Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 3
jOagur-CEtmtmt Miðvikudagur 28. maí 1997 - 3 F R É T T I R Stutt og laggott ■ Atvinnulíf Vestfirskir fá stuðning Stjórn Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi samþykkti á fundi sínum 24. maí sl. að styrkja vest- fírskt verkafólk í barátt- unni við atvinnurekendur með 100.000 kr. frjárfram- lagi í verkfallssjóð Vestfirð- inga. í ályktun bendir fé- lagið öðrum stéttarfélögum á að styðja betur við félag- ana vestra. Bf> Laxinn fær liðsauka Stjórnendur Útilífs í Glæsi- bæ hafa ákveðið að láta hluta af sölu veiðideildar verslunarinnar renna í Norður Atlantshafssjóðinn, sem stofnaður var til verndar villtum laxi. Orri Vigfússon, forsvarsmaður sjóðsins, og Ólafur Vigfús- son hjá Útilífi handsöluðu þetta samkomulag á dög- unum. „Við vonum að þessi stuðningur hjálpi til að opna augu veiðimanna fyr- ir nauðsyn á áframhald- andi stuðningi við verkefn- ið,“ segir Ólafur. Orri segist afar þakklát- ur. Stuðningur Útilífs komi á mikilvægum tímamótum. „Veiðitölur sýna að frá því verkefni NASF hófst 1991 hefur laxveiði á íslandi haldist í þokkalegu jafn- vægi, á meðan laxastofnar annarra þjóða eru að hruni komnir. Með stöðugri bar- áttu er hægt að verja þessi náttúruauðæfi. Það verður ekki gert öðruvísi en í sátt við umhverfið með frjáls- um samningum við þá sem hafa nýtt þessa auðlind frá upphafi," segir Orri Vigfús- son. M- ! Ný björgunarskip til landsins Tvö ný björgunarskip bætt- ust í flota Slysavarnafé- lagsins á föstudaginn. Skipin fara til Ísaíjaröar og Sigluíjarðar. Þau voru keypt af þýsku slysavarna- félagi og þykja henta mjög vel til björgunarstarfa. Þau rista mjög grunnt og þykja því heppileg til að flytja björgunarsveitir til afskekktra svæða, þar sem landleiðin er ófær eða sjó- leiðin fljótfarnari. Skipin eru hönnuð þannig að þau komast á sjó við mjög erf- iðar aðstæður og sjóhæfni þeirra er mikil. Slysa- varnafélagið hefur keypt alls 5 skip, því stefnt er að því að hafa eitt í hverjum landshluta. Fyrsta skipið kom í desember og fór til Neskaupstaðar, en gert er ráð fyrir að þau 2 sem eftir eru komi í júní og desem- ber. Áætlað er að það kosti 2,5 til 5 milljónir króna á ári að reka hvert skip. Eru fyrirtæki farin að hækka verðlag vegna launahækkana? Launahækkanir út í verðlagið Verð á ýmissri þjónustu hefur hækkað um 7- 10%. Stofnun verðlagseftirlits á dagskrá mið- stjórnar ASÍ og áformað að hefjist í næsta mánuði. Gæti kostað verkalýðsfélögin 4 millj- ónir á ári. Svo virðist sem fyrirtæki séu ekkert ófeimin við að slengja nýlegum launa- hækkunum út í verðlagið. Ný- lega hækkaði verð fyrir þvott hjá Fönn hf. um 8% og sömu- leiðis hefur Securitas hækkað verð vegna ræstinga um 7%. Þá eru dæmi um að iðnaðarmenn hafi hækkað útselda vinnu um 10%. Á dagskrá miðstjórnar ASÍ í dag er m.a. stofnun verð- lagseftirlits verkalýðsfélaga í samvinnu við BSRB og Neyt- endasamtökin. Ari Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri hjá Fönn, segir að hann hafi ekki átt um annað að velja en að velta hluta af ný- legum launahækkunum út í verðlagið. Hann segir að lang- flestir viðskiptavina sinna hafi tekið verðalagsbreytingunum með skilningi. Ari segir að ný- legir samningar hefðu aukið launakostnað fyrirtækisins um 18,5% þegar lægstu taxtar hækkuðu úr 57 þús. kr. í 65 þúsund krónur á mánuði. Á móti hefði Fönn ekki hækkað sína þjónustu í samræmi við al- mennar verðlagsbreytingar á liðnum árum. Þá hefur kostnað- ur vegna heita vatnsins