Dagur - Tíminn - 21.09.1996, Blaðsíða 18
>onv .
H'
.■» i
30 - Laugardagur 21. september 1996
rt-t r* n>;
|Dagur-‘ðifantmi
K A K
íslenskir Ólympíusigrar
Nú er Ólympíuskákmótið í
Yerevan í Armeníu kom-
ið í fullan gang og dag-
legar fréttir berast af árangri
íslenska liðsins. Samkvæmt
okkar manni þarna fyrir austan
hafa aðstæður allar farið fram
úr björtustu vonum. Af fenginni
reynslu á Ólympíumótinu í
Moskvu árið 1994 bjuggust
flestir við hinu versta í Yerevan,
en Armenar hafa staðið sig
mun betur en Rússarnir hvað
varðar hótel, mat og aðstöðu á
skákstað. Hinn vandlega pakk-
aði harðfiskur og dósamatur frá
íslandi virðist jafnvel ekki ætla
að klárast!
Pað telst annars vart til tíð-
inda nú á tímum að ísland
sendi afreksmenn sína hingað
og þangað um heiminn. Flest-
um okkar þykir nú löngu sann-
að að miðað við höfðatölu séum
við mest og best á öllum svið-
um. Eitt ólympíumót til eða frá
mun vart breyta þeirri sannfær-
ingu! Við höfum löngum átt af-
burða skákmenn, en hvenær
ætli þeir hafi fyrst byrjað að
leggja land undir fót á alþjóð-
legum mótum og þannig gefið
þjóðerniskenndinni byr undir
báða vængi?
Það var árið 1930 sem ísland
sendi í fyrsta skipti sveit á
Ólympíumótið í skák, sem þá
var haldið í Hamborg. Fyrsta
opinbera Ólympíumótið var
haldið í London árið 1927 og
svo aftur í Haag árið 1928, en
þá var ísland ekki á meðal þátt-
tökuþjóða. Árið 1930 var hins
vegar riðið á vaðið og skák-
mennirnir Eggert Gilfer, Ás-
mundur Ásgeirsson, Einar Þor-
valdsson og Jón Guðmundsson
stóðu sig með sóma sem fyrstu
fulltrúar lands og þjóðar á
þessu sviði og lentu í 15. sæti af
18.
Frægasta sagan af fyrstu
landvinningum íslendinga á al-
þjóðlegum mótum er þó án efa
sigur íslendinga á Árgentínu-
bikarnum á Ólympíumótinu
1939. íslenska sveitin - skipuð
þeim Jóni Guðmundssyni, Ein-
ari Þorvaldssyni, Baldri Möller,
Ásmundi Ásgeirssyni og Guð-
mundi Arnlaugssyni - gerði sér
lítið fyrir og sigraði í B-keppni
Systkinin Helgi Áss
og Guðjríður Lilja
Grétarsbörn
skrifa um skák
mótsins öllum að óvörum. Fyrir
afrekið hlaut íslenska sveitin
veglegan silfurbikar, sem var
gefinn af forseta Argentínu og
er nú í vörslu skákminjasafns
Skáksambands íslands. Skák-
meistarar nútímans, sem
kvarta stundum yfir þreytandi
ferðalögum til fjarlægra landa,
ættu á slíkum stundum að riíja
upp frægðarför þessa, ekki að-
eins sigursins vegna heldur
ekki síður vegna hins langa
ferðalags, sem íslensku garp-
arnir lögðu á sig til að komast á
mótið. Fyrst sigldu þeir með
Selfossi til Antwerpen og þaðan
sigldu þeir í heilar 3 vikur alla
leið til Buenos Aires, með við-
komu í Pernambuco, Rio de Ja-
neiro, Santos og Montevideo.
Það tók skákmennina hvorki
meira né minna en 4 mánuði að
keppa fyrir íslands hönd á
þessu móti, þegar með er talinn
tíminn sem fór í ferðir. Enda
vakti afrekið hrifningu:
Landinn sýnir litla vœgð,
löngum hann sig spjarar.
Aldrei gleymist ykkar frœgð,
Argentínufarar.
