Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Síða 10

Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Síða 10
22 - Laugardagur 21. september 1996 Jlagur-®mmm Öryrki eftir hálshnykk Harður árekstur varð á gatnamótum Skógar- lunds og Þingvallastrætis á Akureyri síðdegis í gær. Slysið varð með þeim hætti að bifreið ók af Skógarlundi inn á Þingvallastræti í veg fyrir sendibíl og lenti í hlið sendibflsins. Báðir bflarnir eru illa farnir en að sögn lögreglu voru meiðsl óveruleg. Einhvern veginn svona hljóðaði fréttin af slysinu sem Jóna Sigrún Sigurð- ardóttir lenti í þann 16. sept- ember 1993. í dag er Jóna Sig- rún 75% öryrki eftir slæman hálshnykk sem hún fékk í þessu slysi. Jóna Sigrún býr í Eyjafjarð- arsveit og á og rekur Garð- yrkjustöðina Grísará ásamt manni sínum, Eiríki Hreiðars- syni. Þau voru einmitt að keyra út vörur daginn örlagaríka fyrir þremur árum. Við látum Jónu Sigrúnu segja sjálfa frá: „Við vorum send á slysadeild, þar sem var í sjálfu sér tekið ágæt- lega á móti okkur. Það blæddi úr Eiríki og var annast mest um hann en minna um mig þó mér væri illt í hálsinum. Blóð sést svo vel og það virðist gilda í slysum. Á slysadeildinni töldu þeir ekki að meiðsl mín væru alvarleg og voru í vafa um hvort ég þyrfti kraga en gáfu mér samt einn. En ég fékk eng- ar verkjatöflur. Þegar ég kom heim byrjuðu verkirnir. Ég gat ekki legið út af vegna þeirra og gekk því um gólf alla nóttina. Ég þraukaði fram að hádegi næsta dag og fór þá upp á spít- ala. Þar var tekin mynd en ekk- ert sást svo mér voru gefnar bólgueyðandi töflur." Sífelld verkföll Bólgueyðandi töflurnar hjálp- uðu Jónu Sigrúnu lítið. Hún fór að beita sér öðruvísi vegna verkja sem varð til þess að verkirnir breiddust út. „Ég fór að dofna í höndunum og hend- urnar fóru að kreppast. Á þess- Jóna Sigrún Sigurðardóttir: „Ég kenni tryggingarmálunum svolítið um slæma líðan fólks. Þau auka á streituna og andlegt álag hefur líka áhrif á vöðvabólguna og verkina." Myn&. jhf um tíma voru alltaf verkföll í heilbrigðisgeiranum og því þurfti ég að bíða í tæpt ár eftir ómskoðun í Reykjavík. Þegar ég komst loks að kom í ljós brjósk- los á tveimur stöðum og á öðr- um staðnum þrýsti á mænuna. Á þessum tíma var ég líka farin að fá krampa svipaða flogaveik- iskrömpum, sem komu hvar og hvenær sem er, en þó aðallega á nóttunni. í nóvember, 1994, fór ég í mænuskyggningu til að meta hvort ég þyrfti í aðgerð en síðan kom annað verkfall hjá heil- brigðisstéttum rétt á eftir svo ég komst ekki að í aðgerð fyrr en í mars ’95. Þá voru hend- urnar á mér orðnar svo kreppt- ar að stundum gat ég ekki einu sinni brytjað matinn minn og matað mig. Eftir aðgerðina get ég alveg rétt úr fingrunum þó ég sé enn máttlaus í höndun- um. Höfuðkvalirnar minnkuðu lika mikið en eftir nokkra mán- uði fóru þær að aukast aftur.“ Tryggingarmálin martröð Sjúkrasaga Jónu Sigrúnu er ekki öll sögð. Verkirnir leiddu líka upp í kjálkaliðinn og hefur hún verið í meðferð hjá tann- lækni sem er bitfræðingur vegna þessa. Og enn veit hún ekki hvort fleiri einkenni eiga eftir að koma fram. Það er ein- mitt það sem gerir hálshnykks- sjúklingum svo erfitt fyrir að einkennin koma oft ekki fram fyrr en löngu seinna. Þetta skapar ekki síst vandræði þegar kemur að tryggingarmálum, sem Jóna Sigrún segir að séu hrein martröð. „Ég kenni þeim málum svo- lítið um slæma líðan fólks. Þau auka á streituna og andlegt álag hefur líka áhrif á vöðva- bólguna og verkina. Þetta hef ég upplifað sjálf,“ segir hún. Til að fá tryggingar greiddar þarf læknir að staðfesta að