Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 28.05.1997, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. maí 1997 - 7 íOitgur-Smtmn ERLENDAR FRÉTTÍR „Kúrdavandamál“ Tyrklands Baksvið Dagur Þorleifsson Innrás Tyrkja í Suður-Kúrd- istan (íraska Kúrdistan), sem hefur verið talsvert í fréttum undanfarið, er ekki fyrsta áhlaup þeirra inn á það svæði. Tilgangurinn með innrás þess- ari er að uppræta bækistöðvar Verkamannaflokks Kúrdistans (PKK), sem síðan 1984 a.m.k. hefur verið í stríði við stjórn og her Tyrklands. Tilgangur Tyrkja með fyrri árásum inn í Suður- Kúrdistan var sá sami. PKK berst fyrir sjálfstjórn fyrir Norður-Kúrdistan (tyrk- neska Kúrdistan). Yfir 20.000 manns hafa verið drepnir í því stríði. Getnaðarvarnir Auk stuðningsins frá Sýrlandi er svo að heyra að PKK njóti vaxandi samúðar og stuðnings af hálfu Grikkja, sem óttast Tyrki og reyna að auka vand- ræði þeirra eftir bestu getu. Að sögn þýska blaðsins Die Welt er langt síðan grískir herforingjar, komnir á eftirlaun, fóru að þjálfa herlið fyrir PKK. í aprfl Veraldarundur Alveg frá upphafi þess hefur Sýrland stutt PKK og má raun- ar vera að flokkurinn hefði aldrei hafið uppreisnina án þess stuðnings. PKK fær fjár- stuðning frá Sýrlandi og skæru- liðar flokksins eru þjálfaðir þar. Abdullah Öcalan, leiðtogi PKK, er sagður hafa aðalbækistöð sína í Damaskus. PKK hefur þó ekki gert mikið af herhlaupum inn í Tyrkland frá Sýrlandi, en það hefur hann hins vegar gert frá Suður-Kúrd- istan, a.m.k. síðan fraksstjórn missti yfirráð á því svæði eftir Flóabardaga. En vera má að ír- aksstjórn hafi öðrum þræði vin- samlegan áhuga á hernaðarað- gerðum PKK. Ein af helstu ástæðunum til stuðnings Sýrlands við PKK og hugsanlega að vissu marki vin- samlegrar afstöðu íraks til þessa kúrdneska flokks eru stórfelldar vatnsvirkjunar- framkvæmdir, sem Tyrkir hafa unnið að í mörg ár í Suðaustur- Tyrklandi. 1994 kallaði banda- ríska tímaritið Time þær fram- kvæmdir „eitt af sjö nútímaundr- um veraldar." Með fram- kvæmdum þess- um, sem í Tyrk- landi eru auð- kenndar með skammstöfun- inni GAP, er fyr- irhugað að koma í gang orkuframleiðslu í stórum stfl og jafnframt áveit- um, er verði landbúnaðinum á þessum slóð- um til mikillar eflingar. En Sýr- _____________ ____ _________ land og írak ótt- Erbakan, forsætisráðherra Tyrklands og ieiðtogi Vel- ast, að með ferðarflokks strangtrúarmanna: Valdabarátta við þessu sogi Tyrk- herinn. land svo mikið til sín af vatninu á vatnasvæð- um Efrats og Tígris að stór- vandræði hljótist af fyrir araba- ríki þessi tvö. Og stríð PKK og Tyrklandsstjórnar tefur fyrir GAP-framkvæmdunum. skoruðu yfir 100 grískir þing- menn á stjórn sína að bjóða Öc- alan í heimsókn til Grikklands. „Kúrdavandamál" Tyrklands er raunar ein af ástæðunum og kannski helsta ástæðan á bak Mótmæli gegn mannréttindabrotum í Istanbúl: A þess konar brotum fá Kúrdar öðrum fremur að kenna. við GAP. Þriðjaheims- þjóðir eru smám saman að leggja undir sig Vesturlönd, með fólksinn- flutningi og því að nýbúar af þjóðum þess- um eru barn- fleiri en