Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Síða 8

Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Síða 8
20 - Laugardagur 21. september 1996 |Dagur-®tmfatn Fyrir tveimur áratugum lagði sextán ára ungl- ingur frá Húsavík upp í ferð sem hann óraði ekki fyrir að yrði eins löng og viðburða- rfk og raun varð á. Á æskuárum Arnórs Guðjón- sen kom strax í ljós að þar var mikið knattspyrnuefni á ferð. Hann stoppaði stutt við í fyrstu deildinni á íslandi þar sem hann spilaði í hálft tímabil með Víkingi í Reykjavík. Þá fékk hann tilboð frá atvinnumanna- félaginu Lokeren í Belgíu. Upp frá því hefur hann verið í fremstu röð íslenskra atvinnu- manna í knattspyrnu. Seinustu þrjú ár hefur Arnór leikið fyrir „íslendingaliðið" Örebro í Sví- þjóð og farið þar fremstur í flokki. Við hlið hans leika ís- lendingarnir Sigurður Jónsson og Hlynur Birgisson. Blaðamað- ur átti þess kost fyrir skömmu að fylgjast með leik Arnórs og félaga í Örebro gegn Oddevold í sænsku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall gaf Arnór ekkert eftir og skoraði eina mark leiksins með þrumuskoti af 30 metra færi. Á áhorfendapöllunum mátti ljóst merkja að sænskir knatt- spyrnuunnendur bera mikla Mynd: BG Einn ástsælasti íþróttamaður íslands stendur nú á tíma- mótum. í viðtali við Dag-Tímann kemur í Ijós að Arnór Guð- jónsen er nú á leiðinni heim eftir tuttugu ár í eldlínu atvinnu- mennskunnar í knattspyrnu. gangi. En hvað var það ná- kvæmlega sem gerðist? „Fyrir mig sem knattspyrnu- mann var það mjög kærkomið að fá Bordeaux inn í dæmið. Ég vildi fá að spreyta mig í sterkari deild. Á þessum tíma leit ég þannig á að annað hvort yrði ég að fara eða gera langtíma- samning við Anderlecht og vera þar það sem eftir lifði af mínum ferli. Ég lét því reyna á að fara og það urðu smá læti út af því. Skömmu eftir að ég kom til Bordeaux varð klúbburinn gjaldþrota og gat því ekki borg- að Anderlecht umsamda upp- hæð fyrir mig. í kjölfarið var fé- lagið dæmt niður í aðra deild og annar klúbbur stofnaður upp úr leifunum af þeim gamla. Sá klúbbur yfírtók svo leikmanna- samninga hins fyrri og þetta endaði í einni stórri flækju. Mér líkaði hins vegar mjög vel dvölin í Frakklandi og þegar við vorum búnir að vinna okkur upp úr deildinni höfðaði And- erlecht mál á hendur Bordeaux og vildi fá mig til baka eins og hverja aðra vöru sem ekki hef- ur verið greitt fyrir. Ég hafði hins vegar engan áhuga á að fara, enda taldi ég mig ekki vera skuldbundinn þeim lengur. Þetta mál varð allt að einu alls- Á leiðinm heim eftir tuttuguárá toppnum virðingu fyrir Arnóri, enda var hann valinn knattspyrnumaður Svíþjóðar á seinasta ári, af þar- lendu dagblaði. Eftir leikinn og tilhlýðilega ritun eiginhandar- áritana settist blaðamaður nið- ur með Arnóri yfir síðbúnum kvöldmat á hóteli skammt frá leikstað og spurði hvort sá orð- rómur væri réttur að hann væri á leiðinni heim? „Eins og staðan er í dag þá er ég á leiðinni heim. Nú eru bara tveir mánuðir eftir af tímabilinu og það þarf eitthvað mikið að breytast hér ef ég á að vera áfram. Þetta er líka mikið undir konunni minni komið. Hún er lærður sjúkraþjálfi og þarf að fara að komast í vinnu. Hún hefur ekkert fengið að gera síðan við komum hingað til Svíþjóðar fyrir þremur ár- um.