Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Qupperneq 1

Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Qupperneq 1
+ BH fyigja blaðinu í dag Bls. 6 Guðjón lætur af formennsku RKÍ Laugardagur 12. október 1996 Hagur-®tmmn HELGARÚTGÁFA 79. og 80. árgangur 195. tölublað Verð í lausasölu 200 kr. 1 Hólakot í leigubíl í leikskóla Arni Þór Sígurðsson, stjórnarformaður hjá Dagvistun barna, segir að eftir brunann í Hólakoti hafi leikskólakrakkarnir þar haft aðsetur í sal í leikskólan- um í Suðurborg. Það sé hins vegar of mikið að vera með þau öll þar í einu og því sé hópnum, um 25 krökkum á aldrinum 3-5 ára, skipt upp og fer hluti þeirra í gæslu í Gerðubergi. Stefnt er að því að krakkarnir verði keyrðir á milh með leigubílum þegar veður eru vond. Viðbúið er að þetta muni hafa einhvern kostnað í för með sér fyrir Dagvistun barna. Eftir leikskólabrunann var upphaflega hugmyndin að taka á ný í notkun gæsluhús fyrir krakkana sem stóð á svæðinu við Hólakot. Borgin var hins vegar búin að úthluta verslun- inni Hólagarði umræddri lóð og hafði því ekki lengur ráðstöfun- arrétt yfir henni. „Við fórum fram á það við Hólagarð að þessu yrði sýnd biðlund en það var ekki hægt að verða við því,“ segir Árni Þór. -grh „Við hjólum á fund mennamálaráðherra og mótmælum hugmyndum um niðurskurð í rekstri skólans," segir Pétur Freyr Ólafsson, nemi við Framhalds- skólann á Laugum í Reykjadal. Fimmtán nemendur hjóluðu í gær og í nótt frá Laugum suður til Reykjavíkur, alls um 500 kílómetra. Jafnframt því að hitta ráðherra í dag, eru Lauganemar með þessu ferðalagi að safna áheitum vegna útskriftarferðar sinnar í vor. -sös. /Mynd: jhf. Hæstiréttur Kjaftshögg á fiskverkunarfólk Snær Karlsson fulltrúi Verkamannasambandsins í Aflamiðlun segir að dómur Hæstaréttar í Samherjamálinu gegn ríkinu hafi það í för með sér að þeir sem hafa fengið að- gang að Ðskimiðunum, sé gefið algjört frelsi um ráðstöfun afl- ans í skjóli atvinnufrelsis. Á sama tíma sé fiskverkunarfólk svipt öllum rétti til að eiga ein- hvern kost á að vinna hráefnið í landi. Hann telur einsýnt að það þurfi að skoða starfsemi Aflamiðlunar í ljósi dómsins sem hann segir vera ávísun á óheftan inn-og útflutning þar sem ekki megi leggja hömlur á atvinnufrelsi manna nema al- Dómur Hæstaréttar í Samherjamálinu er kjaftshögg á fiskverk- unarfólk og gefur út- gerðarmönnum frjálsar hendur um ráðstöfun afla. Dómurinn mun hafa áhrif á komandi kjaraviðræður. mannaheill sé í veði. Þar fyrir utan telur dómurinn að at- vinnufrelsi sé aðeins hægt að takmarka með lögum en ekki reglugerð. „Nú geta útgerðarmenn flutt út allt sem þeim dettur í hug,“ segir Snær. Hann segir dóminn algjört kjaftshögg fyrir fisk- vinnslufólk og mimi vekja upp mikinn óróa í kjarasamningum fiskverkunarfólks. Hann telur jafnframt að dómurinn nái ekld aðeins til útflutnings útgerða á fiski heldur og einnig til allra þeirra sem vilja flytja eitthvað inn til landsins. Af þeim sökum hlýtur t.d. Jóhannes í Bónus að fagna þessum dómi þar sem þessi réttur hlýtur að vera gagnkvæmur. Ella sé eitthvað bogið við lögin. -grh Sjá nánari umíjöllun á bls. 3. Hvalveiðar Aftur í ráðið ✓ g tel ljóst að það sé þingmeirihluti fyrir því að hvalveiðar verði teknar upp á nýjan leik, en það þarf að undirbúa vel og sennilega er árangursríkasta leiðin sú, að við göngum aft- ur í alþjóðahvalveiðiráðið," sagði Davíð Oddson, forsæt- isráðherra á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins í gær. Davíð sagði einnig að yrði þetta gert ætti um leið að taka til baka þá ákvörðun, sem tekin var á sínum tíma, um að mótmæla ekki hvalveiðibanni ráðsins. „Að ganga inn á ný, en með mótmæli gegn banninu að vopni, til að tryggja okkar stöðu þar.“ Davíð sagði ljóst að takmarkaðar hrefnuveið- ar fyrir innanlandsmarkað, hefðu enga efnahagslega þýðingu fyrir íslendinga, þótt þær kynnu að skipta ein- staka menn máli. „Ef menn eru að tala um hvalveiðar í alvöru, eins og var í eina tíð, þá verða menn að tryggja markaðinn fyrir afurðirnar, annars er ekkert vit í mál- inu. Það virðist vera svo, að markaðurinn verði ekki tryggður nema því aðeins að okkar helsti viðskiptavinur til margra ára í þessu efni, Japanir, treysti sér til að kaupa þær afurðir, sem af veiðunum koma. Og ég skil stöðuna svo, að það muni þeir ekki gera nema íslendingar séu meðlimir í alþjóða hvalveiði- ráðinu, „ sagði Davíð. Nefnd skipuð fulltrúum þingflokk- anna og þriggja ráðuneyta er að skoða þetta mál og leggur niðurstöðu sínar fyrir alþingi í vetur. ■4-

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.