Nú er bara að vona að Arm-
enía geti komið í stað Argentínu
í lok vísunnar! Dagur-Tíminn
sendir íslensku skákmönnunum
í Yerevan baráttukveðjur!
Lítum að lokum á skák frá
Ólympíumótinu í Argentínu
1939. Skákin er sýnd í skýring-
um Baldurs Möller frá 1950:
Hvítt: Baldur Möller, íslandi
Svart: Jens Enevoldsen, Dan-
mörku
Drottningarbragð
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3
Venjulega er leikið Rf3, en hvít-
ur bregður út af þeirri leið að
fordæmi Aljechins í 6. einvígis-
skákinni við Euwe 1937.
3...dxc4 4. e4! b5
Einnig kemur til greina að leika
þegar 4...e5, og er þá vafasamt
að hvítum dugi að fórna með 5.
Rf3 exd4 6. Bxc4, dxc3 7. Bxf7+
Ke7 8. Db3 vegna cxb2 9. Bxb2
Db6!, en hins vegar væri gott 6.
Dxd4 og hvítur hefði nokkru
betri stöðu (Aljechin).
5. a4 e5
Ef b4, þá 6. Ra2 Rf6 7. e5 Rd5
8. Bxc4 og hvítu stendur betur.
6. axb5 exd4 7. Bxc4! Be6
Það er ótvírætt að í þessari
stöðu má svartur ekki þiggja
fórnina, t.d. dxR 8. Bxf7+ Ke7
9. Db3. Auk þess að svartur á
ekki vörnina, sem greint er frá í
aths. við 4. leik, hótar hvítur nú
einnig að leika b6!
8. Bxe6 fxe6 9. Rbl cxb5 10.
Dh5+ g6 11. De5! Df6 12
Dxb5+ Rd7 13. Rf3 Hb8 14.
Dc4 Bb4+ 15. Rd2 Re5 16.
Rxe5 Dxe5 17. 0-0 Re7
Auðvitað ekki 17...BxR 18. BxB
Dxe4? 19. Hel
18. f4 Dd6 19. Ha6 Hb6 20.
Hxa7 0-0 21. Dd3! Hxf4
■ Þorláksson
5 skrifar
Úrslit ráðast
í bikamum
Um helgina fara fram undanúr-
slit og úrslit í Bikarkeppni. BSÍ
1996. í undanúrslitum mætast
annars vegar sveitir Samvinnu-
ferða Landsýnar og sveit Spari-
sjóðs S.-Þingeyinga og hins veg-
ar sveitir Landsbréfa og Búlka.
Fyrirfram verður að telja lík-
legra að Landsbréf og Sam-
vinnuferðir muni keppa um
gullið en þó getur allt gerst eins
og dæmin sanna. Spilað verður
í höfuðstöðvum Bridgesam-
bandsins Þönglabakka 1 og
verður vel séð um áhorfendur
með nýrri tækni.
íslandsmótið
í einmenmngi
íslandsmótið í einmenningi fer
fram um aðra helgi, 5.-6. októ-
ber. Keppnisfyrirkomulag verð-
ur með sama sniði og fyrr og
stendur skráning yfir hjá BSÍ í
síma 5879360. Núverandi ís-
landsmeistari er Magnús Magn-
ússon.
Frá Bridgefélagi
Breiðfírðinga
Bridgefélag Breiðfirðinga hóf
spilamennsku sl. fimmtudag
Félag þroskaþjálfa
Framhaldsaðalfundur verður haldinn í Félagi
þroskaþjálfa, þriðjudaginn 24. september kl.
20.00, að Grettisgötu 89, 4. hæð.
Dagskrá:
Framhald aðalfundarstarfa, lagabreytingar, kosning
í stjórn og nefndir og önnur mál.
Stjórnin.
HVRIMA
BYGGINGAVERKTAKI • TRÉSMIÐJA
Dalsbraut 1 • 600 Akureyri ■ Sími 461 2603 ■ Fax 461 2604
Smíöum íataskápa, baðinnréttingar,
eláúsinnréttingar og innihurðir
Teiknum og gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu.
Greiðsluskilmálar við allra bæfi.
