Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.06.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 04.06.1997, Blaðsíða 7
JDagra>®œtímt Miövikudagur 4. júní 1997 - 19 NYLEGAR BÆKUR Hvað finnst þér Börn svara því í þýddu smá- bókinni Heimsins besti pabbi sem Skjaldborg gaf út fyrir nokkru með teikningum eftir börn. Þar má m.a. ilnna eftir- farandi yfirlýsingu frá Kötu, 9 ára: „Ég elska pabba af því að hann gaf mér kærustu gjöf heimsins, ÁSTINA. Hann vinnur alian daginn fyrir mig, meira að segja um helgar." Leiðbeinandi verð er 750 kr Orðabók Skjaldborg hefur gefið út Stóru orðabókina fyrir 2-4 ára börn. Bókin er með hörðum spjöldum og þolir því hnjask sem fylgir þessum aldri og hentar þeim ágæt- lega sem eru byrjuð að sýna áhuga á stöfum og orðum. Leiðbeinandi verð er 790 kr. Disney Snar og Snöggur flytja heitir bók sem kom út í Disneyklúbbi Vöku-Helga- fells. Snar og Snöggur eru íkornar og búa í skúr í garðin- um hjá Andrési Önd. Ripp, Rapp og Rupp gjörbylta heimil- isaðstæðum íkornanna þegar þeir ákveða að breyta skúrnum í seglskútu og bjóða Andrési og Andrésínu með sér í siglingu. Bókin er aðeins fáanleg í bóka- klúbbnum og kostar 895 kr. Miklar kuldar ríkja á Eyju vind- anna, hafís umlykur hana og ekkert skip kemst þangað. Þar býr Linda litla og ákveður hún að halda á fund Vetrar konungs til að biðja hann um að losa eyjuna úr klakaböndum en lendir í ýmsum hremmingum á leiðinni. Pétur Ásvaldsson þýddi og kostar bókin 895 kr. í Litla bókaorminum, barnabóka- klúbbi Vöku-Helgafells. Bókaútgáfan Urta sendi nýlega frá sér bókina Ekki algerlega einn eftir finnlands- sænska skáldið Lars Huldén sem Njörður P. Njarðvík þýddi. Bókin er 67 ljóða úrval úr 15 ljóðabókum skáldsins. Huldén þessi yrkir um m.a. hverfulleik lífsins, ein- manaleika, dauðann, nátt- úruna, samskipti manna og manns og náttúru, móður- mál, málfræði, Júdas og aðra svikara. Bókin kostar 1140 kr. 50 ára afmælí tímarits Laganemar hafa gefið út af- mælisrit Úlfljóts, tímarits laganema, í tilefni af því að 50 ár eru liðin síðan það kom fyrst út. í bókinni eru fræðigreinar um íslenska og al- þjóðlega lögfræði eftir kennara í lagadeild HÍ, m.a. um EES- samninginn og réttaráhrif hans, fiskveiðideilur íslendinga og ábyrgð fjölmiðla á birtu prent- efni. Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Leitin að fjársjóðn- um í flokki bóka þar sem les- andinn tekur sjálfur þátt í ævintýrinu. Sagan hefst þeg- ar Símon sjóræningi fer í ár- lega heimsókn til Maríu frænku sinnar. Á hverri opnu er svo myndagáta sem les- andinn hjálpar Maríu að leysa og ef hann er kominn í öngstræti þá er bara að fletta aftast í bókina því þar er lausnin. einn Líforðasafn Veist þú hvað Molidae er? Ékki það, nei. En nú getur þú flett upp í ensk-íslensku Líforðasafni Sem Hálfdan Ómar Hálfdan- arson og Þuríður Þorbjarn- ardóttir tóku saman og kom- ist að því að Molidae er „tunglfiskaætt". Þar er líka að finna þýðingu á Qölda annarra líffræðilegra orða sem koma sér áreiðanlega vel því mjög sértæk orð er ekki alltaf að finna í almenn- um orðabókum. Safnið kost- ar 2700 kr. Hér á landi ríkir grafar- þögn um ýmsa þróun á sviði læknismeðferða í hinum vestræna heimi, segir Einar Þorsteinn höfundur bók- arinnar Lífspursmál í fréttatil- kynningu. í bókinni er tæpt á þessari þróun og segir Einar til- efnið vera áætlanir ríkisins til að takmarka aðgengi að fæðu- bótaefnum undir yfirskini neyt- endaverndar. Háskólaútgáfan gaf út fyr- ir skömmu Guðamjöð og arnarleir, safn ritgerða um eddulist og var það Sverrir Tómasson sem ritstýrði. í rit- gerðunum er m.a. ijallað um Fjölnismenn og fornöldina, Steinunni Finnsdóttur og bók- menntaumræðu á upplýsingar- öld. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið ki. 20.00 FIÐLARINN A ÞAKINU eftir Boch/Stein/Harnick 15. sýn. í kvöld, miðvikud. 4. júní. Uppselt. 16. sýn. föstud. 6. júní. Uppselt. 17. sýn. laugard. 7. júní. Uppselt. 18. sýn. föstud. 13. júní. Örfá sæti laus. 19. sýn. laugard. 14. júní. Örfá sæti laus. 19. sýn. sunnud. 15. júní. Nokkur sæti laus. 20. sýn. fimmtud. 19. júní. Nokkur sæti laus. 21. sýn. föstud. 20. júní. 23. sýn. laugard. 21. júní. KOTTUR A HEITU BLIKKÞAKl eftir Tennessee Wiliams Á morgun, fimmtud. 5. júní. Síðasta sýning. Sunnud. 8. júní. Aukasýning. Litla sviðið ki. 20.30 LISTAVERKIÐ eftir Yazmina Reza Föstud. 6. júní. Uppselt. Laugard. 7. júní. Uppselt. Föstud. 13. júní. Uppselt. Laugard. 14. júní. Uppselt. Sunnud. 15. júní. Nokkur sæti laus. Fimmtud. 19. júní. Föstud. 20. júní. Laugard. 21. júní. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti simapöntunum frá kl. 10 virka daga.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.