Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.06.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.06.1997, Blaðsíða 4
16 - Miðvikudagur 4. júní 1997 JDagur-'ðltmmn TJmbúðídaust Hlín Agnarsdóttir skrifar Þið eruð alltaf á móti ís- lensku þjóðfélagi,“ sagði nýfermd dóttir vinkonu minnar um daginn, en hún nýt- ur þeirra forréttinda að fá að hlusta á okkur vinkonurnar rakka niður karlmenn af og til, en þeir eru jú þetta þjóðfélag, sem við erum oftast á móti. Aumingja karlmennirnir, konur eru alltaf að níða þá niður, meira segja fyrir framan börnin þeirra og þeir geta enga björg sér veitt, því konur eru meistar- ar orðsins, en þeir athafnanna og það er svo ljótt að lemja konur, þannig að þeir sem ekki láta eftir hnefanum verða að fá útrás fyrir sín adrenalínköst með öðrum hætti og öfgafull- um. Því eitt er víst, karlmenn eru kyn öfganna, ef þeir drekka ekki mikið, þá reykja þeir mikið eða ríða mikið...þeim gengur svo erfiðlega að finna eitthvert jafnvægi í nautnunum og vilja það kannski ekki...öfgar göfga. Aðalfundur lífsháskans Þeir þyrftu að fara í setu hjá Búddameistara og stúdera zen til þess að læra að kyrra hug- ann og hlusta á sína eigin önd- un, sem er brúin milli hugar og líkama og finna sanna lífs- nautnina renna áreynslulaust eins og volga mjólk um alla skynjunina. Annars er hætt við að þeir liggi fullir um nætur á dyrabjöllum langt fram á elliár hjá konum, sem þeir halda að vilji endilega sofa hjá þeim. Þá er nú getan kannski farin veg allrar veraldar, en því má nú kannski redda með nýjustu tækni og vísindum. En tölum ekki um getuleysi karla, það er fullkomið tabú í þessu þjóðfé- Nú geta þeir sem eru á móti öllum pillum, en eru samt daprir, (og geta fyr- ir enga muni tjáð sig um það) tekið gleði sína á ný með landsliðinu í hand- bolta eða Mont Everest förunum eða Fjölni kryddlegna Þorgeirssyni... lagi, sem við vinkonurnar erum á móti og við leyfum nýfermd- um stúlkum aldrei að hlusta á svoleiðis tal. Jæja, það er víst komið sumar og eins og greint var frá í fréttum á Stöð tvö á sunnudagskvöld, þá er alltaf gasalegt álag á Slysadeild og Bráðamótttöku þegar helgi fer saman við mánaðamót svona á ný- höfnu sumri, eins og gerðist núna síðast. Þá er eins og allt karlkynið þurfi að spreða vísa- kortunum á börum bæjar- ins (já, ókei, sumar konur líka) og halda aðalfund sinn í lífsnautnunum og lífsháskan- um. Og þegar fögur sumar- nóttin líður að' morgni, þá þarf blessað starfs- fólkið á slysadeildunum ekki aðeins að gera að meiðslum og sárum hundruða slasaðra, heldur lika vigbúast gegn þeim sömu. Glæsileg siðmenning lýð- veldisins hrynur milli klukkan þrjú og fimm á morgnana um helgar og menn breytast í skríl. Það er af sem áður var þegar menn stjórnuðust eingöngu af hormónunum og þurftu ekki áfengi til að fá ærlega útrás fyr- ir adrenalín- köstin, þeir bara hjuggu mann og ann- an, borguðu síðan fyrir það og voru stoltir af því. Nú er allt fullt af einhverjum mórölskum postulum í fjöl- miðlum að kvarta yfir þessu „eðli- lega“ ofbeldi og minna menn á óþægilega hluti, eitthvað sem þeir ætl- uðu ekki að gera og ætla aldrei að gera aftur, þeir bara misstu stjórn á sér. Karlmenn eru kyn öfganna, ef þeir drekka ekki mikið, þd reykja þeir mikið eða riða mikið.. .