Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.06.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.06.1997, Blaðsíða 2
14- Miðvikudagur 4. júní 1997 ;®agur-®ímmtt LIFIÐ I LANDINU Jón Birgir Pétursson skrifar Smáþjóðaleikar Þetta er nú svona og svona -fannst Alberti prinsi um siglingaaðstöðuna - Dagur-Tím- inn fylgdist með fyrsta keppnis- degi á leikum smœstu þjóða Evrópu í gœr að var talsvert alþjóðlegt andrúmsloft, en ekkert óskaplega mikið að gerast á keppnisstöðum Smáþjóðaleik- anna svona í byrjun í gærdag. Fyrstu keppnisgreinar fara hægt af stað, blak, siglingar og tennis voru á dagskrá í gær, en síðan íjölgar greinum. En þótt fámennt hafi verið á keppnis- stöðunum, tóku áhorfendur af ýmsum þjóðernum, fólk með ýmsan litarhátt, þeim mun virk- ari þátt í keppninni með heróp- um, hvatningum og köllum til síns fólks. Stór smáþjóð leggur eina þá minnstu Við lögðum fyrst leið okkar í íþróttahús Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Par voru langleggjaðar stelpur frá Möltu að leggja litla Liechtenstein, sem er meira en tíu sinnum fá- mennara land með rúmlega 30 þúsund íbúa, en barðist þó vel. Talandi um smáþjóðir, þá eru Mónakó og San Marínó fólksfæstar, í þeim löndum búa ekki nema rétt liðlega 2.000 manns á rétt vel lófastórum blettum, Mónakó er tæpir 2 fer- kílómetrar að stærð, en San Marínó rúmlega 60. Að lotu lokinni í blakinu voru fagnaðaróp Maltverja þvílík að allt lék á reiðiskjálfi. En úti á vellinum ræddu stelpurnar við þjálfara, sveittar og einbeittar á Fallegir krakkar við opnunarathöfn leikanna. Elísabet Brand, frjálsíþróttastjarna, var önnum kafin í útréttingum fyrir sitt lið, Möftu. Við Smáþjóðaleikana leggja tugir fram vinnu til að allt gangi vel fyrir sig. stjórnstöð siglingamála. Einar Sölvason, Áskell Fannberg og Sigurður Ágústsson. Allt undir „kontról" þarna. Möltustelpunum vel fagnað af æstum áhangendum í Breiðholtinu í gærmorgun. Liechtenstein, þriðja minnsta smáþjóðin, reyndist léttur biti fyrir þriðju stærstu þjóð leikanna. Myndir Pjetur. svip. „Ég veit ekki hvort við eigum möguleika, ég þekki ekki mikið til liðanna, en þennan leik vinn- um við, sannaðu tU,“ sagði Alfr- ed Litsig sem sat í hópi körfu- boltamanna frá Miðjarðarhafs- eyjunni góðu, sólbrúnum og rennilegum köllum, sem létu hátt, þegar liðinu gekk vel. Ungur Kópavogsbúi stríðir atvinnumanni í hinni glæsilegu Tennishöll í Kópavogi hófst keppnin í gær- morgun. Þegar okkur bar að garði var Arnar Sigurðsson, 15 ára Kópavogsbúi að velgja Dav- id Ponz Andorramanni undir uggum, unglingurinn gegn al- þjóðlegum atvinnumanni, sem hefur náð góðum árangri þótt ekki sé hann í fremstu röð og hefur sigrað á Smáþjóðaleikun- um. Auðvitað vann sá gamli refur að lokum, en Arnar stóð sig vel og fékk svitann til að drjúpa hjá Ponz. íslensku keppendurnir féllu hins vegar einn af öðrum úr leik. Áhorfendur í tennis hafa hljótt, salurinn er mjög demp- aður, og stunur og búkhljóð keppendanna óma, þegar þeir senda frá sér boltann yfir netið til andstæðinga sinna. Það eru mikil átök í þessu sporti og gaman að horfa á tennis. Andrúmsloftið er í raun magnað. Hver hafði ímyndað sér að Arnar Kópavogsbúi mundi veita Andorramanninum keppni? Fáir. En sú varð nú samt raunin, og sá gamli varð að bíta í það súra að lenda í hörkubaráttu. Of mikið logn, - eða vindur og þoka? Suður í Nauthólsvík, við sjóbað- stað Reykvíkinga áður en Kópa- vogsbúar tóku til við að dæla skólpinu í Fossvoginn, eru sigl- ingamenn með stjórnstöð fyrir siglingakeppnina í Kafarahús- inu sem stendur upp af víkinni. Greinilegt er að sérsamböndin, í þessu tilviki Siglingasamband íslands, eru með allt undir stjórn, þar er vanur mannskap- ur að kljást við nýtt verkefni, stórmót í tveim greinum sigl- inga, laserflokki og brettasigl- ingum, og tekur málið alvar- lega. Keppni í laserflokki var rétt að heljast úti á Skerjafirðinum. Siglingar hjá siglingaþjóðinni eru erfiðar. Strákarnir í móts- stjórninni sögðu að keppendur hefðu farið að mæta um 7.30 í gærmorgun og fannst víst nokk- uð kalt. Enn annað vandamál, - það var of mikið logn! Svo mik- ið logn að hæpið var að starta seglbrettamönnum. Og vanda- mál númer þrjú: Það mátti helst ekki hreyfa vind, þá var hætta á að þokan hellti sér yfir ijörðinn. Þarmeð hefði orðið að aflýsa keppninni þann daginn og hann ónýtur. Tveir af íslendingunum eru sagðir eiga raunhæfa mögu- leika í siglingakeppninni á litlu laserjullunum, Hafsteinn Ægir Geirsson og Óttarr Hrafnkels- son. Prinsinn sagði „svona og svona“ Hans hátign, Albert prins af Mónakó, var búinn að heim- sækja svæðið, léttur og kátur náungi, siglingamaður, en ætlar ekki að vera með á Smáþjóða- leikunum. Hann er í landsstjórn síns litla og fámenna lands. Honum fannst kalt, en sagði að sér litist „svona og svona“ á að- stöðuna, vanur öllu því besta á Miðjarðarhafinu, hlýjum og notalegum gusti og bestu að- stöðu. Siglingareglur eru stífar, sér- staklega í þessari keppni, refs- ingum óspart beitt, tveir auka- hringir takk, ef þú rekst á eina af íjórum baujum á hringnum sem er siglt. Og rambi íslenskur bátur inn á brautina meðan keppt er, þá fær allt íslenska liðið brottvísun, keppni lokið, sagði Sigurður Ágústsson okk- ur. Opnunarhátíðin mislukkuð Opnunarhátíð Smáþjóðaleik- anna var lýst á Bylgjunni í gær að hún hefði verið „lopi“. Hrifn-

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.