áverkar séu vegna slyss og Jóna Sigrún bendir á að erfitt sé fyrir fólk að fara tU læknis og segja frá því að það hafi lent í slysi á síð- asta ári og þess vegna sé það með verki núna, sérstaklega vegna þess að áverkarnir sjáist ekki á myndum. Yngri læknarn- ir séu þó sem betur fer orðnir meðvitaðari um þau vandamál sem geta fylgt í kjölfarið á háls- hnykkjum og greinilegt að Qallað sé um þetta í þeirra námi. Eldri læknar séu hinsveg- ar vantrúaðir og haldi margir að aðeins sé um móðursýki að ræða. „Ég hef sem betur fer lent hjá góðum læknum. En trygg- ingarfélögin sendu mig í mat til þeirra trúnaðarlækna og eins var ég send í mat hjá Trygg- ingastofnun ríkisins og ég get ekki hrósað þeim læknum.“ Skilningsleysi áberandi Hálshnykkssjúklingar bera ekki alltaf fötlun sína utan á sér og Jóna Sigrún segir að annað fólk sé oft skilningslaust á þeirra vanda. „Það sést ekkert á mér að eitthvað sé að nema þegar ég labba eða fæ krampa og ég er því stundum hlustandi eftir athugasemdum um annað fólk sem hefur lent í svona. Þegar þetta fólk er að reyna að lifa fé- lagslífi og taka þátt í lífinu trúa aðrir oft ekki að viðkomandi geti verið svo slæmur fyrst hann geti t.d. farið á ball. Kannski þarf sá hinn sami að liggja í viku og taka verkjatöflur eftir eitt ball og það er ekki tek- ið með í reikninginn. Mér gremjast því svona athuga- semdir." AI I Iálshnykkir vaxandi vandamál s Aundanförnum árum hef- ur þeim farið Ijölgandi sem þjást af verkjum sem rekja má til hálshnykks í mnferðarslysi. Mest fjölgaði til- fellum um svipað leyti og bil- belti voru lögleidd en mikilvægt er að undirstrika að á sama tíma fækkaði stóru slysunum og dauðaslysunum. Kalla Malmquist, forstöðu- sjúkraþjálfari Sjúkrahúss Reykjavíkur, er um þessar mundir að vinna úr rannsókn sem hún gerði um hálshnykki. Hún leggur áherslu á að þó hálshnykkjatilfellum hafi íjölg- að þegar bílbelti voru lögleidd, séu bflbelti engu að síður mjög mikilvæg því þau forða okkur frá öðrum og stærri slysum. Aftur á móti sé greinilegt að þróa þurfi þennan öryggisbún- að betur og það í alla bfla. Hún bendir jafnframt á að fleiri þættir geti haft áhrif á fjölgun hálshnykkja. Með betri vegum og kraftmeiri bflum hafi um- ferðarhraði t.d. aukist og fjölg- un bfla geti haft sitt að segja. Einnig sé hugsanlegt að rýmri bætur og betri upplýsingar um rétt fólks, sem lendir í þessum slysum, hafi orðið til þess að fleiri tilfelli séu dregin fram í sviðsljósið. Einkenni sem rekja má til hálshnykks eru margvísleg og oft erfitt að greina þau en að sögn Köllu eru þessi einkenni algengust: Verkir, t.d. í höfði, hálsi, herðum og baki, þreyta, kraft- leysi og dofi. Margir hafa öll þessi einkenni og ýmis önnur einkenni geta einnig komið fram svo sem stirðleiki, svimi, óþægindi í augum, minisleysi, svefntruflanir og breytt geðslag. Hæg umferð bjargar hálsum Þó hálshnykkjatilfellum hafi íjölgað um allt land virðast þeir vera meira vandamál í Reykja- vík en á landsbyggðinni. Omar Torfason, sjúkraþjálfari á Akur- eyri, vill kenna hraðri umferð í Reykjavík um. „Þetta er nú kosturinn við að aka um á ak- ureyrskum hraða sem er marg- frægur. Menn halda sínum hálsi.“ AI Fjöldi fólks sem leitaði til bráðamóttöku Borgar- spítalans (Sjúkrahúss Reykjavíkur) eftir Hálshnykk árunum 1990-’95: Ár Samtals 1990 1223 1991 1543 1992 1344 1993 1331 1994 1371 1995 1464 Tölurnar ber að taka með þeim fyrirvara að skrán- ing getur verið svolítið misjöfn eftir mati á flokkun (misjafnlega reyndir læknar fjá um hana).

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.