Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.06.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.06.1997, Blaðsíða 6
7$'- l\Jíd'mk'udág'ur'47Júní'Íý9? |Daguf-®mrótfíl MENNING OG LISTIR Nýr orgelkonsert aSigurður Steinþórsson Atónleikum í Hallgríms- kirkju 29. maí voru á efnisskrá konsert fyrir orgel og sinfóníuhljómsveit eftir Hjálmar H. Ragnarsson og 3. sinfónía Saint-Saéns, „orgel- sinfónían." Einleikari var Hörð- ur Áskelsson en stjórnandi Roy Goodman frá Bretlandi. Senni- lega sætir þessi frumflutningur á orgelkonsert Hjálmars mest- um tíðindum tónleikahalds á Kirkjulistahátíð ’97 í Reykjavík, enda var húsfyllir og talsverð eftirvænting. Svo vel var kons- ertnum tekið að lokakaflinn var endurtekinn, og voru þær mót- tökur harla ólíkar þeim sem orgelkonsert Jóns Leifs fékk í Þýzkalandi, þegar allir gengu út nema einn þýzkur generall og Kristján Albertsson, svo sem Hjálmar H. Ragnarsson lýsir í grein sinni um ævi Jóns Leifs í Andvara fyrir nokkrum árum. En það var hka með þessum sama orgel- konsert sem endurreisn Jón Leifs hófst, þegar hann var fluttur í Svíþjóð við mikla hrifn- ingu og lof gagnrýnenda. Fugla- söngur og lækj- arnið í konsert Hjálmars skipt- ast á skin og skúrir, eða eins og haft er eftir tónskáldinu sjálfu: „Það sótti að mér að semja eitthvað hrjúft en sem þó væri um leið blíðlegt, eitthvað svo ágengt og kraft- mikið að viðkvæmnin yrði að komst að.“ Viðkvæmnin er mest í alllöngum miðkafla, en í lokin er hverri tusku tjaldað og gerð- ur svo mikill hávaði sem heil hljómsveit og orgelið mikla geta framast gert. Með þess- um konsert hefur Hjálmar lagt athyglis- verðan skerf til kirkjutónlistar. En jafnframt minnumst vér þess, að ennþá er orgelkonsert Jóns Leifs ófluttur hér á landi. Eftir lokaátökin í konsert Hjálmars var upphaf orgel- sinfóníu Saint-Saens líkast Svo vel var kons- ertinum tekið að lokakaflinn var endurtekinn, og voru þœr móttökur harla ólíkar þeim sem orgelkonsert Jóns Leifs fékk í Þýzkalandi. fuglasöng og lækjarnið eftir þrumuveður, lagrænt og fallegt. Hér er orgelið ekki í einleiks- hlutverki, heldur sem viðbót við hefðbundna sinfóníuhljómsveit, og Iætur raunar helst til sín taka undir lokin. Blásturshljóð- færi hljómsveitarinnar njóta sín vel í sinfóníunni, og hljómburð- ur kirkjunnar ýtir vel undir hin raddminni hljóðfæri eins og flauturnar, og margt var þarna fallegt að heyra. Hörður Áskels- son spilaði af öryggi eins og vænta mátti, og stjórnandinn Roy Goodman skilaði sínu verki af sérstakri alúð. Imihverf íhugun Ekki verður annað sagt en að fjölbreytni hafi ein- kennt tónleikahald Kirkjulistahátíðar ’97, og hinn 30. maí söng í Hallgrímskirkju söngtríó sem kallar sig Voces Spontane frá Austurríki, en Manúela Wiesler söng með á flautu sína. Nafn söngtríósins á að vísa til þess að efnisskráin sé ekki ákveðin fyrr en á staðn- um, hitt var ljóst, að hvert verk var þaul- æft, bæði söng- ur og hreyfíng- ar. Hópur þessi tengist með einhverjum hætti Sibyl Ur- bancic, hálf- löndu vorri í Vínarborg. Mönnum tók að leiðast Tónleikarnir hófust með tónum einleiksflautu Manúelu ein- hvers staðar fremst í kirkjunni, og var það eini „hefðbundni" flautuleikur kvöldsins. Síðan hófst söngurinn með því að sópran söng langt „aaa“, þá bættist við önnur rödd í flmm- und og loks hin þriðja í þríund, engir textar, bara hægferðugir hljómar. Svo var skipt um stöð- ur, Manúela bættist við og ann- að smástykki tekið. Fljótlega færðist leikurinn fram í miðja kirkjuna, aftur fyrir flesta áheyrendur, því sennilega voru uppstillingar valdar með það fyrir augum að hljóman kirkj- unnar sjálfrar nýttist sem bezt, hún var þannig beinn þátttak- andi í uppá- komunni. Greinilegt er að söngfólk Voces Spont- ane, tvær stúlkur og einn karlmaður, eru söngmenn góð- ir, og ekki þarf að spyrja að Manúelu. Og tónleikarnir fóru vel af stað, en þegar hálf- tími var liðinn og alltaf var meira af því sama, hægferðugir hljómar, stunur, reik um kirkj- una, fór mönnum að leiðast. Þetta hefur tónlistarfólkið fundið, því allt í einu voru tón- leikarnir búnir, enda segir í skránni: „Gera má ráð fyrir að val þeirra endurspegli rými kirkjunnar, andrúmsloftið og áhrif tónleikagesta.” Sigurður Steinþórsson Sópran söng langt „aaa(í, þd bcettist við önnur rödd í fimmund og loks hin þriðja íþrí- und, engir textar, hara hœgferðugir hljómar Voces Spontane frá Austurríki.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.