Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.06.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.06.1997, Blaðsíða 5
,®agur-'3ImTOm Miðvikudagur 4. júní 1997 -17 VIÐTAL. DAGSINS Glatað en samt fínt Popparinn Björn Jörundur er kominn heim til íslands eft- ir að hafa verið í Liverpool í vetur að lœra leiklist í lista- skóla Pauls McCartneys. Hann er mjög ánœgður með dvölina þar og er að leita sér að föstum kjarna til að spila með. s g hef verið að fikta aðeins við að leika því að það er alltaf ver- ið að biðja mig um það en mér finnst ég græða mest á því að komast að því að ég kunni ekkert í leiklist og vissi ekkert hvað ég var að gera. Ég er ekki að segja að ég hafi ekki gert það rétt. Ég vissi bara ekki hvernig það var hugsað. Það er ágætt að hafa smágrunn í því sem maður er að gera,“ segir Björn Jörundur Friðbjörnsson tónlistarmaður. „Það er að mörgu leytifínt að vera í Bretlandi en mér finnst Bretland glatað land að húa í. Eg gœti aldrei verið lengi þar. “ Tíu ára hlé Björn Jörundur kom til íslands í síðustu viku og er farinn að hugsa sér til hreyfings fyrir sumarið. Hann hefur haft það gott í vetur, lært leiklist í Liverpool Institute for Perform- ing Arts en skólinn hefur notið góðvildar bítilsins Pauls McCartneys. Björn Jörundur segir að það hafi verið skrítið að setjast á skólabekk eftir tíu ára hlé en samt mjög gaman. Hann hefur leikið í Sódómu Reykjavík, Gauragangi, Rocky Horror svo nokkuð sé nefnt en ekki er þó víst að hann leggi leiklistina fyrir sig í sumar. „Ætli ég verði ekki bara að spila eitthvað í Reykjavík," seg- ir Björn Jörundur, en hann var einmitt að spila með Jóni Ólafs- syni á Ráðhúskaffi, nýopnuðum stað á Akureyri, um helgina. Hann segir að þeir verði þó ekkert endilega að spila saman í sumar, þetta hafi bara verið redding. Það skýrist á næstu vikum hvað hann taki sér fyrir hendur í sumar. Leitar að kjarna Björn Jörundur stefnir að því að fara aftur utan í haust og halda áfram náminu en hann á tvö ár eftir. Hann stefnir ekkert frekar að því að leggja leiklist- ina fyrir sig í framtíðinni þó hann sé í þessu námi. Hann bendir á að í skólanum sé kennd leiklist, tónlist, hljóðupp- tökur og því sé þar tækifæri til að gera allt í einu, leika og spila með nýju fólki. Hann er einmitt að leita sér að kjarna til að spila með og býst við að það verði kom- ið á hreint í haust. Setu- menning Björn Jörundur er ekki mjög hrifinn af lífinu í Liverpool og segist feginn að vera kominn heim, nú geti hann andað ró- lega þegar hann gengur um göturnar. í Liverpool sé fátækt og mikið af glæpum. „Það er að mörgu leyti fínt að vera í Bretlandi en mér finnst Bretland glatað land að búa í. Ég gæti aldrei verið lengi þar. Þeir eru með góða popp- tónlist og klassíska tónlist en upp til hópa er þetta bara setu- menning, Bretarnir fara á pöbbinn og drekka volgan bjór. Ég er ekkert hrifinn af þeim sem slíkum. Ég vil miklu frekar vera í Evrópu eða uppi á ís- landi,“ segir hann. -GHS Björn Jörundur Friðbjörnsson tónlistarmaður hefur verið að iæra leiklist í listaskóla Pauls McCartneys í Bretlandi í vetur. Hann er kominn heim og ætlar sér að vera í tónlistinni í sumar. BREF FRA REYKJAVIK Reglur eða geðþóttaákvarðanir Ægir Ágústsson skrifar að er svo sem langt síðan að ég fékk upp í kok af þeim sem greiða mér bæt- ur, en nú get ég ekki lengur orða bundist. Alveg síðan ég var tekinn út af vinnumarkað- inum árið 1995, hefur það verið mikil þrautaganga að eiga við Tryggingastofnun ríkisins. Eg er flogaveikur sem kannski er ekki mikil fötlun miðað við mörg önnur veikindi, en veikindi mín gera það að verkum að það er mér hættu- legt að vinna við þau almennu störf sem í boði eru fyrir hinn almenna verkamann. Þegar ég var settur á örorku- bætur var ég metinn 75% ör- yrki. Ég var einhleypur og ákvað að heija nám í starfs- þjálfun fatlaðra sem nú nefnist Hringsjá. Hugmyndin var sú að læra eitthvað sem myndi henta mér með tilliti til veikindanna og vænlegasti kosturinn var að heíja námsbrautina í Hringsjá. Þar fylltist ég miklum eldmóði og gekk mjög vel í náminu. Eftir eitt ár í þessu námi, kynntist ég stúlku sem er líka öryrki og eftir að hafa verið í sambandi í svolítinn tíma hóf- um við sambúð. Við það urðum við fyrir 30% tekjuskerðingu sem þýðir að við höfðum tekjur uppá 79.000 kr. samanlagt og þar af voru mínar bætur 37.000 kr. Núna í apríl fæddist svo yndislegur drengur og fengum við þá barnalífeyri til viðbótar. Það hækkaði okkur um 22.000 kr. á mánuði. Núna um síðustu jól útskrifaðist ég úr Hringsjá og hóf almennt nám í Iðnskólanum. Ég þurfti svo að fara í endurmat núna fyrir lok júnímánaðar og var ég þá met- inn 50% öryrki og þýðir það að ég fæ 10.600 kr. í örorku- bætur á mán- uði í stað 37.000 kr. og við missum helming barna- lífeyris 11.000 kr. Alls er þetta skerðing upp á 37.400 kr. Rökstuðningurinn í þessu mati var að ég væri í lánshæfu námi og þess vegna fengi ég ekki hærra mat. Af þessu öllu virðist sem Tryggingastofnun ríkisins sé í andstöðu við ljöl- skyldumyndun og að öryrki fái það tækifæri að læra til að geta fundið sér vinnu sem hæfir honum. Tryggingakerfið býður hreinlega upp á að það sé reynt að svindla á því. Við sjáum okk- ur ekki lengur fært að vera í sambúð og höfum því ákveðið að slíta henni af þessum ástæð- um. Þetta hefur ekki góð áhrif, hvorki á foreldrana né barnið okkar og gengur ekki upp íjár- hagslega. Tryggingakerfið hýður hreinlega upp á aðþað sé reynt að svindla á því.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.