“ - Hvað ætlarðu svo að taka þér fyrir hendur eftir að heim er komið? „Ég á nú von á að verða við- loðandi knattspyrnuna í fram- tíðinni. Fótbolti hefur verið mitt starf í tuttugu ár og verður það líklega áfram. Ég hef verið í þjálfaraskóla hérna í nokkurn tíma og stefni á að gera þjálfun að mínu framtíðarstarfi. Ég á þó von á að spila allavega eitt tímabil í deildinni heima áður en ég fer að þjálfa." Frá því að Arnór fór utan á sínum tíma hafa myndast þó nokkur tengsl milli hans og knattspyrnufélagsins Vals í Reykjavík. Til að mynda hefur hann tíðum æft með Hh'ðar- endaliðinu í sumarfríum. Auk þess spilaði sonur hans Eiður Smári Guðjónsen með þeim rauðklæddu áður en hann fet- aði í fótspor föður síns og hélt utan í hinn harða heim at- vinnumennskunnar í knatt- spyrnu, í leit að frægð og frama. Aðspurður segir Arnór því alls ekki ólíklegt að hann spili með Val á næstu leiktíð. Tuttugu ára bið sparkunnenda á íslandi eftir að fá að sjá þenn- an fremsta knattspyrnumann landsins þeysast eftir boltanum á íslenskri grund gæti því verið á enda. En er tuttugu ára ferill knattspjrnumanns í fremstu röð ekki óvenjulega langur? Læknar spáðu stuttum ferli „Það er náttúrlega mjög mis- jafnt hvað menn endast í þessu. Ég lenti til dæmis í miklum meiðslum árið 1983. Þá sögðu læknar mér að ferill minn yrði eflaust stuttur. Síðan þá hef ég lent í átta uppskurðum þannig að það er aldrei að vita hvenær þetta er á enda.“ - Snúum okkur þá að upp- hafi œvintýrisins. Var atvinnu- mennska í knattspyrnu þinn œskudraumur? »Ég var mjög ungur þegar draumurinn vaknaði og ég stefndi leynt og ljóst að þessu í mörg ár. Þegar ég var að taka mín fyrstu skref á knattspyrnu- veUinum var Ásgeir Sigurvins- son fyrirmyndin, enda eini ís- lenski atvinnumaðurinn í fót- bolta. Sextán ára gamall flutti ég svo frá Húsavík tU Reykja- víkur og spilaði hálft tímabil með Víkingi. Þá fékk ég tæki- færi til að fara til Lokeren í Belgíu. Það var ekki um annað að ræða en að skella sér út. Á þeim tíma vissi ég í raun ekkert hvað ég var að fara út í, en þar var ég næstu fimm árin. Svo færði ég mig yfir til Anderlecht í Brussel og spilaði með þeim í sjö ár.“ „Keyptur“ og „seldur“ Eftir tólf ára veru í Belgíu var Arnór kominn undir þrítugt og vildi breyta til. Þá tók hann þá afdrifaríku ákvörðun að gera íjögurra ára samning við Bor- deaux í Frakklandi og lenti þar í málaferlum sem enn eru í ...þegar við vorum búnir að vinna okkur upp úr deildinni höfð- aði Anderlecht mál á hendur Bordeaux og vildi fá mig til baka eins og hverja aðra vöru sem ekki hefur verið greitt fyrir. herjar rugli og dómstóll FIFA dæmdi mig aftur til Anderlecht án þess svo mikið sem að ræða við mig um það. Ég var hins vegar harðákveðinn í fara ekki tU baka og því var ekki um ann- að að ræða fyrir mig en að fara bara heim. Síðan höfðaði ég mál á hendur hinu nýja hlutafé- lagi Bordeaux um að fá greitt það sem eftir var af samningi mínum og vann það dómsmál. Bordeaux sætti sig hins vegar ekki við það og áfrýjaði og þar tapaði ég málinu. Nú er málið hins vegar á þriðja og seinasta dómstiginu og vonandi verður dæmt í því á næsta ári.“ - Hvaða áhrif hafði allt þetta mál á þinnferil? „Þetta hafði náttúrlega mjög slæm áhrif á ferilinn. Ég var kominn í mjög góð mál í Frakk- landi, en lendi svo allt í einu í því að verða bara að fara heim. Þetta var mjög slæmt íjárhags- legt áfall, en hafði þó miklu verri áhrif knattspyrnulega séð. Á þessum tíma kostuðu knatt- spyrnumenn háar fjárhæðir og öll félög voru búin að ráðstafa sér fyrir komandi tímabil. Ég hélt því að minn ferill væri bú- inn, enda fá félög að leita að svo gömlum leikmanni. Arnór hefur verið í eldlínu atvinnumennskunnar í tvo áratugi. Mynd: BG

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.