Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Síða 18

Dagur - Tíminn - 05.10.1996, Síða 18
30 - Laugardagur 5. október 1996 ,®agur-'2ftmtrat S K Á K Hellisbúar í ham! Meistaramóti Taflfelagsins Hellis lauk nú í vikunni með sigri Andra Áss Grét- arssonar. Hverra manna skyldi hann nú vera?! Þetta er í fimmta skipti sem meistaramót þessa unga en öfluga félags fer fram og voru ýmsir sterkir skákmenn á meðal þátttakenda. Hver keppandi tefldi níu kappskákir eftir Monrad- kerfi. Andri sigraði af öryggi með 7 1/2 vinning, þá kom Bragi Þor- finnsson með 6 1/2 vinning og þriðja sætinu deildu þeir Kristján Eðvarðsson og Björn Þorfinnsson með 6 vinninga. Stigahæstur þátt- takenda var Jón Garðar Viðarsson, Taflfélagi Hólmavíkur, og framan af þótti líklegt að hann myndi raða sér í eitt af efstu sætunum. Eftir tap fyrir Andra í 6. umferð var Jón hins vegar heillum horfinn og fékk aðeins hálfan vinning út úr fjórum síðustu skákunum. Gunnar Gunn- arsson, fyrrum fslandsmeistari, átti hins vegar frábæra spretti og var sá eini sem vann sigurvegara mótsins, auk þess sem hann lagði Kristján Eðvarðsson. Gunnar, Magnús Pálmi Örnólfsson og Vig- fús Óðinn Vigfússon urðu í 5.-7. sæti með 5 1/2 vinning. Svo skemmtilega vildi til að sjö efstu menn eru allir í Taflfélaginu Helli. Taflfélagið Hellir er merkilegt félag fyrir margs sakir. Það er eitt allra yngsta skákfélag á íslandi, var stofnað 1991, en hefur á ótrú- lega skömmum tíma náð mikilli fótfestu í Reykjavík og þó víðar væri leitað. Áður en Hellir kom til sögunnar var aðeins eitt taflfélag starfandi í borginni. Stofnendur félagsins settu það að markmiði sínu í upphafi að auka fjölbreytni í skáklííi höfuðborgarsvæðisins og halda uppi virku félagsstarfi. Má með sanni segja að það hafi tekist með ágætum, því að risabarnið hefur verið í örum vexti frá fæð- Systkinin Helgi Æs\s og Guðfríður Lilja Grétarsbörn skrifa um skák ingu og stærir sig nú af mörgum fremstu skákmönnum landsins. Hellir hefur bryddað upp á ýmsum nýjungum í skákmótahaldi hér á landi. Félagið var það fyrsta hérlendis til að halda mót með hinum svokölluðu Fischer/Fide klukkum, sem bjóða upp á alls kyns nýstárleg timamörk og hafa mælst einkar vel fyrir. Hellir var einnig eins konar brautryðjandi í atskákmótum hér á landi, en fjöldi þeirra og umfang hefur margfald- ast síðan félagið kom til sögunnar. Þannig eru til dæmis reglulega haldin geysivinsæl atkvöld á veg- um félagsins þar sem tefldar eru þrjár hraðskákir og þrjár atskákir á einu bretti. Hornsteinn Hellis er unglingastarfið, en rík áhersla er lögð á að rækta áhuga yngri kyn- slóðarinnar. Auk vikulegra barna- og unglingaæfinga eru haldin sér- stök unglinganámskeið og kennsla, meistaramót unglinga og einstaklings- og sveitakeppni milli grunnskóla. Metnaður félags- manna nær og einnig út fyrir land- steinanana, því að taflfélagið stefnir að því að halda alþjóðlegt