Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Síða 4
16- Laugardagur 5. október 1996
®itgur-®úmrm
/
„Þetta er sjálfsagt svipað og
með rokkara. Þeir byrja af
dúndrandi krafti og í hreinu
rokki en eftir því sem þeir eld-
ast fara að verða meira artí-
smartí og of fágaðir. Tónlistin
getur verið mjög falleg en hún
hefur einhvern veginn misst
hjartað, sláttinn, neistana
og bálið.“
„Ég kann ekki
einu sinni
greinarmerkj a-
setningu
Jim Cartwright neitar því að
vera eins og Damon Albarn
og sumir „íslandsvinir" að-
allega heimsfrægur á íslandi.
Taka verður hann trúanlegan
því leikrit hans hafa verið sýnd,
ekki bara í Evrópu, heldur og
Japan, Ástralíu, Bandaríkjun-
um og víðar.
Jim Cartwrigt er breskt leik-
ritaskáld, komið hátt á fertugs-
aldur. Hann kom til Iandsins í
vikunni ásamt konu og tveimur
börnum og var viðstaddur há-
tíðarsýningu á verki sínu Stone
Free í Borgarleikhúsinu í gær-
kvöld. „Konan mín og sonur
vildu endilega koma með og sjá
þetta dularfulla land.“ Og ekki
spillti fyrir þegar eldstöð tók að
gjósa undir Vatnajökli og stað-
festi sögurnar sem þau höfðu
heyrt um land andstæðnanna,
elds og ísa. „Það er næstum
eins og jörðin hafi ekki alveg
lokið verki sínu hér. Það er enn-
þá verið að búa þetta land til.“
Stone Free er vinsælasta
leikrit hans á íslandi til þessa
og stefnir m.a.s. í að verða vin-
sælasta leikrit ársins. Vinsældir
leikritanna hér og annars stað-
ar í heiminum koma að nokkru
leyti á óvart því verkin eru ansi
bundin breskum
veruleika. „Ég er
náttúrulega að
reyna að skrifa um
ásigkomulag manns-
ins sem hægt er þýða
út um allan heim. En
þau eru sérstaklega
vinsæl á Norðurlönd-
unum og á íslandi.
Reyndar var einni
fyrstu uppsetningunni
á Stræti, utan Bret-
lands, leikstýrt af ís-
lenskum leikstjóra í
Árósum. Það var frá-
bær uppsetning. Ég er
greinilega stilltur inn á
sömu rás og íslending-
ar.“
- Nú var leikritið
Stone Free auglýst hér
upp sem heimsfrumsýn-
ing. Er það rétt að þetta
sé í raun gamalt leikrit
sem þú blést rykið af fyrir
íslendinga?
„Eiginlega, en þetta er
náttúrulega heimsfrum-
sýning utan Englands og á
þessari útgáfu Magnúsar
Cartwrights, sem stjórnaði htlu
leikhúsi í heimabæ hans, bað
hann árið 1991 að vinna með
sér. Þegar þeir ræddu saman
um hvað skyldi gera sveigðist
talið að hippatímanum. „Ég
missti af 7. áratugnum og mér
finnst alltaf eins og ég hafi
misst af partíi. Leikstjórinn,
vinur minn, rétt náði í bláend-
ann á partíinu, kom fætinum í
dyragættina og gægðist inn í
íjörið en náði ekki að taka
þátt.“ En hippatíminn heillaði
og þeir ákváðu að setja upp
eins konar litla hátíð í leikhús-
inu, nota tónlist tímabilsins sem
Cartwright segist mjög hrifinn
af. Sviðið var þakið grasi og
bæjarbúar íjölmenntu á hátíð-
ina. Síðan hefur það verið sett
tvisvar upp í Bristol af sama
leikstjóra.
- Fyrst þú misstir af hippa-
tímanum hvernig komstu þér í
stemmninguna?
„Það er einmitt þess vegna
sem Stone Free er öðruvísi en
hin leikritin mín sem ég vann
algjörlega upp úr sjálfum mér.
Þegar ég skrifaði Stone Free
varð ég að hafa í huga að
hippatíminn gerðist í alvöru
þannig
Skriftir
fyrir gáfað
menntafólk
Réttur áratugur er síð-
an Cartwright tók að
skrifa leikrit og hefur
sól hans því risið nokk-
uð hratt. í nokkur ár
þar á undan hafði hann
unnið sem leikari, starf-
rækt lítið leikhús og
vakið nokkra athygli
fyrir að leika verk í
heimahúsum eftir pönt-
unum. Fram að tvítugs-
aldri hefur það líklega
verið nokkuð Qarlægt
markmið að verða rit-
höfundur í fullu starfi.
„Ég er úr verkalýðsstétt,
fór í almenningsskóla,
var í mörgum láglauna-
störf, á lagerum, í verk-
smiðjum og þess háttar.
Meðan ég var í skóla
var ég alltaf að skrifa
einhver ljóð og texta, svona
bara fyrir sjálfan mig. Það er
skrýtið en þegar maður kemur
úr svona verkamannaumhverfi
þá heldur maður að skriftir séu
bara fyrir gáfaða fólkið sem
hefur farið í háskóla. Maður
má vera í íþróttum, jafnvel
leiklist, en skriftirnar voru
einhvern veginn heilagar."