Argentínufararnir 1939 (talið frá vinstri): Jón Guðmundsson, Einar Þor-
valdsson, Baldur Möller, Ásmundur Ásgeirsson og Guðmundur Arnlaugs-
son.
Svartur hremmir agnið, en það
er eitrað. Best var 21...BxR
(hvítur hótaði Rc4). 22. BxB
Rc6 (ekki Hxb2 vegna 23. Bc3!).
22. Ha8+ Hb8
Kg7 hefði verið enn verra.
23. Hxb8 Dxb8
24. Rf3! Hf7 25. Rg5!
Sterkara en Dxd4
25...Hxfl+ 26. Dxfl De8 27.
Rxe6 Rc6 28. Dc4 d3
Ef Kh8, þá 29. Bg5!
29. Rc5+ Kh8 30. Rxd3 Bf8
Einfaldast var að gefast upp.
31. Bd2 Dd7 32. Bc3+ Bg7 33.
Dd5 Da7+ 34. Dc5 Dxc5
Hvítur hótaði m.a. Df8 mát.
35. Rxc5 Rd4 36. Kfl Kg8 37.
Bxd4 Bxd4 38. Ra4 KÍ7 39.
Ke2 Kf6 40. Kd3 Ke5 41. b4
Bgl 42. h3 h5 43. b5 g5 44.
Rb2 Kf4 45. Rc4 g4
Svartur lék þennan leik sem
blindleik, en gaf svo skákina án
þess að tefla meira, enda er
hún hvítum auðunnin.
með upphitunartvímenningi.
Keppnisstjóri er ísak Örn Sig-
urðsson.
Frá Bridgefélagi
Akureyrar
Páll Pálsson og Þórarinn Jóns-
son höfðu sigur í fyrsta tveggja
kvölda móti vetrarins. Baráttan
um efst sætin var æsispenn-
andi, Páll-Þórarinn skoruðu
486 stig, Sverrir Haraldsson-
Hjalti Bergmann 483 og Pétur
Guðjónsson-Tryggvi Gunnars-
son 480. Næst verður spilaður
þriggja kvölda Mitchell.
Þrautin
Allir/S
4 764
VÁ8
♦ Á62
* G8532
N
S
4 ÁKD53
*G7
♦ KD84
* ÁT
Suður Vestur Norður Austur
14 pass 24 pass
44 allir pass
Útspil hjartakóngur
Hvernig spilar lesandinn í
sveitakeppni?
Ef trompið brotnar er auð-
velt að ná 10 slögum og eins
má ráða við 4-1 leguna þar ef
ti'gullinn er 3-3. Vandamálið í
þessu spili hlýtur því að vera 4-
1 lega í spaða og fyrirfram eru
mestar líkur á að tígullinn só 4-
2.
Dúkka verður útspilið til að
stíila möguleika andstæðing-
anna á stungu. Þessi varúðar-
ráðstöfun er nauðsynleg þar
sem allt spilið h'tur svona út:
4 764
44 Á8
4 Á62
♦ G8532
4 9
44 KDT62
4 G753
* D94
N
V A
S
4 GT82
44 9543
4 T9
* K76
4 ÁKD53
44 G 7
4 KD84
* ÁT
Vestur fær að eiga slaginn og
gerir ekkert skárra en að spila
aftur hjarta. Nú tekur sagnhafi
tvo efstu í spaða og sér leguna.
Þá er tígulkóngur tekinn og tígli
spilað að ás. llann á slaginn og
austur er búinn að vera þegar
þriðja tíglinum er spilað. Hann
getur trompað en þá getur
sagnhafi hreinsað upp tromplit-
inn og átt 10 slagi. Ef hann
trompar ekki þá er íjórði tígull-
inn trompaður í blindum og það
skiptir engu hvort austur trom-
par eða ekki. ITann fær bara
einn spaðaslag.
Takið eftir hvað gerist ef
sagnhafi rýkur upp með hjarta-
ás og fer sömu leið. Austur
stingur þá þriðja tígulinn spilar
hjarta á ás vesturs, fær aðra
tígulstungu og hnekkir spilinu.