Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Síða 3

Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Síða 3
JUtgur-®ímtmt Laugardagur 21. september 1996 -15 Karlakór Reykjavíkur er ekki að baki dottinn. Von er á tveimur geisladiskum frá kórnum á næstunni og mikill hugur í mönnum. Karlar Unnendum karlakórssöngs ætli ekki að leiðast þessi jól. Samtals er von á yfir fimm klukkustunda efni á geisladiskum frá hinum ýmsu karlakórum landsins og er reiknað með að allir diskarnir verði komnir út fyrir jól. Diskarnir sem koma út eru a.m.k. fimm talsins og hugsanlega fleiri. Karla- kór Reykjavíkur gefur út tvo diska, Karlakórinn Fóstbræður einn, Karlakór Selfoss einn og Karlakór Akureyrar-Geysir einn. Heyrst hefur af fleiri kór- um í sömu hugleiðingum en ekki náðist í formenn þeirra kóra til að staðfesta hvort rétt væri. En hvernig skyldi standa á að þetta margir diskar komaút um svipað leyti? Og ekki síður forvitnileg spurning: - Er markaður fyrir svona stór- an skammt af karlakóratónlist? I samtölum við karlakórs- menn kemur fram að tilviljun ráði því að miklu leyti að allir þessir diskar komi út á sama tíma. Karlakór Akureyrar-Geys- ir hefur ekki gefið út hljómplötu eða geisladisk eftir að hann var uiaau er greinnega i uppáhaidi hja kórakörlum. Hún syngur einsöng bæði á væntanlegum diski Karlakórs Akureyrar-Geysis og á diski sem Karlakór Reykjavíkur er að senda frá sér. kyrja í kór Prúðbúnir Fóstbræður horfa tii himins. Ef til vill að biðja hinn háa herra um að diskurinn þeirra, sem kemur út á næstunni, muni seljast vel þrátt fyrir væntanlegt flóð af geisladiskum frá karlakórum á markaðinn? stofnaður upp úr tveimur kór- um en síðast gaf Karlakór Ak- ureyrar út plötu árið 1975. Þar á bæ þótti mönnum því tími til kominn að fara að taka upp efni og fengu til liðs við sig söngkonuna Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur sem syngur einsöng á disknum. Sömu sögu er að segja af Karlakór Selfoss. Sá kór hefur ekki sent neitt frá sér lengi, kórstarfið hefur gengið vel að undanförnu, og því var ákveðið að ráð- ast í útgáfu geisladisks. „Þetta er aðallega fyrir okkur gert. Við reiknum ekki með mikilli sölu og verðum ánægðir ef við ná- um upp í kostnað," segir Júlíus Hólm Baldvinsson, meðlimur í kórnum. Ein- söngvarar með Karlakór Selfoss eru þau Loftur S. Erlingsson og Berglind Einarsdóttir. Bjartsýnir á sölu Geisladiskur Karlakórsins Fóst- bræður er gefinn út í tilefni af 80 ára afmæli kórsins. „Vissu- lega höfum við áhyggjur ef allir eru að gefa út diska á sama tíma en þessi útgáfa var löngu ákveðin hjá okkur,“ segir Stefán Már Halldórsson, formaður Fóstbræðra. Kórinn stendur ekki að útgáfunni sjálfur heldur gefur Skífan diskinn út og segir Stefán að svo virðist sem út- gáfufyrirtækið hafi trú á diskn- um og telji að til lengri tíma lit- ið muni hann skila hagnaði þó liann seljist ef til vill ekki í stóru upplagi strax í byrjun. Á diski Hér er Karl Jónsson, félagi í Karla- kór Akureyrar-Geysi, glaður á góðri stundu enda gaman að vera í karlakór. Ekki bara út af söngnum, heldur líka félagsskapnum, ferða- lögunum og tækifærinu til að klæðast í fín föt af og til. þeirra Fóstbræðra syngur Þor- geir Andrésson einsöng og hugsanlega verður einn annar einsöngvari. Annar diskur Karlakórs Reykjavíkur er einnig gefinn út í tilefni afmælis, en sá kór held- ur upp á 70 ára afmæli í ár. Bjarni Reynarsson, formaður kórsins, segir að diskurinn hafi verið í vinnslu í þrjú ár og menn séu nokkuð bjartsýnir á að hann seljist, ekki síst vegna þess að hann skarti fyrirtaks- einsöngvurum. Þegar er búið að ganga frá því að Sigrún Hjálmtýsdóttir og Kristinn Sigmundsson syngi einsöng með kórnum en ekki er ljóst á þessu stigi málsins hvort einsöngvararnir verði fleiri. Hinn diskurinn sem Karlakór Reykjavíkur send- ir frá sér á næstunni er með lögum eftir Sigfús Halldórs- son og var kórinn beðinn sér- staklega um að syngja inn á þann disk. Ástæðurnar fyrir útgáfu geisladiskanna eru því misjafn- ar. Þó voru menn sammála um að margir diskar á sama tíma séu ekki eintómri tilviljun um að kenna. Stutt sé síðan geisla- diskar tóku við af hljómplötum en plötur séu engu að síður á hraðri leið með að verða úrelt- ar. Útvarpsstöðvarnar spili t.d. síður tónlist sem sé aðeins til á plötum og þetta ýti enn frekar á kórana að drífa í að taka upp efni á geisladisk. AI

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.