsson 3. Hersir/Gunnarsholti 8,21 Knapi Rúnar Bragason A-il. atvinnumenn: 1. Hljómur/Brún 8,67 Knapi Hulda Gústafsdóttir 2. Reykur/Hoftúni 8,61 Knapi Sveinn Ragnarsson 3. Prins/Hvítárbakka 8,60 Knapi Viðar HaUdórsson B-fl. áhugamenn: 1. Víkingur/Þverá 8,22 Knapi Bjarni Karlsson 2. Gandur/Fjalli 7,79 Knapi Vilhjálmur Skúlason 3. Fjöður/Minni-Ólafsvöllum 7,80 Knapi Geirharður Þorsteinsson B-fl. atvinnumenn: 1. Farsæll/Arnarhóli 8,74 Knapi Ásgeir S. Herbertsson 2. Valiant/Heggstöðum 8,51 Knapi Hafliði Hafldórsson 3. Logi/Skarði 8,54 Knapi Sigurbjörn Bárðarson Barnaflokkur: 1. Haukur/Akureyri 8,65 Knapi Sylvía Sigurbjörnsdótttir 2. Tivar/Þrándarstöðum 8,58 Knapi Unnur B. Vilhjálmsdóttir 3. Sverta/Árbakka 8,00 Knapi Steinar Vilhjálmsson Unglingaflokkur: 1. Prati/Stóra-Hofi 8,73 Knapi Davíð Matthíasson 2. Fiðringur/Ögmundarstöðum 8,57 Knapi Viðar Ingólfsson 3. Garpur/Arnarhóli 8,46 Knapi Erla Sigurþórsdóttir Ungmennaflokkur: 1. Erró/Langholti 8,38 Knapi Alma Olsen 2. Ögri/Vindási 8,23 Knapi HrafnhUdur Guðmundsdóttir 3. Kolskeggur/Barkarstöðum 8,20 Knapi Gunnhildur Sveinbjarnardóttir Tölt opinn flokkur: 1. Fríða Stemarsdóttir á Hirti/Hjarðarhaga 86,20 stig 2. Viðar Ingólfsson á Fiðringi/ Ögmundarstöðum 85,40 stig 3. Birgitta Magnúsdóttir á Óðni/ Köldukinn 84,30 stig Tölt 2. flokkur: 1. Rúnar Bragason á Hersi/ Gunnarsholti 77,90 stig 2. Bjarni Karlsson á Væng/ Skeggstöðum 71,70 stig 3. Vilhjálmur Skúlason á Gandi/ Fjalli 70,90 stig 150 metra skeið: Sigurvegari Lúta/Ytra-Dalsgerði 14,25 Knapi Þórður Þorgeirsson 250 metra skeið: Sigurvegari Sprengju-Hvellur/Efstadal 22,32 Knapi Logi Laxdal. Hulda Gústafsdóttir tekur við sigurlaunum í A-flokki. Gott framtak varðanúi beitarmál Eins og getið var um í síð- ustu HESTAMÓTUM þá er kominn út bæklingur um hrossahaga. Bæklingur þessi nefnist Hrosssahagar - aðferð til að meta ástand lands. Að þessari útgáfu standa Rann- sóknastofnun Landbúnaðarins og Landgræðsla ríkisins. Hér er á ferðinni mjög þarf- ur hlutur. Aðferðin grundvallast á einföldum skala þar sem land er flokkað eftir jarðvegs- og gróðureinkennum. Aðferðinni hefur verið beitt við úttekt Landgræðslunnar á ástandi hrossahaga tvö síðast liðin sumur og því talsverð reynsla fengin af henni. Nú er sem sagt aðferðin komin í aðgengilegan búning fyrir þá sem nýta land til hrossabeitar og þeir eiga því hægar með að gera sér grein fyrir ástandi beitarlands. Landið er flokkað í 6 flokka þar sem ástandi er lýst og til- lögur um aðgerðir þar sem þess gerist þörf. Flokkarnir eru: 0. ágætt, 1. gott, 2. sæmilegt, 3. slæmt, 4. mjög slæmt og 5. land óhæft til beitar. Ilverjum flokki er svo lýst fyrir sig. Litmyndir fylgja til skýringa á flokkunar- einkennum. Yfirskriftin í hverjum flokki hefur ákveðinn lit til að auðvelda notkunina. Ágætt hefur fagurgrænan lit en óhæft beitarland rauðan lit. Þá er rækileg útskýring á þeim hugtökum sem notuð eru um HROSSAHAGAR Adferð tii að meta ástand lands gróðurfarið. Sýnd eru dæmi um ástands- flokka, annars vegar ástand gróðurs að vori og hins vegar að sumri og hausti. Aftast í bæklingnum fylgir eyðublað sem handhægt er að ljósrita og nota við matið. Minnka þarf álagið - fækka hrossum Mikil umræða fer fram um hrossahaga og beitarmál. Það fer ekki á milli mála að víða er pottur brotinn í þessum efnum. Það er ekki eingöngu þar sem dæmin eru augljós heldur einnig þar sem of mikið er tekið af uppskerunni á hverju sumri og rýrir þannig landið. Gróður- nýtingin er þannig of mikil og gróðurinn fær ekki frið til að endurnýja sig. Þetta sýnir sig í minnkandi uppskeru ár eftir ár. Eina raunhæfa leiðin til úrbóta er friðun lands og fækkun hrossa í högum, minnka við- komuna í hrossastofninum. Land má auðvitað bæta veru- lega með áburðargjöf þannig að það gefi meira af sér. En þar er hins vegar hæpin hagfræði að kosta til áburði til þess að auka uppskeru, svo hægt sé að ljölga hrossum sem ekki seljast. Áburðargjöf til uppgræðslu er hins vegar víða nauðsynleg.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.