Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.06.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.06.1997, Blaðsíða 10
22- lifiðviicudagur 4. juníÍSfQY í ^Díigur^tnróm m RADDIR FOLKSINS Frá lesendum Heimílisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58, 602 Akureyri eða Þverolti 14 Reykjavík. Netfang: ritstjori@dagur.is, Fax: 460 6171 Bandaríkjamaðurinn ógurlegi sem kom til landsins fagra til að „kaupa“ sér konu. Ótrúleg karlremba! s g get ekki lengur orða bundist vegna þess hvernig Dagur-Tíminn fjallar um konur. Blaðið virðist elta upp hvers kyns karlrembu í hvaða formi sem hún birtist. ítrekað og markvisst skilgreinir blaðið konur sem einhverjar gljápíur og setur ungum stúik- um staðla þar sem aðalaatriðið er að vera fallegur og fönguleg- ur að hætti tískuiðnaðarins. Þetta er sérstaklega sorglegt í ljósi þess að blaðið hefur gefið sig út fyrir að vera blað fólks- ins, framsækið og framfara- sinnað. Þegar á hólminn er komið reynist það síðan vera íhaldsamt karlrembumálgagn. Ég vil aðeins taka eitt lítið dæmi. Á dögunum birtist viðtal við einhvern hugsjúkan Amer- íkana sem kom til Akureyrar í þeim tilgangi að ná sér í konu. Greinilegt var að maðurinn leit á konur sem hvern annan verslunarvarning og að ísland væri einskonar Tailand norð- ursins - staður þar sem von- lausir karlar sem enginn vill geta farið og náð sér í konu. Dagur-Tíminn hampaði þessum manni ótrúlega og var engu lík- ara en að hann væri þjóðhetja, Everestfari eða handbolta- kappi. Ekki nóg með að blaðið birti viðtal við hann þegar hann var hér, heldur var maðurinn eltur til útlanda og tekið viðtal við hann eftir að hann var kom- inn heim. Sem betur fer hafði maðurinn ekki fengið undir- tektir við umleitan sinni og er það svo sannarlega rós í hnappagat akureyrískra kvenna. Það er einlæg von mín að Dagur-Tíminn hætti að dekra við karlrembusjónarmið en einbeiti sér að framsæknari hlutum. Þetta er það gott blað að það er synd að skemma það með þessu! P.S. Hvernig væri að hætta með þessar ósmekklegu kynlífs- auglýsingar frá Önnu og Nínu? Gunnar Ernir, Reykjavík. & Meiri pínan sem þessir Smáþjóðaleikar valda. Það eru bara allir óðir og uppvægir yfir þessu sprikli í örfáum íþróttamönnum hér og þar og alls staðar. Eins og maður fái ekki nóg af bolt- anum sýknt og heilagt. Sjónvarpsdagskráin ætlar alla lifandi að drepa þessar vikurnar því að nú er hin stórglæsilega sumardagskrá ríkisins komin í loftið. Ríkið sér það sem sína helstu skyldu að tryggja framgang Stöðvar 2 og gerir það með bravúr. Og að sjálfsögðu er barnatíminn hjá ríkinu á besta kvöldmatartíma - minna má það nú ekki vera fyrir blessuð börnin. Það er ómögulegt að þau séu að borða soðninguna ótilneydd. Ríkisútvarp sjónvarp Albert Jensen skrifar Auðsöfnunarveiki fer nú hamförum í þjóðfélagi okkar. Sú veiki er að því leytinu verri en aðrir sjúkdóm- ar að hún fer líka illa með þá sem ekki greinast með hana. Græðgi er margslungin veiki og öllum hættuleg. Hún kvíslast m.a. í fégræðgi og valdagræðgi. Græðgi er þannig ólík stelsýki, að hún sölsar annarra eignir undir sig á lög- legan hátt. Held ég. Siðleysi er jafnan í för með báðum þessum þáttum mann- legrar lágkúru. Þeir eru aðal- einkenni eins af hvimleiðustu dýrum íslenskr- ar náttúru, minksins. Græðgi á ekkert skylt við sjálfs- bjargarviðleitni. Hún er óseðj- andi, ólækn- andi. Ég fæ ekki séð hamingju í auðsöfnun sem byggð er á vinnuþrælkun og eða efna- hagslegri múl- bindingu fólks. Lífsfylling og gleði hafa ekki græðgi í sínu föruneyti. Fé hef- ur nú safnast á fárra hendur. Líka stór hluti þess sem þjóðin hafði eignast sameiginlega á löngum tíma og h'tið er eftir af. Því á skömmum tíma hefur fá- um óhemju rfkum fjölskyldum tekist með aðstoð stjórnvalda, að sölsa undir sig, fyrir nánast ekkert, meirihluta þjóðareigna. Lítið er nú eftir nema hluti af reisn hennar og sjálfstæði. Það er hættulegt að látast ekki sjá, að það er nánast búið að gera þjóðina eignalausa og verið að ganga enn lengra. Undirbún- ingur er að því að gefa útlend- ingum hlutdeild í landi okkar og miðum. Stutt er síðan hluta sjálfstæðis okkar var eftirlátið erlendu valdi með E.E.S. Næsta skref getur orðið E.S.B. og er sjálfstæði okkar þá endanlega úr sögunni. Hvað veldur að svo peningalega sterkum öflurn skuli ekki takast takmark sitt? Að ráða og drottna yfir öllu. Eiga fólkið, hugsanir