vestur- landamenn, m.a. Illiðstæð- ur veruleiki er liður í þjóða- stríði Kúrda og Tyrkja. Barna- Qöldi á konu í Tyrklandi er 3,4, sem er líklega um það bil helm- ingi meira en hjá flestum þjóð- um Evrópu/Vesturlanda. En í Norður-Kúrdistan og á öðrum austursvæðum Tyrklands, þar sem fátækt er meiri en vestan- lands, er fæðingatíðnin drjúg- um meiri en í Vestur-Tyrklandi. Þetta hefur í för með sér að Kúrdum fjölgar stöðugt í hlut- falli við Tyrki. Tyrkneskir ráðamenn gera sér vonir um að GAP fylgi drjúgar framfarir í efnahags- og atvinnumálum í suðaustur- hluta landsins, með þeim ár- angri að lífskjör þar batni. Kunni það að gera að verkum að kúrdneskir íbúar svæða þessara sætti sig betur við tyrk- nesk yfirráð en hingað til og verði fúsari til þess að láta breyta sér í Týrki. í tengslum við GAP-áætlunina eru fyrirætl- anir um að stofna sérstakar fræðslustöðvar fyrir konur, með það fyrir augum að kenna þeim lestur og skrift og ekki síst notkun getnaðarvarna. Metingur um ættgöfgi Harkan í viðureign Tyrklands- stjórnar og PKK, sem upp- haflega var kommúnista- flokkur en hef- ur að því er virðist smám saman orðið þjóðernis- sinnaflokkur fyrst og fremst, fer að líkindum held- ur vaxandi. Tyrkir hafa lengi í orði og verki með- höndlað Kúrda sem undirmálsfólk, en nú er PKK farinn að svara því með því að halda því fram að Kúrd- ar, sem eru indóevrópskir, séu miklu ættgöfugri en Tyrkir, er séu ómerkilegur mongólsk-ar- abískur biendingslýður. Vera kann raunar að tilgang- ur tyrkneska hersins með innrásinni í Suður-Kúrdistan sé ásamt með öðru að vekja at- hygli á sér í Tyrklandi sjálfu og gera sig sem mikilvægastan í augum almennings þar. Her- stjórnin kynni að hafa talið sér þetta nauðsynlegt vegna harðn- andi valdabaráttu hersins og strangtrúaðra múslíma, sem nú fara með stjórnarforystu þar- lendis. Herinn er veraldarsinn- aður í anda Mustafa Kemals At- aturk, stofnanda tyrkneska lýð- veldisins, og leggur áherslu á að ríki og trú séu aðskilin. Allt frá láti Atatúrks 1938 hefur herinn að líkindum verið helsti valdhafi landsins í raun, einnig þegar svo hefur átt að heita að þar væri þingræði og lýðræði. Hershöfðingjarnir munu telja sig hafa ástæðu til þess að ætla að strangtrúarmenn og Velferð- arflokkurinn, stjórnmálaflokkur þeirra, stefni að því að draga völdin úr höndum hersins. Verslunarstjóri Kaupfélag Eyfirðinga óskar að ráða verslunar- stjóra til starfa við verslun félagsins í Grímsey. Leitað er starfsmanns með reynslu og menntun sem tengist verslunarrekstri. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um 1. ágúst nk. Frekari upplýsingar um starfið veitir Hannes Karlsson deildarstjóri matvöruverslana félagsins, sími 463 0373. Umsóknir er greini aldur og menntun umsækjenda, ásamt starfsreynslu óskast sendar Sigurði Jóhannes- syni, aðalfulltrúa fyrir 10. júní nk. Kaupfélag Eyfiröinga. Kúrdum fjölgar hraðar en Týrkjum, PKK fær stuðning frá Sýrlandi og Grikklandi, herinn og íslamskir strang- trúarmenn takast á um völdin í Týrklandi.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.