Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Side 12
24 - Laugardagur 21. september 1996
|Dagur-'(ÍJkmrat
|Dagur-®ímtrat
Kartöflur í allan mat
Kartöflur boröum við allan ársins hring. Á
haustin eru þœr þó bestar, bœði vegna þess
að nýjar bragðast þœr betur og einnig því
með geymslu tapa kartöflurnar C vítamíni.
Oft látum við okkur nœgja að sjóða
kartöflurnar og borða þœr þannig með
öðrum mat, t.d. kjöti eða fiski. Kartöflur
bjóða hinsvegar upp á ótal fleiri möguleika
og nú er rétti tíminn til að dusta rykið af
kartöfluuppskriftunum.
Kartöflur uxu upphaflega
ekki í Evrópu heldur voru
þær fluttar þangað um
1560 frá háfjöllum Suður-Am-
eríku þar sem kartöfluplantan
óx villt. Kartöflur eru nú rækt-
aðar um allt ísland. Hjá mörg-
um fjölskyldum eru þær á borð-
um hér um bil við hverja máltíð
og fáar fæðutegundir sem hafa
á svo skömmum tíma náð föst-
um sessi í okkar daglegu fæðu.
Meðan kartafla er ný er hún
auðug af C vítamíni en í janúar
hefur vítamínmagnið rýrnað
um helming og þegar komið er
fram á vor er aðeins 'I eftir af
upprunalegu C vítamínmagni
hennar. Til að varðveita C vít-
amínið sem best er mikilvægt
að sjóða kartöflurnar með hýð-
inu á og einnig að sjóða þær
rétt áður en á að borða þær því
ef þær eru geymdar soðnar
minnkar C vítamín magn þeirra
enn frekar.
Kartöflur eru bæði ódýrt og
gott hráefni og því engin
ástæða til annars en að borða
sem mest af þeim. Soðnar kart-
öflur eru reyndar ekki spenn-
andi matur til lengdar en eins
og uppskriftirnar hér á síðunni
gefa til kynna er hægt að mat-
reiða þær á ýmsa vegu til að
gera þær lystugri. AI
Frakkar kunna vel þá list að framreiða einfalda en girnilega rétti.
Kartöfluréttur
frá Frakklandi
Fyrírjjóra
V/2 kg stórar kartöflur
125 g beikon
2 stk. laukar
steinselja
dill
púrrulaukur
2’/ dl soð (eða vatn með upp-
leystum súputeningi)
Léttsjóðið kartöflurnar. Hellið
síðan vatninu af þeim og afhýð-
ið þær. Skerið beikonið og lauk-
inn í litla bita. Steikið beikonið
á þurri pönnu en setjið smjör á
pönnuna áður en lauknum og
kartöflunum er bætt út í. Brún-
ið allt saman í 5 mínútur. Setjið
saxaða steinselju, dill og púrru-
lauk saman við og hellið síðan
soðinu á pönnuna. Látið malla
á lágum hita í um 15 mínútur.
Kartöflubakstur
með spínati
Fyrir jjóra
500 g kartöflur
salt
hvítur pipar
múskat
3 eggjarauður
30 g smjör
3 eggjahvítur
Fylling:
500 g spínat
salt
30 g smjör
Kartöflusalat
Fyrir jjóra
1 kg kartöflur, salt
1 agúrka, 2 stk. laukar
Lögur:
5 msk. edik, hvítur pipar, sykur
Annað:
steinselja, dill,
l’A dl sýrður rjómi
Sjóðið kartöflurnar í um 20
mínútur. Skerið agúrkuna í
þunnar sneiðar (geymið nokkr-
ar sneiðar til skrauts}. Saxið
laukinn og blandið honum og
agúrkunni saman í skál.
Afhýðið kartöflurnar og sker-
ið þær í sneiðar. Látið þær síðan
liggja í 10 mínútur í ediklegin-
um.
Fínsaxið steinselju og dill
(geymið eitthvað til skrauts).
Hrærið sýrðum rjóma saman
við kryddjurtirnar, blandið
agúrkunum og lauknum varlega
saman við og einnig kartöflun-
um. Látið salatið standa í kæli-
skáp í um 20 mínútur. Skreytið
með agúrkusneiðum og dilli.
Þetta kartöflusalat er gott
með bæði kjöt- og fiskréttum og
einnig með pylsum.
Agúrkan og steinseljan fríska upp á útlit salatsins.
Annað:
3 msk. rifinn ostur
20 g smjör
steinselja
Sjóðið kartöflurnar í um 20
mínútur. Skolið spínatið og
sjóðið í saltvatni í 5 mínútur.
Hellið þá vatninu af því og setj-
ið 30 gr af bræddu smjöri út í
pottinn með spínatinu. Afhýðið
kartöflurnar og búið til stöppu
úr þeim. Hrærið salti, pipar,
múskati, smjörlíki og eggja-
rauðum saman við kartöflu-
stöppuna. Stífþeytið eggjahvx't-
urnar og blandið varlega sam-
an við.
Setjið helminginn af þessari
blöndu í eldfast form, síðan
spínatið og þá afganginn af
kartöflublöndunni. Stráið yfir
rifnum osti og smá smjöri. Bak-
ið í 30 mínútur við 220°C.
Skreytið með steinselju og
berið fram heitt.
Spínat og kartöflur eiga ágætlega saman