hækkað um 35% og rafmagn um 17%. Um 60 manns vinna hjá Fönn hf. Guðmundur Gylfi Guðmunds- son, hagfræðingur ASÍ, segir að aðildarfélög sambandsins hafi tekið vel í það veita ijármagni til reksturs skrifstofu fyrir verð- lagseftirlit og verðlagskannanir. Áætlaður kostnaður vegna þessa er talinn geta numið um 4 milljónum króna á ári. Ef að líkum lætur mun verðalagseftirlitið taka til starfa í næsta mánuði. Það hefur hins- vegar tekið sinn tíma að púsla því saman enda koma margir að því máli. -grh Alþjóðasamskipti Ríkiskaup Davíð bindur enda á kalda stríðið Leiðtogar NATO og Rússa undirrituðu í gær í París samkomulag um sam- starf milli hinna fyrr- um andstæðinga í kalda stríðinu. Davíð Oddsson undirritaði samninginn fyrir ís- lands hönd og sagði m.a. í ávarpi sínu við það tækifæri. „Mitt at- kvæði fyrir íslands hönd fellur á þann veg, að stórri orrustu hafi lokið með fullum sigri heilbrigðrar skynsemi. Þau úrsht hljóti að benda til að styrjöld- inni sjálfri muni ljúka Forsætisráð- herra sagði við undirrit- un tímamóta- samnings NATO og Rússa í París í gær að at- kvæði ís- lands félli með heil- brigðri skyn- semi. með farsælum hætti.“ Ráðherrann sagði síð- an í lokaorðum sínum að „tortryggni, ótti, sérhyggja og fortíðar- vandi“ hafi verið þeir óvinir sem við var að etja. Þau hafi hins veg- ar lotið í lægra haldi fyrir sáttinni, sam- heldni, trausti og trú á framtíðina. „Þessum sigurvegurum fögnum við núna, og þá sér- staklega holdgerving- um þeirra hér á fund- inum í höll Frakk- landsforsesta," sagði Davíð í París í gær. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, telur að tímamótasamningur hafi verið gerður með undirrituninni í gær. Reykjavík Á Topp-10 hjá Könum Bandaríska tímaritið Out- side Magazine hefur valið Reykjavík sem eina af tíu bestum borgum veraldar til að búa í. Þetta rit er lesið af um 2 milljónum manna og leggur áherslu m.a. á útilíf, menningu, íþróttir, ferðalög og heilbrigt líf. í tímaritsgreininni er m.a. sagt að í Reykjavík sé afslappað umhverfi, heilnæmt loft, engin mengun og lítið um glæpi. Síð- ast en ekki síst er borgin lofuð fyrir það að við bæjardyrnar sé að finna stórkostlega náttúru- fegurð sem á fáa sína hka. Á vegum skrifstofu Ferða- málaráðs í Bandaríkjunum koma árlega 50-60 bandarískir blaðamenn til Reykjavíkur. Þá sækja árlega um 32 þúsund Bandaríkjamenn ísland heim og 65% þeirra koma utan háanna- tíma í ferðaþjónustunni. -grh Ramrna- samningar við húsgagna- fyrirtæki Ríkiskaup hafa gert ramma- samninga við fimm íslensk húsgagnafyrirtæki, bæði fram- leiðendur og innflytjendur. Eitt þeirra er GKS sem sagt hefur verið frá í fréttum, og nú síðast Á. Guðmundsson í Kópavogi, sem gengur inn í rammasamn- ingakerfi Ríkiskaupa. Ríkisfyrirtækin eru bæði að endurnýja húsakost sinn og eins að innrétta nýtt, til dæmis nýtt embætti Ríkislögreglu- stjóra, nýja skóla eins og Borg- arholtsskóla og fleiri. Innkaupin eru mikil. „Það er mikils virði fyrir inn- lenda framleiðendur þegar rammasamningakerfið er kom- ið á, að vera með þannig að- gang að þessum markaði að þeir séu með samning. Ég tel að þeirra hlutur sé nokkuð góður í þessu,“ sagði Júlíus S. Ólafsson, framkvæmdastjóri Ríkiskaupa. „Við gerum ráð fyrir að rammsamningakerfið í heild verði með 600 milljóna króna veltu á þessu ári,“ sagði Júlíus, en þetta kerfi nær yfir ýmsa rekstrarvöru, pappír, tölvur og annan búnað, til dæmis skrif- stofuhúsgögn. -JBP

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.