mót næsta vor, en félagið hélt sitt fyrsta alþjóðlega mót aðeins tveggja ára gamalt, árið 1993. Þá stefnir Hellir að því að hasla sér völl í sjálfum alheimi framtíðar- innar — það er að segja á „inter- netinu" — og hefur þegar komið sér upp eigin heimasíðu: http://www.vks.is/skak/hellir/ind- ex.html. Hellisbúar eru því í mikl- um ham og verður spennandi að sjá hverju fram vindur! Það er við hæfi að sýna athygl- isverða skák með nýbökuðum meistara Hellis, en hann varð reyndar einnig fyrsti meistari fé- lagsins árið 1992. Skákin var tefld í 5. umferð mótsins. Hvítt: Andri Áss Grétarsson Svart: Björn Þorfinnsson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. Rg5 d5 5. exd5 Rxd5? Þetta þykir slakur leikur. Venjulega er leikið 5...Ra5, en þeir sem kjósa að tefla hvasst leika 5...Rd4 eða 5...b5 6. d4 Bb4+ Til að koma í veg fyrir að hvíti riddarinn hafl aðsetur á c3 reitn- um. 7. c3 Be7 8. Rxf7 Kxf7 9. Df3+ Ke6 10. De4! g5 Hvítur hefur fórnað manni fyrir sóknarfæri. Staðan er mjög vandtefld fyrir svartan, ef t.a.m. er leikið 10...Dd6 þá kemur f4 og svartur á ekki auðvelt með að koma í veg fyrir að hvítur skáki á f5. Aðrir möguleikar fyrir svartan eru hins vegar 10...b5, til að koma svarta biskupnum á b7, og 10...Bf8, til að koma ridd- aranum á e7, en svarta staðan verður þá ansi þröng og erfið. í stað þess að hrókera kemur vel til greina að leika 11. h4. 11. 0-0 Bf6 12. dxe5 Rxe5 13. f4 gxf4 14. Bxf4 Dd6 15. Rd2 b5 16. Bb3 Bb7 17. Hael Haf8 18. Rf3 Dc5+ 19. Rd4+? Hvítur hefur öll völd. Eftir 19. Khl hefði svartur ekki getað hreyft sig án þess að missa manninn til baka og fá á sig kröftuga kóngssókn. Nú neyðist hvítur hins vegar til umtals- verðra uppskipta og auðveldara verður fyrir svartan að hreyfa sig. 19... Kd7 20. Bxe5 Rxe5 21. Dxe5 Dd6 22. Hxf8 Hxf8 23. Dg7+ Betra er 23. De6+ Dxe6 (Ekki gengur 23... Kd8 24. Dxd6 cxd6 25. Re6+ og hvítur vinnur skiptamun) 24. Rxe6 Hf5 25. Rc5+ Kc6 26. Rxb7 og hvít- ur er peði yfir. 23... Kc8 24. He6 Df4 25. Rf3 Rb6 26. Dg5 Bxf3 27. He8+ Kb7 28. Dxf4 Hxf4 29. gxf3 Hxf3 Svartur hefur náð peðinu til baka og allt stefnir í jafntefli. En í miklu tímahraki leikur hann skákinni niður: 30. He7 h6 31. He6 h5 32. He5 h4 33. Hxb5 Hd3 34. Hf5 Hd2 35. Hf2 Hd3 36. He2 a5 37. Bc2 Hd6 38. Be4+ Ka6 39. Kg2 Ra4 40. Hc2 Hb6 41. b3 Rc5 42. Bd5 Hf6 43. Kh3 Hf4 44. Hd2 Kb6 45. Hd4 Hf2 46. b4 Rd7 47. Hxh4 Hc2 48. Hh6+ Ka7 49. Hc6 Re5 50. Hxc7+ Kb6 51. Hb7+ og svartur gaf, 1-0. Að lokum má geta þess að Taflfélagið Hellir stendur fyrir vikulegum barna- og unglinga- æfingum á mánudögum kl. 17:15 í Menningarmiðstöðinm Gerðubergi, sem og æflngum sem öllum eru opnar á mánu- dögum kl. 20. Davíð Ólafsson æskulýðsfulltrúi fylgist með upprennandi stjörnum á ung- lingaæfingu hjá Helli. Þorláksson Þrautin Þroskahjálp á Norðurlandi eystra, Akureyri Félagsfundur verður þriðjudaginn 8. október ’96 kl. 20.30 