Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Page 16

Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Page 16
28 - Laugardagur 5. október 1996 ICONUNGLEGA jDagur-XEmTOtn S í Ð A N Krúnudjásnið Að þessu sinni beinir BÚBBA kast- Ijósi sínu að bresku drottningarmóður- inni. Hún hefur verið kölluð Konan sem bjargaði kon- ungdæminu“ og hættuleg- asta kona Evrópu". Drottningar- móðirin breska er vafalaust vin- sælasti meðlimur bresku kon- ungsfjölskyldunnar. - Það hafa kannanir sýnt hvað eftir annað. Með 97 ár að baki skipar hún einstakan sess í hjarta bresku þjóðarinnar. Hún er tákn gam- alla og góðra gilda, holdgerving- ur íhaldsseminnar sem virðist veita Bretum öryggiskennd. Þó svo að breskir ijölmiðlar hafi um margra ára skeið verið viðbúnir andláti gömlu konunn- ar með tilbúnum minningardag- skrám og viðeigandi sorgar- klæðnaði fyrir fréttaþulina í læstum skápum, þá ætla ég ekki að bíða eftir þeim viðburði, enda er allt eins víst að gamla konan lifi nokkuð fram á næstu öld. Stamandi og feiminn prins Hún er fædd Elizabeth Bowes- Lyon og er af skoskum aðalsætt- um. Faðir hennar var vellauðug- ur og hlaut Elizabeth mjög heppilegt uppeldi fyrir það sem koma skyldi. Árið 1923 giftist hún hinum feimna og stamandi hertoga af York, yngri bróður Játvarðar ríkisarfa. Reyndar hafði Bertie, eins og hún kallaði hann, orðið að ganga lengi á eft- ir henni með grasið í skónum, - hún tók ekki bónorðinu fyrr en í þriðju tilraun hans. Hún sýndi strax mikla skyldurækni sem meðlimur konungsfjölskyldunn- ar og stakk það í stúf við mjög svo lóttúðugan vinahóp ríkisarf- ans, hins tilvonandi og brátt fyrrverandi Játvarðs 7., - sem hafði mestan áhuga á hanastéls- boðum og öðrum skemmtunum. Enda var það Elisabeth sem bjargaði málunum þegar Ját- varður afsalaði sér konungstign- inni. - Hún stóð sem klettur við hlið mannsins síns sem þá varð konungur, George VI, þvert gegn vilja sínum. Hann var afskaplega feiminn og óframfærinn. Hún lagði það til sem hann skorti og veitti honum hugrekki. í heim- styrjöldinni síðari blós hún bar- áttuþreki í þjóð sína og það var Hitler sem kallaði hana af þeim sökum „hættulegustu konu Evr- ópu“. Fjörug stelpa á tíræðisaldri Vinsældir drottningarmóðurinn- ar eru ekki til komnar af því að hún eltist við athygli fjölmiðla a.m.k. ekki með beinum hætti, en satt best að segja er þessi elskulega kona ein sú alslyng- Á krýningardegi Georgs VI. asta íijöl- skyldunni að not- færa sér fjölmiðla. Hún ákvað t.d. að koma litlu kast- ljósi fyrir í fornum kerru- vagni sem ekur lienni við hátíð- leg tæki- færi svo að hún sæist betur og skemmti- legri mynd- ir yrðu teknar af henni. Á hinn bóginn hefur hún aðeins einu sinni veitt viðtal og það var fyrir 73 ár- um þegar hún trúlof- aðist hertoganum af York. Vinir henn- ar og starfsfólk sýna einstaka hollustu og veita engar upplýs- ingar um persónu- lega hagi hennar. Enda hefur drottn ingarmóðirin reynst hörð í horn að taka gagnvart þeim sem á hinn saklausasta hátt hafa tjáð sig um hennar hagi. - Þeir eru umsvifalaust settir út af sakra- mentinu. Það hefur samt l„ekið út“ að drottningarmóðirin sé mjög skemmtileg kona sem hafi ein- stakt lag á að umgangast fólk og hún kunni að njóta lífsins. Hún hefur mjög gaman af kappreið- um og þykir einstaklega glúrin í veðmálunum. Einn aðdáandi hennar orðaði það svo að hún væri fjörug stelpa (jolly girl), sem hefði gaman af öllu sem kæmi fólki til að hlægja, en hún hefði afskaplega sterka siðferð- iskennd og góða dómgreind og myndi aldrei gera nokkuð sem misbjóði almenningi. Uppskrift að konung- legri framkomu Af útliti drottningarmóðurinnar að dæma gæti maður haldið að þar færi mjúk og hæglát kona. En raunin er allt önnur. Hún hefur stýrt konungsíjölskyldunni með allt að því harðri hendi enda var það hún sem lagði lín- urnar varðandi framgöngu Ijöl- skyldunnar á opinberum vett- vangi síðustu áratugi. Uppskrift- in að breskri konunglegri fram- komu er blanda af vinsamleg- heitum og virðingu og nauðsyn- legt er að láta í Ijós að maður 97 ára krúnudjásn breska heimsveldisins. hafl gaman af hlutunum. (Hvort sem það nú er að opna sömu ár- legu blómasýninguna í 50. sinn eða taka í höndina á gesti nr. 200 í kvöldverðarboði). Drottingarmóðirin sinnir enn, þrátt fyrir háan aldur, ýmsum opinberum skyldum. Til dæmis er hún verndari yfir 300 félaga- samtaka. Kakan í pastellitunum Ég minntist á útlit drottingar- móðurinnar hér að ofan. Heill- andi brosið og pastellituðu siff- onkjólarnir virðast ekki vera í samræmi við þann járnvilja sem konan hefur. Vinir hennar kalla hana „kökuna" og er sú kaka í ætt við gamaldags breska svampköku með bleikum og hvítum glassúr. Af öðrum sér- kennum í fataskáp drottingar- móðurinnar finnst mér rétt að nefna „skelja-hattana", uppháa hvíta hanska sem krumpast nið- ur eftir handleggnum og ein- hvers konar kubbslaga skó (sem hún og dætur hennar virðast hafa sérstakt dálæti á!). Saga bresku drottningarmóð- urinnar sýnir að til að öðlast vinsældir meðal þjóðarinnar verða meðlimir konungsljöl- skyldunnar að sýna hollustu við gömul og góð gildi. Þeir verða einnig að sýna skýra dómgreind varðandi það hvað konungsfjöl- skyldan getur leyft sór.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.