þess. Einkalíf þess. Auðsýki Jú, það liggur í augum uppi. Meðan þjóðin á enn útvarp og sjónvarp, getur hún svarað fyrir sig. Varið sig. Rökstutt kosti og galla mála. Þessir eru einu fjöl- miðlar þjóðarinnar og hennar sverð og skjöldur. Þeir sem vilja fórna þessu, eru annað hvort vegvilltir í sjálfstæðis- og menn- ingarmálum eða hagsmunapot- arar í einkageiranum. Stöð 2 sérstaklega, hefur af hags- munaástæðum verið með áróður gegn ríkisreknu sjónvarpi og útvarpi. Allir muna hvernig fór fyrir Eh'nu Hirst, þegar hún sem frétta- stjóri stöðvar 2 tók heiðarlega fréttamennsku framyfir hags- muni auglýs- enda. Hún var rekin. Menn sem gera sér þann greiða að láta ekki hags- munaklíkur einkageirans hugsa fyrir sig, sjá að maður kastar ekki vopnum í bar- daga nema til að flýja. Það væri mikill aula- háttur, eða algjör vesaldómur að gefast upp fyrir kúgunaröfl- um þeim sem tröllríða þjóðar- hagsmunum. Ríkisútvarp, sjónvarp er þjóðinni lífsnauðsyn. Það er margsannað að auðsjúkir framagosar hliðra ekki fyrir hagsmunum heildarinnar. Næsta stjórn Ef nefskattur fjármagnaði þessa liði, mundi slökkna á röflinu. Ég geri þó varla ráð fyrir að þýði frekar í þessu máli en öðr- um, að skora á núverandi stjórnvöld að vinna fyrir alþýð- una og trúlega verður að bíða næstu stjórnar. Hvernig sem hún þá verður. Síðan blöðin fóru að brjótast undan yfirráðum stjórnmála- flokka, urðu þau gagnlegri al- menningi. Sú hætta er þó í aug- sýn að þau færist á fárra hend- ur. Þá yrðu þau verðlaus og öll- um gagnslaus. Óritskoðað, heiðarlegt, djarft blað, er það sem fólkið vill og treystir. „Allir muna hvernig fór fyrir Elínu Hirst, þegar hún sem fréttastjóri Stöðvar 2 tók heiðarlega frétta- mennsku framyfir hagsmuni aug- lýsenda. Hún var rekin“, segir greinarhöfundur. Vantar verð í gluggana Kona á Akureyri hafði sam- band við ritstjórn og kvart- aði undan því að í glugga- útstillingum í miðbæ Akur- eyrar vantaði iðulega verð- in á varningnum. Konan sagðist hafa gaman af að ganga í bænum á kvöldin og sjá hvaða varning versl- anir hefðu á boðstólum en það væri tfl lítils ef ekki væri hægt að sjá fyrir hvað varningurinn fengist. Að sögn konunnar standa þó einstaka fyrirtæki sig vel á þessu sviði og nefndi hún Bókval sem dæmi. Púki og Babú Það tók upp sig gömul brosgretta hjá mörgum ís- firðingum á dögunum þeg- ar fulltrúi verkfallsmanna og atvinnurekenda skiptust á skoðunum í beinni út- sendingu í einum af „frjáls- asta“ fjölmiðli landsins, Stöð 2. Þarna voru í kast- ljósinu þeir Pétur Sigurðs- son, forseti Alþýðusam- bands Vestljarða, og Hall- dór Jónsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna og at- hafnamaður x' x'sfirskum sjávarútvegi. Það sem kom hreyfíngu á andlitsdrætti ísfirðinga sem horfðu á var ekki það sem tvímenning- arnir sögðu heldur ljúfsár- ar minningar úr fortíðinni sem kviknuðu við að sjá þessa menn saman á skjánum. Á sjöunda áratugnum þegar Pétur var formaður Knattspyrnufélagsins Vestra á ísafirði var hann uppnefndur Púka-Pétur vegna strákaskarans í Vestra. En ungir strákar hafa jafnan verið kallaðir púkar á ísafirði. Þetta við- urnefni Péturs var að mestu gleymt en virðist vera komið á loft á ný eftir að verkfallið skall á þar vestra. Á þeim slóðum hef- ur það löngum verið siður, eins og í mörgum sjávarp- lássum að kalla menn ýms- um öðrum nöfnum en þeim var geflð við skírn. Vegna áhuga eða tengsla við slökkvilið ísa- ijarðar á sínum tíma fengu Halldór og tveir eldri bræð- ur hans viðurnefnið babú. Þeir voru þá ýmist nefndir Stóri-Babú, Litli Babú eða bara Babú. Þótt Halldór og bræður hans séu að mestu lausir við þessa orðaleppa lifir enn í gömlum púka- sálum sem orna sér við gamfar minrúngar. Sér- staklega þegar í ljós kemur að þeir sem standa í eldlín- unni á ísafirði eru Púka- Pétur og Litli- Babú. Það er kannski ekki nema von að það hafi hitnað í kolunum þar vestra. Fjarvera Davíðs Með skömmu millibili sigr- uðu íslendingar hæsta tind jarðar og Júgóslvaíu og Norðmenn á HM í hand- bolta. Athygli vakti að sam- tíms þessum glæstu sigrum var forsætisráðherra og sjálfur landsfaðirinn Davíð Oddsson ekki á landinu, heldur í Svfþjóð og Frakk- landi. Þótt ekkert sam- hengi sé þarna á milli hafa gárungarnir skemmt sér við að spá í spilin ef forsæt- isráðherrann mundi dvelja langdvölum erlendis. Guðmundur R. Heiðarsson.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.