í Iðjulundi. Stjórnin. Foreldraráðgjafi/ starfsmaður Þroskahjálp á Norðurlandi eystra, Akureyri, óskar eftir að ráða sem fyrst foreldraráðgjafa/starfsmann í 50% starf. Þekking á málefnum fatlaðra ásamt góðri grunnmenntun er nauðsynleg. Starfið er fjölbreytt og gefandi. Skriflegar umsóknir berist skrifstofu Þroskahjálpar í Kaup- angi v/Mýrarveg, 600 Akureyri, fyrir 20. október. Nánari upplýsingar í síma 462 6558. S/NS 4 KG975 VÁ6 ♦ KT42 * 83 N S 4 ÁDT82 44 D5 ♦ Á93 * ÁK6 Suður Vestur Norður Austur 14 24 34 pass 44 pass 44 pass 64 pass pass pass Útspil: laufdrottning Iívernig er best að spila? Tígullinn virðist í fyrstu vera lífliturinn og ef hann brotnar 3- 3 eru engin vandamál. Þá kem- ur einnig til greina að toppa og spilið vinnst ef háspil kemur í. En það eru fleiri möguleikar. Þegar spilið kom upp í Eng- landi þóttist sagnhafi hafa fundið hinn eina sanna tón með spilamennsku sinni. Hann drap útspilið með ás, tók tvisvar tromp, tvo efstu í tígli og lauf- kóng. Þá var lauf trompað, hjartaás tekinn og hjarta spilað á drottninguna. Vestur drap en varð síðan að játa sig sigraðan því svona var allt spilið: 4 KG975 44 Á6 ♦ KT42 * 83 4 6 N 4 43 44 KGT943 V A 44 872 ♦ 75 ♦ DG86 * DGT2 S 4» 9754 4 ÁDT82 44 D5 ♦ Á93 <4 ÁK6 Sagnhafi vann sitt spil en til er betri leið. Sú er að taka trompin, hreinsa laufið og spila tígulkóngi. Þá er litlum tígli spilað úr borði og ef austur set- ur h'tið er nían látin duga. Vest- ur getur ekki yfírdrepið og slemman er í höfn. Takið eftir að vestur getur sér enga björg veitt þótt hann hefði átt tígulhá- mann. Frá Bridgefélagi Sauðárkróks Sl. mánudag var spilaður eins kvölds tvímenningur. Efstu pör: 1. Kristján Blöndal-Ingvar Jónsson 130 2. Bjarni R. Brynjólfsson-Ólafur Sigurgeirsson 126 3. Gunnar Þórðarson-Árni Blöndal 122 Nk. mánudag hefst 2ja kvölda tvímenningur sem kall- ast „vanir-óvanir“ og gefst þar gott rækifæri fyrir þá sem aldrei hafa spilað bridge. Spila- mennska hefst kl. 12.00 og er spilað í bóksnámshúsinu. Frá BR Nú standa yfir eins kvölds tvímenningskeppnir hjá BR. Miðvikudaginn 26. september var spilaður Monrad-barometer með þátttöku 44 para. Efstu pör: 1. Helgi Sigurðsson-Sigurður B. . Þorsteinsson 158 2. Hermann Lárusson-Ólafur Lárusson 124 3. Ragnar Hermannsson-Einar Jónsson 88 BR hefur bikarkeppni í tví- menningskeppnunum bráðlega. Pör verða dregin á móti hvort öðru og það par sem fær liærra skor kemst áfram í næstu um- ferð. Frá Bridgefélagi Breiðfirðinga Nú stendur yfir haustbar- ómeter en aðalsveitakeppnin byrjar 24. október. Spiluð verða forgefin spil og butler-árangur paranna reiknaður út. Fimmtu- daginn 26. sept. var spilaður Howell tvíemenningur og urðu efstu pör eftirfarandi: 1. Júlíus Sigurjónsson-Tryggvi Ingason 193 2. Albert Þorsteinsson-Kristófer Magnússon 192 3. Einar Jónsson-Hlynur Magn- ússon 186

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.