þeim geng- ur svo erfiðlega að finna eitthvert jafnvcegi í nautn- unum. Tjáhefta deildin En karlmennirnir eru ekki bara þjóðfélagið sem við vinkonurn- ar erum á móti, þeir eru líka landið sem við elskum og þjóð- inni er svo oft líkt við. Öfgarnar í náttúrunni endurspeglast í öfgum persónuleikans er kenn- ing, sem margir á íslandi eru voða skotnir í og finnst gott að skýla sér á bakvið, þegar þeir hafa skandaliserað á fylleríum heima eða erlendis. Við búum í tjáheftu þjóðfélagi, sem spring- ur með reglulegu millibili, reið- in sýður í okkur eins og eldur- inn í iðrum Heklu og glannaleg- ur kuldinn í samskiptum okkar er eins og freðin vetrarjörð. Ár eftir ár búa vinir, hjón og f]öl- skyldur saman á tjáheftum deildum, sem eru stundum köll- uð heimili og leika sama tauga- veiklunarhandritið ár og síð. í þessu þjóðfélagi, sem ham- ingjusamasta þjóð í heimi bygg- ir, er meira tabú að tala um andlega hðan, en stinningar- vanda karlmanna. Jú, það má kannski tala um það í pukri við heimilislækninn sinn, sem skrif- ar í skyndileynd resept upp á glaðværðarpiÚur. En nú geta þeir sem eru á móti öllum pill- um, en eru samt daprir, (og geta fyrir enga muni tjáð sig um það) tekið gleði sína á ný með landsliðinu í handbolta eða mont Everest förunum eða Fjölni kryddlegna Þorgeirssyni, því þeir eru allir góðu kallarnir, sannkallaðir Gunnarar á Hlíð- arenda, sem hægt er að líta upp til og fara með í skrúðgöngu án þess að skammast sín fyrir. Þeir eru ímynd heilbrigðis og hreysti, þeir eru ekki karl- mennirnir sem við vinkonurnar erum á móti og þeir myndu aldrei berja sjúkraliða á slysa- deildum, hvað þá þykjast vera hamingjusamir ef þeir væru það ekki. Ellert og glæpamaðurinn Smáþjóðaleikarnir eru byrjaðir og Garri horfði spenntur á setningarat- höfnina í sjónvarpinnu um daginn. Hún var bara ágæt, dáldið púkó, en þetta slapp, þó opnunarhátíð Landsmóts UMFÍ síðar í sumar eigi eflaust eftir að slá þessu við. Aðalatriðið var að Ellert Schram sást í út- sendingunni þar sem hann sat í heiðursstúkunni ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Guðrúnu Kartínu konu hans. Ellert háði eins og menn muna hetjulega baráttu við Júlíus Hafstein um formennsku í Ólympíunefndinni og þar með forustusætið fyrir smáþjóða- leikana. Sigur Ellerts í þeim slag varð vægast sagt söguleg- ur og hefur þeirrar viðureign- ar verið minnst sem nætur hinna löngu hnífa. Kunnugir segja að fþróttahreyflngin muni ekki verða söm eftir þetta, en eins og sást á Laug- ardalsvellinum í fyrrakvöld gengu þó spár svartsýnustu manna ekki eftir - um að ekk- ert yrði áf Smáþjóðaleikunum eftir að Júliusi hafi verið bolað burt. í heiðursstúkunni Og Garri var satt að segja nokkuð ánægður með Ellert þarna í heiðursstúkunni, hann var lengst af íbygginn en brosti síðan aðeins þegar Páll Öskrar flutti númerið sitt. Það sem Garra þótti hins vegar verst var að Ellert skyldi ekki hafa fiogið á Juan Antonio Samar- anch, forseta alþjóða Ólympíu- nefndarinnar, en sá maður mun vera hinn messti bófi að því sagt er. Garra er alveg sér- staklega minnisstæður leiðari sem sjálfur Ellert Schram, for- seti íslensku Ólympíunefndar- innar og þáverandi ritstjóri DV, skrifaði í blað sitt um nefndan Samaranch. Þá kallaði hann þennan mann glæpamann, hvorki meira nó minna! Leið- ari Ellerts vakti þjóðarathygli fyrir skerpu og þor og hafði þjóðin á orði að Ellert væri bæði sverð og skjöldur réttlæt- is í heiminum og innan íþrótta- hreyfingarinnar. Ellert kynni líka að kveða að þegar mikið lægi við og hikaði ekki við að kalla stórmenni sínum réttu nöfnum ef svo bæri við. Bætti ráð sitt? Glæpamaðurinn í Ólympíuma- fíunni hlýtur að hafa eitthvað bætt ráð sítt síðan EUert hætti sem ritstjóri, nema hann hafi gert það eftir að Ellert var bú- inn að koma Júlíusi frá og sjálfur orðinn formaður ís- lensku Ólympíunefndarinnar. Það má merkja á því að Sam- aranch þessi var í heiðursstúk- unni með Ellerti og vel virtist fara á með þeim. enda Samar- anch ábyggilega þakklátur Ell- erti fyrir að hafa bent sér á að hann væri glæpamaður - þann- ig að hann gæti tekið sig taki og bætt ráð sitt. Hann er áhrifamikill maður hann EU- ert, það er greinilegt. Garri.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.