Eftir nám í leiklistarskóla
fór Cartwright að skrifa
ýmis konar leiktexta sem
vinir hans hvöttu hann til
að senda til Royal Court
leikhússins í London, sem
er frægt fyrir að taka unga
rithöfunda upp á sína
arma. „Allir ungu, reiðu
mennirnir hafa byrjað
þarna.“
23ja ára gamall, 1983,
sendi Cartwright ein-
hverjar hugmyndir þang-
að, fékk góð viðbrögð og
peninga til að klára leik-
ritið. Peningarnir virð-
ast hafa farið forgörð-
um því hann fór aftur
norðureftir, til sinna
heimkynna, og skrifaði
ekkert í um 3 ár. „Ég
svona datt inn í aðra
menningu. 1985
minntu þeir mig á
leikritið og ég sagði:
já, alveg rétt, skrifaði
moifc rt íi fcrtn íit* loiLr-
stjóra og þýðanda innsk. eftir Jim f^eyrar ^nin'gu efti'r sýningu.
búinn að
blankur."
vera svo
það og vildi óska að
.^soníhlutverkumsínum i ^ hefði skrifað það
»j22!SíSíS- Kí.10"? Þ,iíg rir
blm.]. Stone Free er ekki húsi hjá Leikfélagi t
leikrit sem ég dró bara upp
að ég
varð að lesa mér til og stunda
smá rannsóknarvinnu, sem mér
leiðist frekar! Það var svo sem
gaman að horfa á myndböndin
og hlusta á tónlistina."
úr skúffunni, útgáfa Magn
úsar er öðruvísi en hinar
hún virðist vera sú besta
þeim öllum.“
og
af
Missti af partíinu
Stone Free varð til þegar vinur
Töfraformúlan
- Hér á íslandi eigum við vel
menntað fólk sem starfar við
kvikmyndir, sjónvarp og leikhús
en það virðist langerfiðast að
verða sér úti um almennilega
handritshöfunda ef marka má
þá sem hafa vit á málunum hér
á landi. Býrðu yfir einhverri
töfraformúlu að vinsælu leikriti
sem þú getur ljóstrað upp um -
íslenskum handritshöfundum til
góða?
„Ég veit það eiginlega ekki.
Ætli maður skrifi ekki bara,
eins og aðrir listamenn, út frá
reynslu sinni og tilfinningum.
Ég fór ekki í háskóla og er í
rauninni ekki vel lesinn. Þetta
kemur eiginlega eins og af
sjálfu sér hjá mér og verður
kannski vinsælt af því það er
hrátt. Maður verður kannski að
hafa ákveðið viðhorf til lífsins.
John Lennon sagði einu sinni
að hann væri feginn að hafa
ekki fengið almennilega mennt-
un því hún hefði þvælst fyrir
honum.
Ég er ekki að segja að
menntun sé ekki gott mál eða
að fólk geti ekki skrifað hafi
það menntað sig. En ofmenntun
getur kannski hamlað því að
hugdetturnar flæði fram.
Stundum verður maður bara
að kasta öllu frá sér. Ég veit
ekkert um greinarmerkjasetn-
ingu, ég veit ekki almennilega
hvar á að setja punkta eða
stóra stafi, ég kann ekki staf-
setningu. Ég læt þetta bara ein-
hvern veginn gjósa, eins og eld-
ijallið ykkar. Ef það þarf að
sigta of mikla menntun frá fyrst
þá þarf maður endalaust að
hafa áhyggjur af áhrifum þess
sem maður hefur lesið og lært.
Sumir trúa því að leikrit
þurfi að hafa þrjá þætti, upp-
hafsflækju í þeim fyrsta, vendi-
punkt í öðrum og hápunkt í
þeim þriðja. Ég er ekki svona
formlega menntaður og myndi
ekki vita hvort allt þetta er til
staðar hjá mér eða ekki. Ég
bara læt vaða og sé til hvað
gerist. Stundum virkar það,
stundum ekki.
Ég vann mjög hratt þegar ég
var yngri, sumar einræðurnar
skrifaði ég á klukkutíma. Nú
eru skriftirnar orðnar mitt Ufi-
brauð og þetta hefur breyst.
Eftir því sem árin líða er ég far-
inn að meðtaka meiri áhrif.
Þetta er sjálfsagt svipað og með
rokkara. Þeir byrja af dúndr-
andi krafti og í hreinu rokki en
eftir því sem þeir eldast fara
þeir að verða meira artísmartí
og of fágaðir. Tónlistin getur
verið mjög falleg en hún hefur
einhvern veginn misst hjartað,
sláttinn, neistana og bálið.“
Tilvistarlegu
flækjurnar?
- Nú hefurðu starfað sem
leikritahöfundur í tíu ár og hlýt-
ur að hafa ljarlægst það verka-
lýðsumhverfi sem þú ert alinn
upp í. Má fólk eiga von á leikrit-
um um menningarspírurnar og
efri millistétt?
„Já, kannski. Ég sest að vísu
aldrei niður og ákveð hvað ég
ætla að skrifa um, ég læt það
bara koma. En ég er orðinn
eldri, miklu betur stæður og bý
m.a.s. út í sveit. Maður fer þá
kannski að skrifa um eitthvað
annað. Líklega er það þegar
farið að skríða aftan að mér,
svona eins og: Um hvað snýst
þetta líf eiginlega?,“ sagði
Cartwright og hló en léttur
hrollur fór um hann.
- Fara út í svona tilvistarleg-
ar flækjur um það hver sé til-
gangurinn með þessu jarðlífi?
„Já. En þá fer maður að
verða leiðinlegur og það hræðir
mig.“ LÓA